Van Gerwen ætlar ekki að horfa á Luke Littler í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2024 11:31 Michael van Gerwen og Luke Littler eru tveir af vinsælustu spilurunum á HM í pílu. Báðir litríkir karakterar og frábærir spilarar. Getty/Alex Pantling/James Fearn Hollendingurinn Michael van Gerwen komst auðveldlega áfram í þriðju umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti í gærkvöldi en í kvöld er komið að hinum unga og vinsæla Luke Littler. Pressan hefur vanalega verið hvað mest á Van Gerwen fyrir HM í pílukasti enda er hann þrefaldur heimsmeistari. Núna er minna verið að spá í honum en þeim mun meira í hinum sautján ára gamla Littler. Eftir sigur sinn var Van Gerwen spurður að því hvort hann ætlaði að horfa á leikinn hjá Littler í kvöld. „Nei eiginlega ekki. Ég sé hann í hverri viku af hverju ætti ég að hafa áhuga á því,“ sagði Van Gerwen á blaðamannafundi. Sky Sports segir frá. „Við hvern er hann að spila,“ spurði Van Gerwen og svarið var Ryan Meikle. „Ryan Meikle er góður spilari en Luke er miklu sigurstranglegri í leiknum. Ryan spilar frekar hægt þannig að það gæti kannski eitthvað óvænt gerst,“ sagði Van Gerwen. „Hann yrði ekki sá fyrsti til að tapa óvænt í fyrstu umferðinni,“ sagði Van Gerwen og glotti enda að stríða bresku blaðamönnunum í salnum. „Auðvitað býst ég við því að Luke vinni. Það er frábært hvað hann hefur gert fyrir pílukastíþróttina og hann er stórkostlegur,“ sagði Van Gerwen. Þótt að Van Gerwen ætli ekki að horfa þá munu örugglega margir vera límdir við sjónvarpsskjáinn enda mikil spenna fyrir Littler á mótinu. Útsendingin frá seinni hluta sjöunda keppnisdagsins hefst klukkan 18.55 en viðureign Ryan Meikle og Luke Littler er númer þrjú á kvöldinu. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Pílukast Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira
Pressan hefur vanalega verið hvað mest á Van Gerwen fyrir HM í pílukasti enda er hann þrefaldur heimsmeistari. Núna er minna verið að spá í honum en þeim mun meira í hinum sautján ára gamla Littler. Eftir sigur sinn var Van Gerwen spurður að því hvort hann ætlaði að horfa á leikinn hjá Littler í kvöld. „Nei eiginlega ekki. Ég sé hann í hverri viku af hverju ætti ég að hafa áhuga á því,“ sagði Van Gerwen á blaðamannafundi. Sky Sports segir frá. „Við hvern er hann að spila,“ spurði Van Gerwen og svarið var Ryan Meikle. „Ryan Meikle er góður spilari en Luke er miklu sigurstranglegri í leiknum. Ryan spilar frekar hægt þannig að það gæti kannski eitthvað óvænt gerst,“ sagði Van Gerwen. „Hann yrði ekki sá fyrsti til að tapa óvænt í fyrstu umferðinni,“ sagði Van Gerwen og glotti enda að stríða bresku blaðamönnunum í salnum. „Auðvitað býst ég við því að Luke vinni. Það er frábært hvað hann hefur gert fyrir pílukastíþróttina og hann er stórkostlegur,“ sagði Van Gerwen. Þótt að Van Gerwen ætli ekki að horfa þá munu örugglega margir vera límdir við sjónvarpsskjáinn enda mikil spenna fyrir Littler á mótinu. Útsendingin frá seinni hluta sjöunda keppnisdagsins hefst klukkan 18.55 en viðureign Ryan Meikle og Luke Littler er númer þrjú á kvöldinu. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Pílukast Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira