Rak upp stór augu sökum lagavals á HM í pílukasti Aron Guðmundsson skrifar 20. desember 2024 17:32 Raymond van Barneveld (til vinstri) er einn keppenda á HM í pílukasti Vísir/Getty Deilumál utan sviðsljóssins og stóra sviðsins á HM í pílukasti hefur nú verið útkljáð en einn af reynsluboltum mótsins sakaði annan keppanda um að hafa stolið inngöngulagi sínu. Það þykir vel þekkt innan pílukast heimsins að á stærstu mótum ársins er lagið Eye of the Tiger, með hljómsveitinni Survivor, inngöngulag Hollendingsins Raymond van Barneveld. Sá hefur gert sig gildandi í íþróttinni á undanförnum áratugum og stóð meðal annars uppi sem heimsmeistari árið 2007. Barneveld virðist hafa orðið mjög hissa, miðað við færslu sem hann setti inn á samfélagsmiðilinn X, er hann heyrði af því að lítt þekktur króatískur pílukastari að nafni Romeo Grbavac hefði labbað inn á stóra sviðið á HM í pílukasti undir Eye of the Tiger en Króatinn var að taka þátt á sínu fyrsta HM í pílukasti. 🤨Erm ….👁️🐅— Raymond van Barneveld (@Raybar180) December 19, 2024 Lagið virðist ekki hafa kveikt í Grbavac fyrir viðureign hans gegn Callan Rydz í fyrstu umferð HM því þeirri viðureign lauk með 3-0 sigri Rydz. Króatinn sá hins vegar eftir viðureignina að inngöngulag hans hafði farið á flug í tengslum við Raymond van Barneveld en skýring en Grbavac hafði svör á reiðum höndum. Það var ekki ákvörðun hans að nota Eye of the Tiger sem inngöngulag sitt. Grbavac send Barneveld einkaskilaboð á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem að hann útskýrði sína hlið á málinu. „Hæ Barney. Ég valdi ekki þetta lag sem inngöngulag og veit ekki hvers vegna þeir spiluðu það,“ stóð í skilaboðum Grbavac til Barneveld og virðist sem svo að um ruglning hafi verið að ræða hjá skipuleggjendum heimsmeistaramótsins. 😂👍🏼 Ok all is forgiven pal pic.twitter.com/AprAfqHiCS— Raymond van Barneveld (@Raybar180) December 20, 2024 Hollendingurinn reynslumikli tók vel í þessi skilaboð Grbavac. „Allt í góðu vinur. Þér er fyrirgefið,“ stóð í skilaboðunum og lítur Barneveld svo á að aðeins hann megi nota þetta þekkta lag Survivor. Sýnt er frá öllum keppnisdögum HM í pílukasti á Vodafone Sport rásinni. Raymond van Barneveld stígur á stokk annað kvöld undir ljúfum tónum Eye of the Tiger á móti hinum velska Nick Kenny. Sigurvegari þeirrar viðureignar mætir ríkjandi heimsmeistaranum Luke Humphries í þriðju umferð milli jóla og nýars. Pílukast Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Houston knúði fram oddaleik „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sjá meira
Það þykir vel þekkt innan pílukast heimsins að á stærstu mótum ársins er lagið Eye of the Tiger, með hljómsveitinni Survivor, inngöngulag Hollendingsins Raymond van Barneveld. Sá hefur gert sig gildandi í íþróttinni á undanförnum áratugum og stóð meðal annars uppi sem heimsmeistari árið 2007. Barneveld virðist hafa orðið mjög hissa, miðað við færslu sem hann setti inn á samfélagsmiðilinn X, er hann heyrði af því að lítt þekktur króatískur pílukastari að nafni Romeo Grbavac hefði labbað inn á stóra sviðið á HM í pílukasti undir Eye of the Tiger en Króatinn var að taka þátt á sínu fyrsta HM í pílukasti. 🤨Erm ….👁️🐅— Raymond van Barneveld (@Raybar180) December 19, 2024 Lagið virðist ekki hafa kveikt í Grbavac fyrir viðureign hans gegn Callan Rydz í fyrstu umferð HM því þeirri viðureign lauk með 3-0 sigri Rydz. Króatinn sá hins vegar eftir viðureignina að inngöngulag hans hafði farið á flug í tengslum við Raymond van Barneveld en skýring en Grbavac hafði svör á reiðum höndum. Það var ekki ákvörðun hans að nota Eye of the Tiger sem inngöngulag sitt. Grbavac send Barneveld einkaskilaboð á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem að hann útskýrði sína hlið á málinu. „Hæ Barney. Ég valdi ekki þetta lag sem inngöngulag og veit ekki hvers vegna þeir spiluðu það,“ stóð í skilaboðum Grbavac til Barneveld og virðist sem svo að um ruglning hafi verið að ræða hjá skipuleggjendum heimsmeistaramótsins. 😂👍🏼 Ok all is forgiven pal pic.twitter.com/AprAfqHiCS— Raymond van Barneveld (@Raybar180) December 20, 2024 Hollendingurinn reynslumikli tók vel í þessi skilaboð Grbavac. „Allt í góðu vinur. Þér er fyrirgefið,“ stóð í skilaboðunum og lítur Barneveld svo á að aðeins hann megi nota þetta þekkta lag Survivor. Sýnt er frá öllum keppnisdögum HM í pílukasti á Vodafone Sport rásinni. Raymond van Barneveld stígur á stokk annað kvöld undir ljúfum tónum Eye of the Tiger á móti hinum velska Nick Kenny. Sigurvegari þeirrar viðureignar mætir ríkjandi heimsmeistaranum Luke Humphries í þriðju umferð milli jóla og nýars.
Pílukast Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Houston knúði fram oddaleik „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti