„Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Hjörvar Ólafsson skrifar 5. janúar 2025 22:42 Elentínus Guðjón Margeirsson er Keflvíkingur í húð og hár. Mynd/Keflavík Elentínus Guðjón Margeirsson stýrði kvennaliði Keflavíkur í körfubolta til sigurs í frumraun sinni í brúnni hjá liðinu en hann tók við keflinu í stafni liðsins eftir að Friðrik Ingi Rúnarsson lét af störfum suður með sjó um miðjan desember síðastliðinn. „Þetta var heilt yfir bara flott frammistaða hjá liðinu fyrir utan stuttan kafla í upphafi þriðja leikhluta. Liðsvörnin var flott og flæðið var gott í sóknarleiknum fyrir utan smá hik þegar við komum inn í seinni hálfleikinn,“ sagði Elentínus Guðjón eftir sigurinn gegn Val í 12. umferð Bónus-deildarinnar í Blue-höllinni í Keflavík í kvöld. „Anna Ingunn átti stórkostlega innkomu inn í þennan leik og það var frábært að sjá hana geisla af sjálfstrausti og spila svona vel þegar við þurftum á framlagi að halda. Annars áttu allar sem spiluðu í kvöld góðan leik og liðið spilaði heilt yfir vel,“ sagði Elentínus Guðjón enn fremur. „Við fórum vel yfir varnarleikinn okkar í fríinu yfir hátíðarnar og ég var mjög ánægður með hvernig við framkvæmdum það sem við höfum verið að fara yfir hvað varðar vörnina hjá okkur. Sóknarleikurinn var svo lungann úr leiknum góður en við getum bætt okkur á báðum endum vallarins,“ sagði hann. Aðspurður um hvort hann hafi áhuga á að stýra Keflavíkurliðinu áfram sagði Elentínus: „Þetta er mjög skemmtilegur hópur ég hef mjög gaman að því að vinna með þessum leikmönnum. Við höfum rætt málin hvað varðar áframhaldið en það hefur ekkert verið ákveðið. Ég hef klárlega áhuga á að halda áfram að stýra liðinu og klára tímabilið í brúnni.“ Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Sjá meira
„Þetta var heilt yfir bara flott frammistaða hjá liðinu fyrir utan stuttan kafla í upphafi þriðja leikhluta. Liðsvörnin var flott og flæðið var gott í sóknarleiknum fyrir utan smá hik þegar við komum inn í seinni hálfleikinn,“ sagði Elentínus Guðjón eftir sigurinn gegn Val í 12. umferð Bónus-deildarinnar í Blue-höllinni í Keflavík í kvöld. „Anna Ingunn átti stórkostlega innkomu inn í þennan leik og það var frábært að sjá hana geisla af sjálfstrausti og spila svona vel þegar við þurftum á framlagi að halda. Annars áttu allar sem spiluðu í kvöld góðan leik og liðið spilaði heilt yfir vel,“ sagði Elentínus Guðjón enn fremur. „Við fórum vel yfir varnarleikinn okkar í fríinu yfir hátíðarnar og ég var mjög ánægður með hvernig við framkvæmdum það sem við höfum verið að fara yfir hvað varðar vörnina hjá okkur. Sóknarleikurinn var svo lungann úr leiknum góður en við getum bætt okkur á báðum endum vallarins,“ sagði hann. Aðspurður um hvort hann hafi áhuga á að stýra Keflavíkurliðinu áfram sagði Elentínus: „Þetta er mjög skemmtilegur hópur ég hef mjög gaman að því að vinna með þessum leikmönnum. Við höfum rætt málin hvað varðar áframhaldið en það hefur ekkert verið ákveðið. Ég hef klárlega áhuga á að halda áfram að stýra liðinu og klára tímabilið í brúnni.“
Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Sjá meira