Aron Leó með mikla yfirburði og tryggði sér beltið Aron Guðmundsson skrifar 9. desember 2024 10:02 Aron Leó tryggði sér veltivigtarbeltið á bardagakvöldi Caged Steel í Doncaster um nýliðna helgi. Samsett mynd Fimm bardagamenn frá Reykjavík MMA tóku þátt á bardagakvöldinu Cage Steel 38 um nýliðna helgi í Doncaster Bardagakvöldið einkenndist af áskorunum en einnig sigrum þar sem að Aron Leó Jóhannsson tryggði sér meistarabeltið í veltivigtarflokki. Upphaflega stóð til að aðeins fjórir keppendur myndu berjast á kvöldinu frá Reykjavík MMA. Þeir Hákoni Örn Arnórsson, Yonatan Francisco Romero Cruz, Jhoan Salinas og Aron Leó Jóhannsson. Skömmu fyrir bardagakvöldið bættist hins vegar Aron Kevinson í hópinn og tók þátt með aðeins klukkustundarfyrirvara eftir að einn bardagakappi kvöldsins dró sig frá keppni. View this post on Instagram A post shared by Reykjavík MMA (@rvkmma) Sterkt upphaf kvöldsins Ekki er hægt að segja annað en að kvöldið hafi byrjað á bombu fyrir Reykjavík MMA þegar að Hákön Örn steig fyrstur í hringinn og rotaði Alex Tamas eftir einungis um hálfa mínútu í fyrstu lotu. „Hákon sýndi gríðarlega áræðni og nákvæmni í sínum fyrstu höggum, sem lofar góðu fyrir framtíð hans í íþróttinni,“ segir í tilkynningu Reykjavík MMA um frammistöðu Hákonar. View this post on Instagram A post shared by Caged Steel® (MMA Promotion) (@caged_steel) Erfitt kvöld fyrir Yonatan Yonatan var næstur í hringinn og varði Bantam-belti sitt í áhugamannaflokki gegn Arnan Oliphant. Þrátt fyrir sterka byrjun á fyrstu lotu, þar sem hann reyndi að stjórna bardaganum með glímutökum, tókst Oliphant að halda honum í skefjum og sigra tvær fyrstu loturnar. Í þriðju lotu jók Yonatan ákefð sína og reyndi að snúa bardaganum sér í vil, en Oliphant hélt yfirhöndinni og sigraði með einróma dómaraákvörðun. Stökk inn með skömmum fyrirvara Þá var röðin komin að Aroni Kevinson sem sló til og mætti Ryan Shaw í búrinu með skömmum fyrirvara. Fyrstu tvær loturnar voru rólegar þar sem Shaw sýndi gott box og hélt Aroni á varfærnum nótum. Í þriðju lotu kom Aron þó sterkur inn og reyndi að ná rothöggi, en Shaw hélt út og vann bardagann á stigum. View this post on Instagram A post shared by Reykjavík MMA (@rvkmma) Vonbrigði hjá Jhoan Salinas Jhoan Salinas mætti Mason Yarrow og stóð sig frábærlega framan af bardaga. Hann sýndi mikla ákefð og átti yfirhöndina þar til Yarrow náði að festa hann í þríhyrningsuppgjafartaki. Þrátt fyrir góða frammistöðu endaði bardaginn með ósigri fyrir Salinas, sem var svekkjandi niðurstaða. View this post on Instagram A post shared by Reykjavík MMA (@rvkmma) Stórsigur hjá Aroni Leó Síðasti bardagi kvöldsins af hálfu Reykjavík MMA var bardagi Arons Leós Jóhannssonar, sem barðist um veltivigtartitilinn í atvinnumannaflokki og mætti þar reynsluboltanum Jonny Brocklesby. Sá átti hins vegar lítið í Aron sem var með yfirburði allt kvöldið. Aron sýndi mikla yfirvegun og stjórn, bæði standandi og í gólfinu, og kláraði bardagann með uppgjafartaki í annarri lotu. „Með þessum sigri undirstrikar Aron Leó stöðu sína sem einn efnilegasti bardagamaður Íslands og er spennandi að fylgjast með hversu langt hann getur náð,“ segir í tilkynningu Reykjavík MMA en þetta var þriðji atvinnumannabardagi Arons í MMA. Hann hefur unnið alla þrjá til þessa. MMA Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Refur á vappi um Brúna minnti á Atla „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjá meira
Upphaflega stóð til að aðeins fjórir keppendur myndu berjast á kvöldinu frá Reykjavík MMA. Þeir Hákoni Örn Arnórsson, Yonatan Francisco Romero Cruz, Jhoan Salinas og Aron Leó Jóhannsson. Skömmu fyrir bardagakvöldið bættist hins vegar Aron Kevinson í hópinn og tók þátt með aðeins klukkustundarfyrirvara eftir að einn bardagakappi kvöldsins dró sig frá keppni. View this post on Instagram A post shared by Reykjavík MMA (@rvkmma) Sterkt upphaf kvöldsins Ekki er hægt að segja annað en að kvöldið hafi byrjað á bombu fyrir Reykjavík MMA þegar að Hákön Örn steig fyrstur í hringinn og rotaði Alex Tamas eftir einungis um hálfa mínútu í fyrstu lotu. „Hákon sýndi gríðarlega áræðni og nákvæmni í sínum fyrstu höggum, sem lofar góðu fyrir framtíð hans í íþróttinni,“ segir í tilkynningu Reykjavík MMA um frammistöðu Hákonar. View this post on Instagram A post shared by Caged Steel® (MMA Promotion) (@caged_steel) Erfitt kvöld fyrir Yonatan Yonatan var næstur í hringinn og varði Bantam-belti sitt í áhugamannaflokki gegn Arnan Oliphant. Þrátt fyrir sterka byrjun á fyrstu lotu, þar sem hann reyndi að stjórna bardaganum með glímutökum, tókst Oliphant að halda honum í skefjum og sigra tvær fyrstu loturnar. Í þriðju lotu jók Yonatan ákefð sína og reyndi að snúa bardaganum sér í vil, en Oliphant hélt yfirhöndinni og sigraði með einróma dómaraákvörðun. Stökk inn með skömmum fyrirvara Þá var röðin komin að Aroni Kevinson sem sló til og mætti Ryan Shaw í búrinu með skömmum fyrirvara. Fyrstu tvær loturnar voru rólegar þar sem Shaw sýndi gott box og hélt Aroni á varfærnum nótum. Í þriðju lotu kom Aron þó sterkur inn og reyndi að ná rothöggi, en Shaw hélt út og vann bardagann á stigum. View this post on Instagram A post shared by Reykjavík MMA (@rvkmma) Vonbrigði hjá Jhoan Salinas Jhoan Salinas mætti Mason Yarrow og stóð sig frábærlega framan af bardaga. Hann sýndi mikla ákefð og átti yfirhöndina þar til Yarrow náði að festa hann í þríhyrningsuppgjafartaki. Þrátt fyrir góða frammistöðu endaði bardaginn með ósigri fyrir Salinas, sem var svekkjandi niðurstaða. View this post on Instagram A post shared by Reykjavík MMA (@rvkmma) Stórsigur hjá Aroni Leó Síðasti bardagi kvöldsins af hálfu Reykjavík MMA var bardagi Arons Leós Jóhannssonar, sem barðist um veltivigtartitilinn í atvinnumannaflokki og mætti þar reynsluboltanum Jonny Brocklesby. Sá átti hins vegar lítið í Aron sem var með yfirburði allt kvöldið. Aron sýndi mikla yfirvegun og stjórn, bæði standandi og í gólfinu, og kláraði bardagann með uppgjafartaki í annarri lotu. „Með þessum sigri undirstrikar Aron Leó stöðu sína sem einn efnilegasti bardagamaður Íslands og er spennandi að fylgjast með hversu langt hann getur náð,“ segir í tilkynningu Reykjavík MMA en þetta var þriðji atvinnumannabardagi Arons í MMA. Hann hefur unnið alla þrjá til þessa.
MMA Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Refur á vappi um Brúna minnti á Atla „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjá meira