Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. október 2025 18:02 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, skilur hvorki upp né niður í umfjöllun bresku blaðanna. Vísir/Sigurjón Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, kveðst engan veginn skilja hvaðan breskir blaðamenn hafi fengið þær upplýsingar að ferðamannabólan á Íslandi væri sprungin og að fjöldi ferðamanna hafi dregist saman um ríflega sex prósent. Tölurnar standist enga skoðun og að hans mati sé um að ræða „furðufrétt.“ Það hafi ekki verið nein bóla til að byrja með, og hvað þá að hún sé sprungin. Morgunblaðið birti frétt í morgun þar sem fullyrðingar bresku blaðanna Telegraph og Daily Mail um fækkun ferðamanna á Íslandi eru hraktar. Fullyrt er í fréttum miðlanna, þar sem meðal annars er vísað til gjaldþrots Play, að ferðalangar hafi snúið baki við Íslandi og að samkvæmt íslenskum ferðamálayfirvöldum hafi fjöldi erlendra ferðamanna dregist saman um sex prósent. Í umfjöllun Morgunblaðsins er bent á, með vísan í tölur frá Ferðamálastofu, að fullyrðingarnar standast ekki skoðun. Blaðamaður hafi skrifað „bara eitthvað sem honum datt í hug“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, ræddi þennan óvenjulega fréttaflutning bresku blaðanna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þegar ég sá þetta þá hugsaði ég nú bara eiginlega hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað sem honum dytti í hug. Það var augljóst strax þegar maður sá þetta að þarna var verið að fara rangt með tölur,“ segir Jóhannes. Hann hafi hvergi séð umræddar tölur, sem ráða má af umfjöllun Daily Mail að séu fengnar frá Ferðamálastofu. Þvert á móti sýni raunveruleg gögn fram á allt annað. „Ég hef hvergi séð það neins staða koma fram, enda þarf ekki annað en að fara í Mælaborð ferðaþjónustunnar til að sjá að líklega er fjöldinn á árinu frekar á pari við það sem var í fyrra og mögulega eitt eða tvö prósent upp,“ útskýrir Jóhannes. „Þetta er í rauninni bara einhver furðufrétt,“ vill hann meina. Þá sé þetta ekki í fyrsta sinn sem sami blaðamaður skrifi sambærilegar fréttir „algjörlega að ástæðulausu.“ Takmörkuð áhrif ef dreifingin er lítil Aðspurður segir hann að SAF, og einkum Íslandsstofa, fylgist vel með fréttaumfjöllun um Ísland sem áfangastað. Íslandsstofa sé að skoða dreifinguna á umræddum fréttum og meta hvort tilefni sé til að bregðast við með einhverjum hætti. Það komi þá í hlut Íslandsstofu og annarra aðila á þessum markaði. „Ég held að það sé alveg öruggt að það verður réttum skilaboðum komið til skila,“ segir Jóhannes. Erfitt sé að segja til um hvort fréttir af þessum toga hafi neikvæð áhrif eða fælingarmátt sem komi fram í fækkun ferðamanna. Jóhannes kveðst hafa takmarkaðar áhyggjur af einstökum fréttum á borð við þá sem birtist í Daily Mail, svo lengi sem þær fari ekki í mikla dreifingu. „Hættan er við svona fréttir að þær séu pikkaðar upp af alls konar öðrum miðlum, farnar að slæðast inn í alls konar ferðablogg og ferðamagasín hér og þar og verði þannig einhvers konar viðtekin sannindi, ef svo má segja, þótt að vitlaus séu. En við höfum nú ekki séð, alla vega ekki ennþá, að þetta sé eitthvað á þeirri leið,“ segir Jóhannes. Þrátt fyrir rangar upplýsingar sem settar eru fram í fréttinni segir Jóhannes hins vegar rétt að áhugi fyrir Íslandi á breskum markaði sé að dofna. Það sé hins vegar markaðsherferð í undirbúningi sem stendur til að beina að breskum markaði sérstaklega. Ferðaþjónusta Gjaldþrot Play Fjölmiðlar Bretland Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Sjá meira
Morgunblaðið birti frétt í morgun þar sem fullyrðingar bresku blaðanna Telegraph og Daily Mail um fækkun ferðamanna á Íslandi eru hraktar. Fullyrt er í fréttum miðlanna, þar sem meðal annars er vísað til gjaldþrots Play, að ferðalangar hafi snúið baki við Íslandi og að samkvæmt íslenskum ferðamálayfirvöldum hafi fjöldi erlendra ferðamanna dregist saman um sex prósent. Í umfjöllun Morgunblaðsins er bent á, með vísan í tölur frá Ferðamálastofu, að fullyrðingarnar standast ekki skoðun. Blaðamaður hafi skrifað „bara eitthvað sem honum datt í hug“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, ræddi þennan óvenjulega fréttaflutning bresku blaðanna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þegar ég sá þetta þá hugsaði ég nú bara eiginlega hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað sem honum dytti í hug. Það var augljóst strax þegar maður sá þetta að þarna var verið að fara rangt með tölur,“ segir Jóhannes. Hann hafi hvergi séð umræddar tölur, sem ráða má af umfjöllun Daily Mail að séu fengnar frá Ferðamálastofu. Þvert á móti sýni raunveruleg gögn fram á allt annað. „Ég hef hvergi séð það neins staða koma fram, enda þarf ekki annað en að fara í Mælaborð ferðaþjónustunnar til að sjá að líklega er fjöldinn á árinu frekar á pari við það sem var í fyrra og mögulega eitt eða tvö prósent upp,“ útskýrir Jóhannes. „Þetta er í rauninni bara einhver furðufrétt,“ vill hann meina. Þá sé þetta ekki í fyrsta sinn sem sami blaðamaður skrifi sambærilegar fréttir „algjörlega að ástæðulausu.“ Takmörkuð áhrif ef dreifingin er lítil Aðspurður segir hann að SAF, og einkum Íslandsstofa, fylgist vel með fréttaumfjöllun um Ísland sem áfangastað. Íslandsstofa sé að skoða dreifinguna á umræddum fréttum og meta hvort tilefni sé til að bregðast við með einhverjum hætti. Það komi þá í hlut Íslandsstofu og annarra aðila á þessum markaði. „Ég held að það sé alveg öruggt að það verður réttum skilaboðum komið til skila,“ segir Jóhannes. Erfitt sé að segja til um hvort fréttir af þessum toga hafi neikvæð áhrif eða fælingarmátt sem komi fram í fækkun ferðamanna. Jóhannes kveðst hafa takmarkaðar áhyggjur af einstökum fréttum á borð við þá sem birtist í Daily Mail, svo lengi sem þær fari ekki í mikla dreifingu. „Hættan er við svona fréttir að þær séu pikkaðar upp af alls konar öðrum miðlum, farnar að slæðast inn í alls konar ferðablogg og ferðamagasín hér og þar og verði þannig einhvers konar viðtekin sannindi, ef svo má segja, þótt að vitlaus séu. En við höfum nú ekki séð, alla vega ekki ennþá, að þetta sé eitthvað á þeirri leið,“ segir Jóhannes. Þrátt fyrir rangar upplýsingar sem settar eru fram í fréttinni segir Jóhannes hins vegar rétt að áhugi fyrir Íslandi á breskum markaði sé að dofna. Það sé hins vegar markaðsherferð í undirbúningi sem stendur til að beina að breskum markaði sérstaklega.
Ferðaþjónusta Gjaldþrot Play Fjölmiðlar Bretland Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Sjá meira