Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2025 11:01 Langstökkvarinn Reyhan Tasdelen frá Tyrklandi lendir í sandinum á Ólympíumóti fatlaðra í París síðasta haust en það voru væntanlega síðustu leikarnir með gömlu langstökksregluna. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Steph Chambers Alþjóða frjálsíþróttasambandið vill reyna að gera langstökkskeppnir frjálsra íþrótta áhugaverðari en breytingin er að fara mjög illa í marga langstökkvara. Nýja reglan í langstökkinu er nefnilega vægast sagt mjög umdeild. Stjörnur í sportinu fara svo langt það þau neita að taka þátt í mótum þar sem hún er notuð. En hvað er svona umdeilt? Jú Alþjóða frjálsíþróttasambandið breytti reglunum með uppstökksplankann. Nú þurfa langstökkvarar ekki lengur að hitta á plankann heldur stökkva þeir í staðinn upp á fjörutíu sentímetra uppstökksvæði og lengd stökksins er síðan mælt nákvæmlega þaðan sem þau fóru í loftið. Það eru þó nokkur langstökkin þar sem keppendur hafa stokkið upp dálítið fyrir aftan plankann og hafa því í raun tapað nokkrum sentimetrum þar. Allir sentímetrarnir mældir Þetta þýðir að keppendur fá alla sína sentimetra mælda og þá er mun erfiðara að gera ógilt sem var mjög algengt í gamla kerfinu. Það voru einmitt þessi endalausu ógildu stökk sem þótt taka svo mikið frá skemmtanagildi langstökkskeppninnar. Norska ríkisútvarpið fjallaði um þessa stóru breytingu. Ólympíumeistarinn Miltiadis Tentoglou er í hópi þeirra sem vilja ekki sjá þessa reglubreytingu og telja að þessi róttæka breyting eyðileggi sportið. Þá væri ég ekki hér „Sem betur fer hafa þau ekki byrjað að nota þessa reglu á öllum mótum. Ef þessi regla væri hér þá væri ég ekki hér,“ sagði Grikkinn Miltiadis Tentoglou við NRK á frjálsíþróttamóti í Frakklandi. Hann vann Ólympíugullið í bæði Tókýó 2021 og í París 2024. Hann er ekki eina stjarnan. Ítalinn Larissa Iapichino er silfurhafi frá bæði EM innanhúss og EM utanhúss. „Ég er mjög á móti þessu. Það krefst tækni að hitta á plankann og svona uppstökksvæði breytir algjörlega eðli íþróttarinnar. Ef þessi breytingin gengur í gegn þá mun langstökkið verða algjörlega að allt annarri íþrótt, skrifaði Larissa Iapichino á samfélagsmiðla sína. Eyðileggur alla vinnuna Nokkrum dögum síðar þá ætti Annik Kälin við að keppa á móti í Berlín en hún hefur unnið til verðlauna í sjöþraut á EM. „Ég get ekki stutt þessa breytingu,“ sagði Kälin. Það eru þó til aðeins jákvæðari raddir. Norski langstökkvarinn Ida Andrea Breigan var mjög neikvæð í fyrstu. „Ég var mjög tortryggin í fyrstu þegar við ræddum þetta í fyrra og ég er enn á því. Mér finnst þetta eyðileggja alla vinnuna og kallar á allt aðrar æfingar. Á sama tíma þá er ég alveg til í að prófa þetta og hlusta á þá langstökkvara sem hafa prófað. Ég er enn á því að það eru betri leiðir til að auka áhugann á langstökkinu með því að breyta alveg íþróttagreininni,“ sagði Breigan. Langstökkskeppnir sem hafa notað nýju regluna hafa margar heppnast vel og það sem menn fagna mest er að losna við öll ógildu stökkin. Frjálsar íþróttir Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
Nýja reglan í langstökkinu er nefnilega vægast sagt mjög umdeild. Stjörnur í sportinu fara svo langt það þau neita að taka þátt í mótum þar sem hún er notuð. En hvað er svona umdeilt? Jú Alþjóða frjálsíþróttasambandið breytti reglunum með uppstökksplankann. Nú þurfa langstökkvarar ekki lengur að hitta á plankann heldur stökkva þeir í staðinn upp á fjörutíu sentímetra uppstökksvæði og lengd stökksins er síðan mælt nákvæmlega þaðan sem þau fóru í loftið. Það eru þó nokkur langstökkin þar sem keppendur hafa stokkið upp dálítið fyrir aftan plankann og hafa því í raun tapað nokkrum sentimetrum þar. Allir sentímetrarnir mældir Þetta þýðir að keppendur fá alla sína sentimetra mælda og þá er mun erfiðara að gera ógilt sem var mjög algengt í gamla kerfinu. Það voru einmitt þessi endalausu ógildu stökk sem þótt taka svo mikið frá skemmtanagildi langstökkskeppninnar. Norska ríkisútvarpið fjallaði um þessa stóru breytingu. Ólympíumeistarinn Miltiadis Tentoglou er í hópi þeirra sem vilja ekki sjá þessa reglubreytingu og telja að þessi róttæka breyting eyðileggi sportið. Þá væri ég ekki hér „Sem betur fer hafa þau ekki byrjað að nota þessa reglu á öllum mótum. Ef þessi regla væri hér þá væri ég ekki hér,“ sagði Grikkinn Miltiadis Tentoglou við NRK á frjálsíþróttamóti í Frakklandi. Hann vann Ólympíugullið í bæði Tókýó 2021 og í París 2024. Hann er ekki eina stjarnan. Ítalinn Larissa Iapichino er silfurhafi frá bæði EM innanhúss og EM utanhúss. „Ég er mjög á móti þessu. Það krefst tækni að hitta á plankann og svona uppstökksvæði breytir algjörlega eðli íþróttarinnar. Ef þessi breytingin gengur í gegn þá mun langstökkið verða algjörlega að allt annarri íþrótt, skrifaði Larissa Iapichino á samfélagsmiðla sína. Eyðileggur alla vinnuna Nokkrum dögum síðar þá ætti Annik Kälin við að keppa á móti í Berlín en hún hefur unnið til verðlauna í sjöþraut á EM. „Ég get ekki stutt þessa breytingu,“ sagði Kälin. Það eru þó til aðeins jákvæðari raddir. Norski langstökkvarinn Ida Andrea Breigan var mjög neikvæð í fyrstu. „Ég var mjög tortryggin í fyrstu þegar við ræddum þetta í fyrra og ég er enn á því. Mér finnst þetta eyðileggja alla vinnuna og kallar á allt aðrar æfingar. Á sama tíma þá er ég alveg til í að prófa þetta og hlusta á þá langstökkvara sem hafa prófað. Ég er enn á því að það eru betri leiðir til að auka áhugann á langstökkinu með því að breyta alveg íþróttagreininni,“ sagði Breigan. Langstökkskeppnir sem hafa notað nýju regluna hafa margar heppnast vel og það sem menn fagna mest er að losna við öll ógildu stökkin.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira