Söguleg skipun Agnesar Árni Sæberg skrifar 3. febrúar 2025 15:18 E. Agnes er nýr yfirlögregluþjónn rannsóknarsviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Grímur Grímsson sinnti þeirri stöðu áður en hann var kjörinn á Alþingi. Vísir E. Agnes Eide Kristínardóttir hefur verið skipuð yfirlögregluþjónn rannsóknarsviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún er fyrsta konan til að gegna stöðu yfirlögregluþjóns hjá embættinu. Á sama tíma er stokkað upp í stöðum aðstoðaryfirlögregluþjóna. Þetta kemur fram í uppfærðum tengiliðalista fyrir Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, sem fjölmiðlum barst síðdegis. Þar kemur fram að samhliða því að E. Agnes var skipuð yfirlögregluþjónn hafi Ævar Pálmi Pálmason tekið við starfi hennar sem aðstoðaryfirlögregluþjónn skipulagðrar glæpastarfsemi. Ævar Pálmi var áður aðstoðaryfirlögregluþjónn kynferðisbrota. Í tilkynningunni segir að Bylgja Hrönn Baldursdóttir hafi tekið við þeirri stöðu af honum. Í samtali við Vísi segir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að fimm hafi sótt um embætti yfirlögregluþjóns. Þá sé skipunin merkileg fyrir þær sakir að kona hafi aldrei áður gengt stöðunni hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ævar Pálmi sótti um Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Gunnar Rúnar að einn þeirra fimm sem sóttu um hefi dregið umsókn sína til baka. Umsækjendur hafi auk Agnesar verið þeir Halldór Rósmundur Guðjónsson, Þórir Ingvarsson og áðurnefndur Ævar Pálmi Pálmason. Stöður aðstoðaryfirlögregluþjóna skipulagðrar brotastarfsemi og kynferðisbrota hafi ekki verið auglýstar heldur hefði verið sett í þær tímabundið. Áratugareynsla Í tilkynningu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um skipun Agnesar segir að hún búi yfir áratugareynslu af lögreglustarfinu, en hún hafi hafið störf hjá lögreglunni í Reykjavík vorið 1991. Agnes hafi starfað þar til ársloka 2006 og síðan hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá ársbyrjun 2007 þegar lögregluliðin á höfuðborgarsvæðinu voru sameinuð. Hún hafi unnið við almenna löggæslu um árabil og síðan í tæknideildinni í rúmlega áratug, sem lögreglufulltrúi. Agnes hafi orðoð aðstoðaryfirlögregluþjónn árið 2020 og stýrt lögreglustöðinni á Vínlandsleið í Reykjavík til 2023. Hún hafi þá tekið við sem aðstoðaryfirlögregluþjónn skipulagðrar brotastarfsemi og gegnt því starfi til síðustu mánaðamóta. „Um leið og við óskum Agnesi innilega til hamingju með ráðninguna væntum við áfram mikils af störfum hennar.“ Lögreglan Vistaskipti Alþingiskosningar 2024 Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Grímur undir feldi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, íhugar alvarlega framboð fyrir Viðreisn í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. 22. október 2024 09:17 Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Nýir þingmenn komu saman á nýliðadegi Alþingis í dag. Þar fengu þeir leiðsögn um húsakynni þingsins, kynntu sér starfsemina og hittust sumir hverjir í fyrsta skipti. Þá var látið vel að mötuneytinu. 13. desember 2024 15:31 Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Mikið hefur verið fjallað um fjölda embættismanna sem voru í framboði til Alþingis í nýafstöðnum kosningum. Þar að auki er fjöldi sveitastjórnarfólks í framboði. Spurningin er hvaða stöður og embætti losna eftir kosningarnar? 1. desember 2024 17:27 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Þetta kemur fram í uppfærðum tengiliðalista fyrir Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, sem fjölmiðlum barst síðdegis. Þar kemur fram að samhliða því að E. Agnes var skipuð yfirlögregluþjónn hafi Ævar Pálmi Pálmason tekið við starfi hennar sem aðstoðaryfirlögregluþjónn skipulagðrar glæpastarfsemi. Ævar Pálmi var áður aðstoðaryfirlögregluþjónn kynferðisbrota. Í tilkynningunni segir að Bylgja Hrönn Baldursdóttir hafi tekið við þeirri stöðu af honum. Í samtali við Vísi segir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að fimm hafi sótt um embætti yfirlögregluþjóns. Þá sé skipunin merkileg fyrir þær sakir að kona hafi aldrei áður gengt stöðunni hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ævar Pálmi sótti um Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Gunnar Rúnar að einn þeirra fimm sem sóttu um hefi dregið umsókn sína til baka. Umsækjendur hafi auk Agnesar verið þeir Halldór Rósmundur Guðjónsson, Þórir Ingvarsson og áðurnefndur Ævar Pálmi Pálmason. Stöður aðstoðaryfirlögregluþjóna skipulagðrar brotastarfsemi og kynferðisbrota hafi ekki verið auglýstar heldur hefði verið sett í þær tímabundið. Áratugareynsla Í tilkynningu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um skipun Agnesar segir að hún búi yfir áratugareynslu af lögreglustarfinu, en hún hafi hafið störf hjá lögreglunni í Reykjavík vorið 1991. Agnes hafi starfað þar til ársloka 2006 og síðan hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá ársbyrjun 2007 þegar lögregluliðin á höfuðborgarsvæðinu voru sameinuð. Hún hafi unnið við almenna löggæslu um árabil og síðan í tæknideildinni í rúmlega áratug, sem lögreglufulltrúi. Agnes hafi orðoð aðstoðaryfirlögregluþjónn árið 2020 og stýrt lögreglustöðinni á Vínlandsleið í Reykjavík til 2023. Hún hafi þá tekið við sem aðstoðaryfirlögregluþjónn skipulagðrar brotastarfsemi og gegnt því starfi til síðustu mánaðamóta. „Um leið og við óskum Agnesi innilega til hamingju með ráðninguna væntum við áfram mikils af störfum hennar.“
Lögreglan Vistaskipti Alþingiskosningar 2024 Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Grímur undir feldi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, íhugar alvarlega framboð fyrir Viðreisn í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. 22. október 2024 09:17 Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Nýir þingmenn komu saman á nýliðadegi Alþingis í dag. Þar fengu þeir leiðsögn um húsakynni þingsins, kynntu sér starfsemina og hittust sumir hverjir í fyrsta skipti. Þá var látið vel að mötuneytinu. 13. desember 2024 15:31 Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Mikið hefur verið fjallað um fjölda embættismanna sem voru í framboði til Alþingis í nýafstöðnum kosningum. Þar að auki er fjöldi sveitastjórnarfólks í framboði. Spurningin er hvaða stöður og embætti losna eftir kosningarnar? 1. desember 2024 17:27 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Grímur undir feldi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, íhugar alvarlega framboð fyrir Viðreisn í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. 22. október 2024 09:17
Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Nýir þingmenn komu saman á nýliðadegi Alþingis í dag. Þar fengu þeir leiðsögn um húsakynni þingsins, kynntu sér starfsemina og hittust sumir hverjir í fyrsta skipti. Þá var látið vel að mötuneytinu. 13. desember 2024 15:31
Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Mikið hefur verið fjallað um fjölda embættismanna sem voru í framboði til Alþingis í nýafstöðnum kosningum. Þar að auki er fjöldi sveitastjórnarfólks í framboði. Spurningin er hvaða stöður og embætti losna eftir kosningarnar? 1. desember 2024 17:27