„Sýndum þvílíkan karakter að vinna þennan leik“ Andri Már Eggertsson skrifar 12. febrúar 2025 22:21 Dúi Þór Jónsson, leikmaður Álftaness, gerði sigurkörfuna gegn Grindavík í kvöld Vísir/Hulda Margrét Dúi Þór Jónsson, leikmaður Álftaness, var hetja kvöldsins þegar hann setti ofan í dramatíska körfu sem reyndist sigurkarfan í tveggja stiga sigri Álftnesinga 92-94. „Þetta var rosalegt. Ég hélt að við værum að fara að missa þetta frá okkur í lokin en við sýndum þvílíkan karakter að vinna þennan leik,“ sagði Dúi Þór hetja Álftnesinga eftir fjórða sigur liðsins í röð. Í stöðunni 92-92 voru tæplega tuttugu og átta sekúndur eftir. Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga, tók leikhlé og sóknin endaði með skoti frá Dúa sem kláraði leikinn. „Við áttum að vinna David Okeke niðri en þeir féllu langt inn í teiginn og ég var með opinn tvist og mér leið vel þegar ég skaut.“ Aðspurður út í hvernig honum leið þegar Jeremy Pargo, leikmaður Grindavíkur, tók síðasta skot leiksins en hann hafði gert 39 stig í leiknum. Dúi viðurkenndi að hann hafi verið stressaður. „Ég hugsaði með mér að það hefði verið týpískt að hann hefði hitt þessu skoti þar sem hann var búinn að hitta svona allan leikinn en sem betur fer datt þetta okkar megin.“ Álftanes var yfir nánast allan leikinn og heimamenn náðu fyrst forskotinu þegar tæplega þrjár mínútur voru eftir en að mati Dúa var Grindavík alltaf að hóta því að koma til baka. „Grindavík er sveiflukent lið og þú mátt ekki slaka á þegar þú kemst yfir á móti þeim því þeir eru fljótir að koma til baka en það var vel gert hjá okkur að klára þennan leik.“ Dúi tók undir það að það hafi verið meiri ábyrgð á honum sjálfum ásamt öðrum leikmönnum Álftaness í ljósi þess að Justin James, Bandaríkjamaður Álftnesinga, var frá vegna meiðsla. „Já klárlega við söknuðum hans en sem betur fer verður hann ekki lengi frá og tilbúinn í næsta leik,“ sagði Dúi Þór að lokum. UMF Álftanes Bónus-deild karla Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Í beinni: Valladolid - Barcelona | Mikilvægur slagur í miðri orrustu Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Houston knúði fram oddaleik Sjá meira
„Þetta var rosalegt. Ég hélt að við værum að fara að missa þetta frá okkur í lokin en við sýndum þvílíkan karakter að vinna þennan leik,“ sagði Dúi Þór hetja Álftnesinga eftir fjórða sigur liðsins í röð. Í stöðunni 92-92 voru tæplega tuttugu og átta sekúndur eftir. Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga, tók leikhlé og sóknin endaði með skoti frá Dúa sem kláraði leikinn. „Við áttum að vinna David Okeke niðri en þeir féllu langt inn í teiginn og ég var með opinn tvist og mér leið vel þegar ég skaut.“ Aðspurður út í hvernig honum leið þegar Jeremy Pargo, leikmaður Grindavíkur, tók síðasta skot leiksins en hann hafði gert 39 stig í leiknum. Dúi viðurkenndi að hann hafi verið stressaður. „Ég hugsaði með mér að það hefði verið týpískt að hann hefði hitt þessu skoti þar sem hann var búinn að hitta svona allan leikinn en sem betur fer datt þetta okkar megin.“ Álftanes var yfir nánast allan leikinn og heimamenn náðu fyrst forskotinu þegar tæplega þrjár mínútur voru eftir en að mati Dúa var Grindavík alltaf að hóta því að koma til baka. „Grindavík er sveiflukent lið og þú mátt ekki slaka á þegar þú kemst yfir á móti þeim því þeir eru fljótir að koma til baka en það var vel gert hjá okkur að klára þennan leik.“ Dúi tók undir það að það hafi verið meiri ábyrgð á honum sjálfum ásamt öðrum leikmönnum Álftaness í ljósi þess að Justin James, Bandaríkjamaður Álftnesinga, var frá vegna meiðsla. „Já klárlega við söknuðum hans en sem betur fer verður hann ekki lengi frá og tilbúinn í næsta leik,“ sagði Dúi Þór að lokum.
UMF Álftanes Bónus-deild karla Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Í beinni: Valladolid - Barcelona | Mikilvægur slagur í miðri orrustu Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Houston knúði fram oddaleik Sjá meira