Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2024 10:31 Oleksandr Usyk hitti miklu fleiri höggum heldur en Tyson Fury og þar á meðal þessu. Getty/Richard Pelham Tyson Fury tapaði öðru sinni á árinu fyrir Úkraínumanninum Oleksandr Usyk þegar þeir mættust í hnefaleikabardaga í Riyadh í Sádi-Arabíu í gærkvöldi. Allir þrír dómararnir dæmdu bardagann 116-112 Usyk í vil. Úkraínska þjóðin fagnaði þessum sigri en gríðarlegur áhugi var á bardaganum hjá þessari stríðshrjáðu þjóð. Hann er mikil þjóðhetja og ekki minnkaði það við þennan sigur. Fury er vissulega miklu stærri en Usyk var bara of snöggur fyrir hann. Bardaginn fór samt alla leið og mikil spenna var í loftinu þegar úrslitin voru tilkynnt. Stóri Bretinn var aftur á móti alls ekki sáttur. Hann strunsaði fyrst út úr hringum án þess að veita viðtal í sjónvarpsútsendingunni. Seinna ræddi hann þó við fjölmiðlafólk. „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma frá þessum dómurum,“ sagði Tyson Fury eftir bardagann. Hann tapaði líka fyrir Usyk í maí. „Mér finnst ég hafa unnið báða þessa bardaga. Ég mun trúa því þar til dagsins sem ég dey að ég hafi unnið þennan bardaga í kvöld,“ sagði Fury. Oleksandr Usyk tryggði sér með þessum þrjá titla því þetta var titilbardagi í WBC, WBA og WBO. Úkraínumaðurinn talaði vel um andstæðing sinn. „Ég ber mikla virðingu fyrir honum því hann er harður af sér. Tyson Fury gerir mig sterkan. Tyson er frábær andstæðingur. Stór maður. Hann er góður maður. Tyson talar kannski mikið en það bara sýningaleikur,“ sagði Usyk. Usyk þakkaði honum fyrir ótrúlegustu 24 loturnar á hans ferli. Hann segir Fury hafa verið besta mótherja sem hann hafi mætt. Usyk hitti 179 höggum á móti 144 hjá Fury. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Box Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig Úkraína komst yfir Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Sjá meira
Allir þrír dómararnir dæmdu bardagann 116-112 Usyk í vil. Úkraínska þjóðin fagnaði þessum sigri en gríðarlegur áhugi var á bardaganum hjá þessari stríðshrjáðu þjóð. Hann er mikil þjóðhetja og ekki minnkaði það við þennan sigur. Fury er vissulega miklu stærri en Usyk var bara of snöggur fyrir hann. Bardaginn fór samt alla leið og mikil spenna var í loftinu þegar úrslitin voru tilkynnt. Stóri Bretinn var aftur á móti alls ekki sáttur. Hann strunsaði fyrst út úr hringum án þess að veita viðtal í sjónvarpsútsendingunni. Seinna ræddi hann þó við fjölmiðlafólk. „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma frá þessum dómurum,“ sagði Tyson Fury eftir bardagann. Hann tapaði líka fyrir Usyk í maí. „Mér finnst ég hafa unnið báða þessa bardaga. Ég mun trúa því þar til dagsins sem ég dey að ég hafi unnið þennan bardaga í kvöld,“ sagði Fury. Oleksandr Usyk tryggði sér með þessum þrjá titla því þetta var titilbardagi í WBC, WBA og WBO. Úkraínumaðurinn talaði vel um andstæðing sinn. „Ég ber mikla virðingu fyrir honum því hann er harður af sér. Tyson Fury gerir mig sterkan. Tyson er frábær andstæðingur. Stór maður. Hann er góður maður. Tyson talar kannski mikið en það bara sýningaleikur,“ sagði Usyk. Usyk þakkaði honum fyrir ótrúlegustu 24 loturnar á hans ferli. Hann segir Fury hafa verið besta mótherja sem hann hafi mætt. Usyk hitti 179 höggum á móti 144 hjá Fury. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Box Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig Úkraína komst yfir Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Sjá meira