„Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2025 08:01 Katrín Tanja Davíðsdóttir hrósar vinkonu sinni Anníe Mist Þórisdóttir fyrir að þora að taka þá ákvörðun að taka ekki þátt í undankeppni heimsleikanna í CrossFit af siðferðislegum ástæðum. @katrintanja Anníe Mist Þórisdóttir tilkynnti í vikunni að hún ætli ekki að taka þátt í undankeppni heimsleikanna í CrossFit af siðferðislegum ástæðum. Tilkynning hennar hefur vakið mikla athygli en eins hefur íslenska CrossFit goðsögnin fengið mikinn stuðning úr mörgum áttum. Anníe Mist tók upp myndband þar sem hún útskýrði ákvörðun sína og það var augljóst öllum sem á horfðu hversu erfitt það var fyrir hana að taka þessa ákvörðun. Hún tók það líka fram að hún dæmi engan fyrir að skrá sig til leiks og ætlar að styðja það fólk sem gerir Open æfingarnar í hennar stöð. Í fyrsta sinn í sextán ár mun hins vegar Anníe Mist ekki taka þátt í The Open, upphafshluta undankeppni heimsleikanna. Þetta eru því stór tímamót, ekki aðeins fyrir hana heldur einnig fyrir íþróttina. Hún gagnrýndi aðgerðarleysi og ábyrgðarleysi yfirmanna CrossFit samtakanna og vill sjá meira gagnsæi. Það kallaði auðvitað á mikla gagnrýni að niðurstöðru rannsóknar um dauðaslysið á síðustu heimsleikum voru ekki gerðar opinberar. Enginn hjá CrossFit samtökunum tók heldur neina ábyrgð á því sem gerðist. Yfir 34 þúsund manns hafa líkað við myndbandið hennar Anníe á Instagram og yfir fjórtán hundruð manns hafa tjáð sig um það. Ein af þeim sem hefur tjáð sig um myndbandið og sent sinn stuðning er CrossFit goðsögnin og tvöfaldi heimsmeistarinn Katrín Tanja Davíðsdóttir. @anniethorisdottir „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér og gera það sem þú telur vera rétt sama hversu erfitt það er,“ skrifaði Katrín Tanja í athugasemdum. Claire Fikowski, eiginkona CrossFit stjörnunnar Brent Fikowski, kemst líka vel að orði í sinni athugasemd. „Það eina sem er erfiðara að taka slíka ákvörðun er að deila henni með öllum heiminum. Stolt af þér Anníe,,“ skrifaði Claire. Það eru auðvitað alls konar skoðanir og kenningar settar fram í öllum þessum athugasemdum. Sumir gagnrýna Anníe og benda á það að hún sé að styðja CrossFit samtökin með rekstri stöðvar sinnar CrossFit Reykjavík. Það sem er kannski mikilvægast er að Anníe hefir opnað fyrir mikilvæga umræðu og séð til þess að það er enn meiri pressa á yfirmönnum CrossFit samtakanna að hafa öryggismálin áfram á oddinum. Það er svo sannarlega þörf á því að taka til í þeim málum. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Í beinni: Athletic Bilbao - Barcelona | Meistararnir stimpla sig út Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Sjá meira
Anníe Mist tók upp myndband þar sem hún útskýrði ákvörðun sína og það var augljóst öllum sem á horfðu hversu erfitt það var fyrir hana að taka þessa ákvörðun. Hún tók það líka fram að hún dæmi engan fyrir að skrá sig til leiks og ætlar að styðja það fólk sem gerir Open æfingarnar í hennar stöð. Í fyrsta sinn í sextán ár mun hins vegar Anníe Mist ekki taka þátt í The Open, upphafshluta undankeppni heimsleikanna. Þetta eru því stór tímamót, ekki aðeins fyrir hana heldur einnig fyrir íþróttina. Hún gagnrýndi aðgerðarleysi og ábyrgðarleysi yfirmanna CrossFit samtakanna og vill sjá meira gagnsæi. Það kallaði auðvitað á mikla gagnrýni að niðurstöðru rannsóknar um dauðaslysið á síðustu heimsleikum voru ekki gerðar opinberar. Enginn hjá CrossFit samtökunum tók heldur neina ábyrgð á því sem gerðist. Yfir 34 þúsund manns hafa líkað við myndbandið hennar Anníe á Instagram og yfir fjórtán hundruð manns hafa tjáð sig um það. Ein af þeim sem hefur tjáð sig um myndbandið og sent sinn stuðning er CrossFit goðsögnin og tvöfaldi heimsmeistarinn Katrín Tanja Davíðsdóttir. @anniethorisdottir „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér og gera það sem þú telur vera rétt sama hversu erfitt það er,“ skrifaði Katrín Tanja í athugasemdum. Claire Fikowski, eiginkona CrossFit stjörnunnar Brent Fikowski, kemst líka vel að orði í sinni athugasemd. „Það eina sem er erfiðara að taka slíka ákvörðun er að deila henni með öllum heiminum. Stolt af þér Anníe,,“ skrifaði Claire. Það eru auðvitað alls konar skoðanir og kenningar settar fram í öllum þessum athugasemdum. Sumir gagnrýna Anníe og benda á það að hún sé að styðja CrossFit samtökin með rekstri stöðvar sinnar CrossFit Reykjavík. Það sem er kannski mikilvægast er að Anníe hefir opnað fyrir mikilvæga umræðu og séð til þess að það er enn meiri pressa á yfirmönnum CrossFit samtakanna að hafa öryggismálin áfram á oddinum. Það er svo sannarlega þörf á því að taka til í þeim málum. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Í beinni: Athletic Bilbao - Barcelona | Meistararnir stimpla sig út Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Sjá meira