Carlsen fannst það ekki fyndið að Niemann væri boðið á skákmótið hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2025 22:31 Magnus Carlsen sá ekki húmorinn í fréttunum af þátttöku Hans Niemann í hans skákmóti í apríl. Getty/ Gregor Fischer Freestyle Chess er nýjasta mótaröðin í skákheiminum og einn að aðalmönnunum á bak við hana er norski stórmeistarinn Magnus Carlsen. Sá sem borgar brúsann og er í forystuhlutverkinu er þýski milljarðamæringurinn Jan Henric Buettner. Buettner ætlar að hrista aðeins upp í hlutunum á næsta móti og tók ákvörðun um að bjóða Hans Niemann að taka þátt í næsta móti. Hann spurði ekki Carlsen en ætlaði að ræða við Norðmanninn eftir að hann sagði frá fréttunum í viðtali við TV2. NRK segir frá. Það þekkja flestir söguna á bak við deilur Hans Niemann og Magnus Carlsen. Carlsen tapaði óvænt á móti Niemann í þriðju umferð skákmóts í september 2022 og dró sig úr keppni í framhaldinu. Carlsen sakaði Nieman síðan um að svindla í skákinni. Var sú kenning meðal annars á kreiki að Niemann hafi verið með fjarstýrt unaðstæki ástarlífsins í endaþarmi og fengið upplýsingar um besta leikinn frá vitorðsmanni með því að láta tækið titra á fyrir fram ákveðinn hátt. Nieman veitti viðtal seinna á mótinu þar sem hann viðurkenndi að hafa svindlað einu sinni á skákmóti en það var langt síðan. Hann neitaði því að hafa svindlað í skákinni á móti Carlsen. Niemann höfðaði seinna meiðyrðamál gegn Carlsen en því máli var hins vegar vísað frá af alríkisdómstóli í Missouri í Bandaríkjunum hálfu ári síðar. Carlsen og Niemann hafa síðan náð sáttum og sagðist Carlsen á sínum tíma reiðubúinn til þess að tefla að nýju við Niemann á skákmótum í framtíðinni. „Við erum að fara að fá drama og við ætlum líka að markaðssetja dramatík,“ sagði Buettner við TV2. „Ég spurði ekki Magnus um leyfi til að bjóða Neimann en ég mun ræða við hann eftir leikinn í dag,“ sagði Buettner. Seinna kom Carlsen í viðtal við TV2 og hafði þá fengið fréttirnar. „Svona er þetta bara. Ég ætla ekki að tjá mig um þetta,“ sagði Carlsen. Carlsen var samt spurður hvort að það væri svolítið fyndið að mæta Niemann eftir það sem gekk á milli þeirra. „Nei, það er það ekki,“ svaraði Carlsen stuttorður. Skák Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sjá meira
Sá sem borgar brúsann og er í forystuhlutverkinu er þýski milljarðamæringurinn Jan Henric Buettner. Buettner ætlar að hrista aðeins upp í hlutunum á næsta móti og tók ákvörðun um að bjóða Hans Niemann að taka þátt í næsta móti. Hann spurði ekki Carlsen en ætlaði að ræða við Norðmanninn eftir að hann sagði frá fréttunum í viðtali við TV2. NRK segir frá. Það þekkja flestir söguna á bak við deilur Hans Niemann og Magnus Carlsen. Carlsen tapaði óvænt á móti Niemann í þriðju umferð skákmóts í september 2022 og dró sig úr keppni í framhaldinu. Carlsen sakaði Nieman síðan um að svindla í skákinni. Var sú kenning meðal annars á kreiki að Niemann hafi verið með fjarstýrt unaðstæki ástarlífsins í endaþarmi og fengið upplýsingar um besta leikinn frá vitorðsmanni með því að láta tækið titra á fyrir fram ákveðinn hátt. Nieman veitti viðtal seinna á mótinu þar sem hann viðurkenndi að hafa svindlað einu sinni á skákmóti en það var langt síðan. Hann neitaði því að hafa svindlað í skákinni á móti Carlsen. Niemann höfðaði seinna meiðyrðamál gegn Carlsen en því máli var hins vegar vísað frá af alríkisdómstóli í Missouri í Bandaríkjunum hálfu ári síðar. Carlsen og Niemann hafa síðan náð sáttum og sagðist Carlsen á sínum tíma reiðubúinn til þess að tefla að nýju við Niemann á skákmótum í framtíðinni. „Við erum að fara að fá drama og við ætlum líka að markaðssetja dramatík,“ sagði Buettner við TV2. „Ég spurði ekki Magnus um leyfi til að bjóða Neimann en ég mun ræða við hann eftir leikinn í dag,“ sagði Buettner. Seinna kom Carlsen í viðtal við TV2 og hafði þá fengið fréttirnar. „Svona er þetta bara. Ég ætla ekki að tjá mig um þetta,“ sagði Carlsen. Carlsen var samt spurður hvort að það væri svolítið fyndið að mæta Niemann eftir það sem gekk á milli þeirra. „Nei, það er það ekki,“ svaraði Carlsen stuttorður.
Skák Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sjá meira