Ísland ekki sent fleiri til leiks á HM síðan 2016 Aron Guðmundsson skrifar 9. desember 2024 12:02 Íslenska sundfólkið ásamt teyminu sem þeim fylgir út til Búdapest að Hrafnhildi Lúthersdóttur undanskilinni en hún mun sjá um fjölmiðlaumfjöllun af hópnum á meðan á mótinu stendur. Mynd: Sundsamband Íslands Heimsmeistaramótið í 25m laug hefst á morgun í Búdapest í Ungverjalandi og stendur yfir þar til í lok vikunnar. Sundsamband Íslands sendir að þessu sinni átta keppendur til leiks. Reynslubolta í bland við efnilegt sundfólk. Keppendur frá Íslandi hafa ekki verið fleiri á Heimsmeistaramóti í sundi síðan árið 2016. Ísland á HM í 25 metra laug í sundi: Keppendur á mótinu eru: Birnir Freyr Hálfdánarson SH Einar Margeir Ágústsson ÍA Guðmundur Leó Rafnsson ÍRB Jóhanna Elín Guðmundsdóttir SH Símon Elías Statkevicius SH Snorri Dagur Einarsson SH Snæfríður Sól Jórunnardóttir Alaborg Vala Dís Cicero SH Með þeim eru: Eyleifur Jóhannesson yfirmaður landsliðsmála hjá SSÍ Dadó Fennrir Jasmínuson þjálfari hjá SH Kjell Wormdal þjálfari ÍA Hlynur Sigurðsson sjúkraþjálfari/nuddari Hrafnhildur Lúthersdóttir mun sjá um fjölmiðlaumfjöllun Á Heimsmeistaramóti í 25 metra laug er keppt í undanrásum að morgni í öllum greinum. Sextán bestu sundmennirnir komast í undanúrslit í 50m og 100m greinum en aðeins átta sundmenn komast í úrslit í lengri greinum á borð við 200m, 400m, 800m og 1500 metra sundgreinum. Landsliðsfólk Íslands sem mætir til leiks á HM25 í Búdapest. Keppendur frá Íslandi á HM ekki verið fleiri frá árinu 2016.Mynd: Sundsamband Íslands Fyrir fram er Snæfríður Sól Jórunnardóttur talin næst því að komast í undanúrslit eða úrslit á HM í ár. Samkvæmt útgefnum keppendalistum er Snæfríður með átjánda besta tímann í 100m skriðsundi og áttunda besta tímann inn í 200m skriðsundi og er þannig næst því að komast í undanúrslit eða úrslit af íslensku keppendunum. Á síðasta HM25 árið 2022 varð hún í 11 sæti í 200m skriðsundi. Þá segir í tilkynningu frá sundsambandinu að það verði ekki síður spennandi að fylgjast með Snorra Degi Einarssyni stinga sér til sunds á mótinu. Snorri komst í undanúrslit í 50m bringusundi á Evrópumeistaramótinu í sumar í 50m laug. Þá var Einar Margeir alveg við það að komast í undanúrslit á EM50 í sumar. Þeir Birnir Freyr og Guðmundur Leó eru ungir og efnilegir og hafa báðir náð að komast í undanúrslit á Evrópumeistaramóti unglinga. Það verður því gaman að fylgjast með þeim á stóra sviðinu og hið sama má segja um Völu Dís Cicero, unga sundkonu sem er að stíga sín fyrstu skref á sviði þeirra bestu. Vala Dís er aðeins 16 ára gömul og hefur verið að bæta sig mikið undanfarið ár. Hún gæti komið á óvart á heimsmeistaramótinu í ár en hún mun hefja keppni fyrst af Íslenska sundhópnum og synda 400m skriðsund sem er fyrsta grein mótsins á þriðjudaginn. Strax á eftir henni mun Guðmundur Leó synda 100m baksund og síðan koma þau Símon Elías og Jóhanna Elín, en þau synda bæði 50m flugsund. Símon Elías setti glæsilegt nýtt Íslandsmet í 50 m skriðsundi á ÍM25 í nóvember síðastliðnum Þá keppir Birnir Freyr einnig á þriðjudaginn, en hann syndir 200m fjórsund. Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira
