Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2025 07:16 Leikstjórnandinn Josh Allen fagnar sigri Buffalo Bills í nótt en með honum tryggði liðið sér sæti í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar. Getty/Kevin Sabitus Buffalo Bills og Philadelphia Eagles tryggðu sér sæti í úrslitaleikjum deildanna í úrslitakeppni NFL deildarinnar í nótt. Þar með er ljóst hvaða lið spila um sæti í Super Bowl um næstu helgi. Báðir leikirnir í nótt voru æsispennandi og snjókoma setti svip á báða leiki. Philadelphia Eagles vann fyrst 28-22 sigur á Los Angeles Rams en Buffalo Bills vann svo 27-25 sigur á Baltimore Ravens í svakalegum leik. Þetta þýðir að Kansas City Chiefs tekur á móti Buffalo Bills í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar en Philadelphia Eagles fær Washington Commanders í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. Leikur Buffalo Bills og Baltimore Ravens var um leið uppgjör leikstjórnendanna Josh Allen og Lamar Jackson sem þykja líklegastir til að vera kostir mikilvægustu leikmenn deildarinnar á þessari leiktíð. Lamar Jackson og félagar í Ravens þurfa að sætta sig enn á ný að komast ekki langt í úrslitakeppninni. Hann hefur nú spilaði í sjö ár í deildinni án þess að komast í stóra leikinn. Innherjinn Mark Andrews missti boltann rúmri mínútu fyrir leikslok þegar hann gat jafnað metin í tveggja stiga tilraun og tryggt liði sínu framlengingu. Buffalo hafði komist í 21-10 í leiknum og nýtt sér vel þrjá tapaða bolta hjá Baltimore. Baltimore kom til baka og það munaði engu að þeim tækist að jafna. Þess í stað fáum við enn eina viðureignina á milli Patrick Mahomes og Josh Allen sem hefur hingað til verið mikil veisla. Þeir mætast nú í fjórða sinn á fimm árum í úrslitakeppninni og Chiefs liðið hefur unnið alla hina. Allen á enn eftir að komast í sinn fyrsta Super Bowl. Í sigri Philadelphia Eagles var hlauparinn Saquon Barkley í miklu stuði að vanda en hann fór 205 jarda með boltann og skoraði tvö snertimörk. Eagles vörnin var líka öflug þegar Rams liðið gerði sig líklegt til að fá eitthvað út úr leiknum. NFL Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Sjá meira
Báðir leikirnir í nótt voru æsispennandi og snjókoma setti svip á báða leiki. Philadelphia Eagles vann fyrst 28-22 sigur á Los Angeles Rams en Buffalo Bills vann svo 27-25 sigur á Baltimore Ravens í svakalegum leik. Þetta þýðir að Kansas City Chiefs tekur á móti Buffalo Bills í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar en Philadelphia Eagles fær Washington Commanders í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. Leikur Buffalo Bills og Baltimore Ravens var um leið uppgjör leikstjórnendanna Josh Allen og Lamar Jackson sem þykja líklegastir til að vera kostir mikilvægustu leikmenn deildarinnar á þessari leiktíð. Lamar Jackson og félagar í Ravens þurfa að sætta sig enn á ný að komast ekki langt í úrslitakeppninni. Hann hefur nú spilaði í sjö ár í deildinni án þess að komast í stóra leikinn. Innherjinn Mark Andrews missti boltann rúmri mínútu fyrir leikslok þegar hann gat jafnað metin í tveggja stiga tilraun og tryggt liði sínu framlengingu. Buffalo hafði komist í 21-10 í leiknum og nýtt sér vel þrjá tapaða bolta hjá Baltimore. Baltimore kom til baka og það munaði engu að þeim tækist að jafna. Þess í stað fáum við enn eina viðureignina á milli Patrick Mahomes og Josh Allen sem hefur hingað til verið mikil veisla. Þeir mætast nú í fjórða sinn á fimm árum í úrslitakeppninni og Chiefs liðið hefur unnið alla hina. Allen á enn eftir að komast í sinn fyrsta Super Bowl. Í sigri Philadelphia Eagles var hlauparinn Saquon Barkley í miklu stuði að vanda en hann fór 205 jarda með boltann og skoraði tvö snertimörk. Eagles vörnin var líka öflug þegar Rams liðið gerði sig líklegt til að fá eitthvað út úr leiknum.
NFL Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Sjá meira