„Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Geðhjálp 20. febrúar 2025 08:54 Leikritið Tóm hamingja hefur slegið í gegn en verkið er sýnt í Borgarleikhúsinu. Geðhjálp og Gaflaraleikhúsið taka nú saman höndum og leita að fyndnasta hlátri Íslands. Þekkir þú einhvern sem lumar á stórkostlega fyndnum hlátri? Myndir/Íris Dögg Einarsdóttir. Gaflaraleikhúsið og Geðhjálp eru í skemmtilegu samstarfi þessa dagana sem snýr að því að finna fyndnasta hlátur Íslands. Landsmenn eru hvattir til að senda inn myndband af þeim sem þeim finnst búa yfir fyndnasta hlátrinum en sigurvegari fær gjafabréf á sýninguna Tóm hamingja sem leikhópurinn sýnir við miklar vinsældir í Borgarleikhúsinu. „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands,“ segir Arnór Björnsson, einn leikara í sýningunni Tóm hamingja. „Í gær póstuðum við myndbandi á miðlum leikhópsins og Geðhjálpar þar sem við biðjum fólk um að senda á okkur myndbönd af Íslendingum sem þeim finnst vera með fyndnasta hláturinn. Við söfnum þeim svo saman og efnum til kosninga meðal þjóðarinnar. Eigandi fyndnasta hlátursins fær gjafabréf á Tóma hamingju, ásamt fullt af fleiri glaðningum.“ Hér má sjá myndbandið þar sem auglýst er eftir fyndnasta hlátrinum. Landssamtökin Geðhjálp ýttu úr vör í upphafi þorrans árlegu 30 daga geðræktarátaki sem ber heitið G-vítamín og er byggt á Geðorðunum 10 og 14 Lífsorðum Héðins Unnsteinssonar og Þórdísar Rúnarsdóttur. Á þessu tímabili munu birtast greinar á Vísi sem fjalla um átakið, auk þess sem eitt G-vítamín mun birtast á forsíðunni á Vísi daglega meðan átakið stendur yfir. Á sama tíma munu útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og X977 vekja athygli á átakinu, fjalla um G-vítamín dagsins og fjalla almennt um geðheilbrigði. Arnór segir meðlimi leikhússins hafa þótt mjög viðeigandi að fara í samstarf við Geðhjálp. „Þau eru öll í því að efla fólk til að finna gleðina á þessum dimmustu dögunum ársins og hvetja landsmenn til að finna sitt G-vítamín og það er nákvæmlega markmið okkar í Tómri hamingju líka.“ Hann segir sitt G-vítamínið vera hlátur og að Gaflaraleikhúsið hafi viljað gefa fólki sýningu sem þau geti mætt á og fengið að hlæja eins og þau vilja. „Við höfum nokkru sinnum þurft að stoppa sýningar út af hlátri úr sal. Og svo kannski líka nokkru sinnum út af hlátri í mér, enda er ég heimsins versti leikari þegar kemur að því að halda andliti. Þar sem ég er að leika með það sem mér finnst vera einn fyndnasti leikhópur Íslandssögunnar, þá er þetta afskaplega krefjandi fyrir mig.“ Tóm hamingja hefur gengið eins og í sögu að sögn Arnórs en tæplega 30 sýningar hafa verið sýndar. „Sýningin er óvenjuleg að því leyti að sviðinu er skipt í tvennt og sjá áhorfendur bara annan hluta sviðsins. Annar helmingur áhorfenda fylgist með senum sem gerast fyrir utan sumarbústaðinn meðan aðrir áhorfendur fylgjast með því sem fer fram innandyra. Svo skipta áhorfendur um sæti eftir hlé." Hann segist aldrei hafa skemmt sér svona vel á sýningu áður. „Það gerist oft að annar hluti áhorfenda er skellihlæjandi sem þýðir að hluti leikhópsins sem er á hinu sviðinu kemur of seint inn á hlæjandi sviðið. Fyrir vikið komast leikarar reglulega í klandur sem er einstaklega skemmtilegt.“ Leikarar og leikstjóri útskýra hér hvernig sýningin er sett upp (með misgóðum árangri). Hægt er að kaupa miða hér á Tóma hamingju. Dagatal með G-vítamínskömmtum er til sölu á vef Geðhjálpar og í völdum verslunum Krónunnar um allt land. G vítamín Geðheilbrigði Grín og gaman Heilsa Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Sjá meira
„Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands,“ segir Arnór Björnsson, einn leikara í sýningunni Tóm hamingja. „Í gær póstuðum við myndbandi á miðlum leikhópsins og Geðhjálpar þar sem við biðjum fólk um að senda á okkur myndbönd af Íslendingum sem þeim finnst vera með fyndnasta hláturinn. Við söfnum þeim svo saman og efnum til kosninga meðal þjóðarinnar. Eigandi fyndnasta hlátursins fær gjafabréf á Tóma hamingju, ásamt fullt af fleiri glaðningum.“ Hér má sjá myndbandið þar sem auglýst er eftir fyndnasta hlátrinum. Landssamtökin Geðhjálp ýttu úr vör í upphafi þorrans árlegu 30 daga geðræktarátaki sem ber heitið G-vítamín og er byggt á Geðorðunum 10 og 14 Lífsorðum Héðins Unnsteinssonar og Þórdísar Rúnarsdóttur. Á þessu tímabili munu birtast greinar á Vísi sem fjalla um átakið, auk þess sem eitt G-vítamín mun birtast á forsíðunni á Vísi daglega meðan átakið stendur yfir. Á sama tíma munu útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og X977 vekja athygli á átakinu, fjalla um G-vítamín dagsins og fjalla almennt um geðheilbrigði. Arnór segir meðlimi leikhússins hafa þótt mjög viðeigandi að fara í samstarf við Geðhjálp. „Þau eru öll í því að efla fólk til að finna gleðina á þessum dimmustu dögunum ársins og hvetja landsmenn til að finna sitt G-vítamín og það er nákvæmlega markmið okkar í Tómri hamingju líka.“ Hann segir sitt G-vítamínið vera hlátur og að Gaflaraleikhúsið hafi viljað gefa fólki sýningu sem þau geti mætt á og fengið að hlæja eins og þau vilja. „Við höfum nokkru sinnum þurft að stoppa sýningar út af hlátri úr sal. Og svo kannski líka nokkru sinnum út af hlátri í mér, enda er ég heimsins versti leikari þegar kemur að því að halda andliti. Þar sem ég er að leika með það sem mér finnst vera einn fyndnasti leikhópur Íslandssögunnar, þá er þetta afskaplega krefjandi fyrir mig.“ Tóm hamingja hefur gengið eins og í sögu að sögn Arnórs en tæplega 30 sýningar hafa verið sýndar. „Sýningin er óvenjuleg að því leyti að sviðinu er skipt í tvennt og sjá áhorfendur bara annan hluta sviðsins. Annar helmingur áhorfenda fylgist með senum sem gerast fyrir utan sumarbústaðinn meðan aðrir áhorfendur fylgjast með því sem fer fram innandyra. Svo skipta áhorfendur um sæti eftir hlé." Hann segist aldrei hafa skemmt sér svona vel á sýningu áður. „Það gerist oft að annar hluti áhorfenda er skellihlæjandi sem þýðir að hluti leikhópsins sem er á hinu sviðinu kemur of seint inn á hlæjandi sviðið. Fyrir vikið komast leikarar reglulega í klandur sem er einstaklega skemmtilegt.“ Leikarar og leikstjóri útskýra hér hvernig sýningin er sett upp (með misgóðum árangri). Hægt er að kaupa miða hér á Tóma hamingju. Dagatal með G-vítamínskömmtum er til sölu á vef Geðhjálpar og í völdum verslunum Krónunnar um allt land.
G vítamín Geðheilbrigði Grín og gaman Heilsa Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Sjá meira