Keppendur frá Íslandi hafa ekki verið fleiri á Heimsmeistaramóti í sundi síðan árið 2016. Ísland á HM í 25 metra laug í sundi: Keppendur á mótinu eru: Birnir Freyr Hálfdánarson SH Einar Margeir Ágústsson ÍA Guðmundur Leó Rafnsson ÍRB Jóhanna Elín Guðmundsdóttir SH Símon Elías Statkevicius SH Snorri Dagur Einarsson SH Snæfríður Sól Jórunnardóttir Alaborg Vala Dís Cicero SH Með þeim eru: Eyleifur Jóhannesson yfirmaður landsliðsmála hjá SSÍ Dadó Fennrir Jasmínuson þjálfari hjá SH Kjell Wormdal þjálfari ÍA Hlynur Sigurðsson sjúkraþjálfari/nuddari Hrafnhildur Lúthersdóttir mun sjá um fjölmiðlaumfjöllun Á Heimsmeistaramóti í 25 metra laug er keppt í undanrásum að morgni í öllum greinum. Sextán bestu sundmennirnir komast í undanúrslit í 50m og 100m greinum en aðeins átta sundmenn komast í úrslit í lengri greinum á borð við 200m, 400m, 800m og 1500 metra sundgreinum. Landsliðsfólk Íslands sem mætir til leiks á HM25 í Búdapest. Keppendur frá Íslandi á HM ekki verið fleiri frá árinu 2016.Mynd: Sundsamband Íslands Fyrir fram er Snæfríður Sól Jórunnardóttur talin næst því að komast í undanúrslit eða úrslit á HM í ár. Samkvæmt útgefnum keppendalistum er Snæfríður með átjánda besta tímann í 100m skriðsundi og áttunda besta tímann inn í 200m skriðsundi og er þannig næst því að komast í undanúrslit eða úrslit af íslensku keppendunum. Á síðasta HM25 árið 2022 varð hún í 11 sæti í 200m skriðsundi. Þá segir í tilkynningu frá sundsambandinu að það verði ekki síður spennandi að fylgjast með Snorra Degi Einarssyni stinga sér til sunds á mótinu. Snorri komst í undanúrslit í 50m bringusundi á Evrópumeistaramótinu í sumar í 50m laug. Þá var Einar Margeir alveg við það að komast í undanúrslit á EM50 í sumar. Þeir Birnir Freyr og Guðmundur Leó eru ungir og efnilegir og hafa báðir náð að komast í undanúrslit á Evrópumeistaramóti unglinga. Það verður því gaman að fylgjast með þeim á stóra sviðinu og hið sama má segja um Völu Dís Cicero, unga sundkonu sem er að stíga sín fyrstu skref á sviði þeirra bestu. Vala Dís er aðeins 16 ára gömul og hefur verið að bæta sig mikið undanfarið ár. Hún gæti komið á óvart á heimsmeistaramótinu í ár en hún mun hefja keppni fyrst af Íslenska sundhópnum og synda 400m skriðsund sem er fyrsta grein mótsins á þriðjudaginn. Strax á eftir henni mun Guðmundur Leó synda 100m baksund og síðan koma þau Símon Elías og Jóhanna Elín, en þau synda bæði 50m flugsund. Símon Elías setti glæsilegt nýtt Íslandsmet í 50 m skriðsundi á ÍM25 í nóvember síðastliðnum Þá keppir Birnir Freyr einnig á þriðjudaginn, en hann syndir 200m fjórsund.
Ísland á HM í 25 metra laug í sundi: Keppendur á mótinu eru: Birnir Freyr Hálfdánarson SH Einar Margeir Ágústsson ÍA Guðmundur Leó Rafnsson ÍRB Jóhanna Elín Guðmundsdóttir SH Símon Elías Statkevicius SH Snorri Dagur Einarsson SH Snæfríður Sól Jórunnardóttir Alaborg Vala Dís Cicero SH Með þeim eru: Eyleifur Jóhannesson yfirmaður landsliðsmála hjá SSÍ Dadó Fennrir Jasmínuson þjálfari hjá SH Kjell Wormdal þjálfari ÍA Hlynur Sigurðsson sjúkraþjálfari/nuddari Hrafnhildur Lúthersdóttir mun sjá um fjölmiðlaumfjöllun
Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira