Enginn titringur lengur á milli Carlsen og Niemann Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. ágúst 2023 23:19 Magnus Carlsen og Hans Niemann í örlagaríkum leik sínum á Sinquefield-skákmótinu síðastliðið haust. CRYSTAL FULLER/SAINT LOUIS CHESS CLUB Magnus Carlsen, margfaldur heimsmeistari í skák og Hans Niemann, skákmeistari, hafa náð sáttum og segist Carlsen reiðubúinn til þess að tefla að nýju við Niemann á skákmótum í framtíðinni, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. Hans Niemann höfðaði meiðyrðamál gegn Magnus Carlsen eftir að sá síðarnefndi sakaði hann um að hafa svindlað gegn sér á skákmóti í St. Louis í Missouri í Bandaríkjunum í fyrra. Hinn nítján ára gamli Niemann bar óvænt sigur úr býtum gegn Carlsen sem hafði verið ósigraður um langa hríð. Var sú kenning meðal annars á kreiki að Niemann hafi verið með fjarstýrt unaðstæki ástarlífsins í endaþarmi og fengið upplýsingar um besta leikinn frá vitorðsmanni með því að láta tækið titra á fyrirfram ákveðinn hátt. Þurfti Niemann í kjölfarið að þola strangari öryggisgæslu en aðrir keppendur á skákmótum. Hann stefndi Carlsen í október 2022, rúmum mánuði eftir leik þeirra og krafðist 15 milljarða króna frá honum vegna meiðyrða. Sjálfur hefur hann ítrekað þvertekið fyrir að hafa svindlað. Segir Niemann ekki hafa svindlað Því máli var hins vegar vísað frá af alríkisdómstóli í Missouri í Bandaríkjunum í júní. Nú vísar Guardian í yfirlýsingu frá Chess.com þar sem segir að öllum hömlum gegn Niemann hafi verið aflétt, komist hafi verið að samkomulagi um að hætta við málaferlin. Segja forsvarsmenn Chess.com ennfremur að engar safnanir hafi fundist fyrir því að Niemann hafi svindlað í leikjum þar sem hann mætti sjálfur til leiks. Sjálfur segist Carlsen í eigin tilkynningu vera til í að mæta Niemann aftur við taflborðið. „Ég viðurkenni skýrslu Chess.com og það sem kemur fram í yfirlýsingu vefsíðunnar, að engar sannanir séu fyrir því að Niemann hafi svindlað í leik sínum gegn mér. Ég er tilbúinn til þess að tefla gegn Niemann í mótum í framtíðinni, komi til þess.“ Þá hefur Guardian eftir Hans Niemann að hann sé feginn því að málaferlum þeirra á milli sé lokið. „Ég er feginn því að hafa komist að gagnkvæmri lendingu og hlakka til að tefla aftur á Chess.com. Ég hlakka til að mæta Magnus í skák frekar en í réttarsalnum.“ Ásakanir um svindl í skákheiminum Skák Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Sjá meira
Hans Niemann höfðaði meiðyrðamál gegn Magnus Carlsen eftir að sá síðarnefndi sakaði hann um að hafa svindlað gegn sér á skákmóti í St. Louis í Missouri í Bandaríkjunum í fyrra. Hinn nítján ára gamli Niemann bar óvænt sigur úr býtum gegn Carlsen sem hafði verið ósigraður um langa hríð. Var sú kenning meðal annars á kreiki að Niemann hafi verið með fjarstýrt unaðstæki ástarlífsins í endaþarmi og fengið upplýsingar um besta leikinn frá vitorðsmanni með því að láta tækið titra á fyrirfram ákveðinn hátt. Þurfti Niemann í kjölfarið að þola strangari öryggisgæslu en aðrir keppendur á skákmótum. Hann stefndi Carlsen í október 2022, rúmum mánuði eftir leik þeirra og krafðist 15 milljarða króna frá honum vegna meiðyrða. Sjálfur hefur hann ítrekað þvertekið fyrir að hafa svindlað. Segir Niemann ekki hafa svindlað Því máli var hins vegar vísað frá af alríkisdómstóli í Missouri í Bandaríkjunum í júní. Nú vísar Guardian í yfirlýsingu frá Chess.com þar sem segir að öllum hömlum gegn Niemann hafi verið aflétt, komist hafi verið að samkomulagi um að hætta við málaferlin. Segja forsvarsmenn Chess.com ennfremur að engar safnanir hafi fundist fyrir því að Niemann hafi svindlað í leikjum þar sem hann mætti sjálfur til leiks. Sjálfur segist Carlsen í eigin tilkynningu vera til í að mæta Niemann aftur við taflborðið. „Ég viðurkenni skýrslu Chess.com og það sem kemur fram í yfirlýsingu vefsíðunnar, að engar sannanir séu fyrir því að Niemann hafi svindlað í leik sínum gegn mér. Ég er tilbúinn til þess að tefla gegn Niemann í mótum í framtíðinni, komi til þess.“ Þá hefur Guardian eftir Hans Niemann að hann sé feginn því að málaferlum þeirra á milli sé lokið. „Ég er feginn því að hafa komist að gagnkvæmri lendingu og hlakka til að tefla aftur á Chess.com. Ég hlakka til að mæta Magnus í skák frekar en í réttarsalnum.“
Ásakanir um svindl í skákheiminum Skák Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Sjá meira