Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sindri Sverrisson skrifar 11. desember 2024 08:04 Eygló Fanndal Sturludóttir leyfði fylgjendum Weight Lifting House að fylgjast með æfingu á HM í Barein. @WeightLiftingHouse Læknaneminn Eygló Fanndal Sturludóttir keppir í dag á heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum í Manama í Barein. Hún keppir nú í A-hópi í fyrsta sinn og vill sýna fyrir sjálfri sér og öðrum að hún eigi heima meðal þeirra bestu. Eygló keppir í -71 kg flokki klukkan 14:30 í dag, og er í hópi með til að mynda Ólympíumeistaranum Oliviu Reeves frá Bandaríkjunum. Þegar Eygló byrjar að snara (e. snatch) og jafnhenda (e. clean & jerk) verða stelpurnar í B-hópnum, sem Eygló tilheyrði áður, búnar að ljúka sér af og komið að þeim níu bestu í þyngdarflokknum. Eygló var gripin í skemmtilegt viðtal af Weightlifting House, sem sjá má hér að neðan, þar sem fylgst var með æfingu hennar á HM. Þar lýsti hún álaginu sem fylgir því að vera í læknanámi samhliða því að æfa til að komast á Ólympíuleika og hvernig sér liði að vera meðal þeirra bestu í heimi. Þrátt fyrir að vera Evrópumeistari U23 ára og hafa í haust lyft þyngdum sem hefðu skilað silfri á EM fullorðinna, og 6. sæti á Ólympíuleikunum í París, þá kveðst Eygló finna stundum fyrir „imposter syndrome“ á HM, það er að segja þeirri tilfinningu að hún eigi ekki heima þarna í hópi þeirra bestu. „Hvað er ég að gera hérna?“ „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er í A-hópnum á HM. Markmiðið var að komast í A-hópinn, læra og undirbúa hausinn fyrir það. Það kemur alveg fyrir að maður finni fyrir loddaralíðan (e. Imposter syndrome). Maður er á æfingasvæðinu og sér stelpur eins og Oliviu og hugsar með sér: Hvað er ég að gera hérna? Af hverju er ég hér? Markmiðið núna er auðvitað að lyfta eins þungu og ég get en líka bara að venjast því að vera innan um sterkustu stelpurnar og líða eins og ég eigi heima hérna. Ég vil bara æfa, verða sterkari og koma mér í hóp tíu bestu eða hvað sem þarf því ég vil komast til Los Angeles 2028,“ segir Eygló í viðtalinu við WH, en hún er með skýrt markmið um að komast á næstu Ólympíuleika eftir að hafa rétt misst af farseðlinum til Parísar. Eins og fyrr segir átti Eygló frábært haust og varð Evrópumeistari 23ja ára og yngri í sínum flokki, og setti um leið Norðurlandamet í fullorðinsflokki. Hún lyfti þá 104 kg í snörun og 133 kg í jafnhendingu, eða samtals 237 kg. Árangur Eyglóar var sá besti á mótinu. Eygló verður þriðja íslenska lyftingakonan til að keppa á HM í Barein. Þuríður Erla Helgadóttir varð í 17. sæti í -59 kg flokki. Hún lyfti 82 kg í snörun og 105 kg í jafnhendingu, eða samtals 187 kg. Þetta var fimmta heimsmeistaramót Þuríðar en hún hefur best náð 10. sæti, árið 2017, sem er jafnframt besti árangur íslenskra kvenna á HM til þessa. Amalía Ósk Sigurðardóttir keppti svo í -64 kg flokki í gær og hafnaði í 37. sæti. Hún snaraði 80 kg og jafnhenti 100 kg, og lyfti því samtals 180 kg. Eygló keppir svo eins og fyrr segir klukkan 14:30 í dag. Lyftingar Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Dagskráin í dag: Málin brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Allt á hvolfi í NFL-deildinni Sjá meira
Eygló keppir í -71 kg flokki klukkan 14:30 í dag, og er í hópi með til að mynda Ólympíumeistaranum Oliviu Reeves frá Bandaríkjunum. Þegar Eygló byrjar að snara (e. snatch) og jafnhenda (e. clean & jerk) verða stelpurnar í B-hópnum, sem Eygló tilheyrði áður, búnar að ljúka sér af og komið að þeim níu bestu í þyngdarflokknum. Eygló var gripin í skemmtilegt viðtal af Weightlifting House, sem sjá má hér að neðan, þar sem fylgst var með æfingu hennar á HM. Þar lýsti hún álaginu sem fylgir því að vera í læknanámi samhliða því að æfa til að komast á Ólympíuleika og hvernig sér liði að vera meðal þeirra bestu í heimi. Þrátt fyrir að vera Evrópumeistari U23 ára og hafa í haust lyft þyngdum sem hefðu skilað silfri á EM fullorðinna, og 6. sæti á Ólympíuleikunum í París, þá kveðst Eygló finna stundum fyrir „imposter syndrome“ á HM, það er að segja þeirri tilfinningu að hún eigi ekki heima þarna í hópi þeirra bestu. „Hvað er ég að gera hérna?“ „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er í A-hópnum á HM. Markmiðið var að komast í A-hópinn, læra og undirbúa hausinn fyrir það. Það kemur alveg fyrir að maður finni fyrir loddaralíðan (e. Imposter syndrome). Maður er á æfingasvæðinu og sér stelpur eins og Oliviu og hugsar með sér: Hvað er ég að gera hérna? Af hverju er ég hér? Markmiðið núna er auðvitað að lyfta eins þungu og ég get en líka bara að venjast því að vera innan um sterkustu stelpurnar og líða eins og ég eigi heima hérna. Ég vil bara æfa, verða sterkari og koma mér í hóp tíu bestu eða hvað sem þarf því ég vil komast til Los Angeles 2028,“ segir Eygló í viðtalinu við WH, en hún er með skýrt markmið um að komast á næstu Ólympíuleika eftir að hafa rétt misst af farseðlinum til Parísar. Eins og fyrr segir átti Eygló frábært haust og varð Evrópumeistari 23ja ára og yngri í sínum flokki, og setti um leið Norðurlandamet í fullorðinsflokki. Hún lyfti þá 104 kg í snörun og 133 kg í jafnhendingu, eða samtals 237 kg. Árangur Eyglóar var sá besti á mótinu. Eygló verður þriðja íslenska lyftingakonan til að keppa á HM í Barein. Þuríður Erla Helgadóttir varð í 17. sæti í -59 kg flokki. Hún lyfti 82 kg í snörun og 105 kg í jafnhendingu, eða samtals 187 kg. Þetta var fimmta heimsmeistaramót Þuríðar en hún hefur best náð 10. sæti, árið 2017, sem er jafnframt besti árangur íslenskra kvenna á HM til þessa. Amalía Ósk Sigurðardóttir keppti svo í -64 kg flokki í gær og hafnaði í 37. sæti. Hún snaraði 80 kg og jafnhenti 100 kg, og lyfti því samtals 180 kg. Eygló keppir svo eins og fyrr segir klukkan 14:30 í dag.
Lyftingar Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Dagskráin í dag: Málin brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Allt á hvolfi í NFL-deildinni Sjá meira