Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. desember 2024 12:11 Sigríður Hagalín Björnsdóttir, rithöfundur og blaðamaður, fékk úthlutað tólf mánaða listamannalaunum fyrir næsta ár. Vísir/Vilhelm Sigríður Hagalín Björnsdóttir, rithöfundur og blaðamaður hjá Ríkisútvarpinu, mun ýmist taka sér leyfi eða vinna í hlutastarfi hjá RÚV meðan hún nýtur listamannalauna allt næsta ár. Í dag var tilkynnt hverjir hefðu hlotið náð fyrir augum hinna ýmsu úthlutunarnefnda sem ráða því hverjir fá umsóknir um listamannalaun fyrir næsta ár samþykktar, og hverjir ekki. Sigríður var ein þeirra sem fékk úthlutað úr launasjóði rithöfunda, tólf mánuði, og verður því á listamannalaunum á næsta ári. Störf megi ekki hindra listsköpunina Í samtali við fréttastofu segir Sigríður að samkvæmt reglugerð um starfslaun listamanna skuli þeir sem þeirra njóta ekki gegna öðru starfi sem telst meira en þriðjungur úr stöðugildi meðan þeir fá starfslaun, enda hindri það ekki listamanninn í að sinna verkefninu sem launin voru veitt til. Með öðrum orðum má Sigríður ekki vera í meira en þriðjungsstarfshlutfalli á næsta ári. „Þannig að ég verð ýmist í leyfi eða vinn undir 33% á RÚV á næsta ári, eins og ég hef gert hingað til á meðan ég er á starfslaunum. Ég er svo heppin að eiga skilningsríkan vinnuveitanda sem veitir mér svigrúm til að stilla vinnuna af þannig að ég geti skrifað,“ segir Sigríður. Launin lægri en látið sé Hún segir þó vert að hafa hugfast, þegar listamannalaunin eru annars vegar, að þær 560 þúsund krónur á mánuði sem launin eru, greiðist út í verktöku. „Við eigum eftir að greiða af þeim skatta og launatengd gjöld. Eftir standa um 380.000 krónur á mánuði, sem eru hin raunverulegu listamannalaun.“ Listamannalaun Bókmenntir Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Graham Greene er látinn Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Í dag var tilkynnt hverjir hefðu hlotið náð fyrir augum hinna ýmsu úthlutunarnefnda sem ráða því hverjir fá umsóknir um listamannalaun fyrir næsta ár samþykktar, og hverjir ekki. Sigríður var ein þeirra sem fékk úthlutað úr launasjóði rithöfunda, tólf mánuði, og verður því á listamannalaunum á næsta ári. Störf megi ekki hindra listsköpunina Í samtali við fréttastofu segir Sigríður að samkvæmt reglugerð um starfslaun listamanna skuli þeir sem þeirra njóta ekki gegna öðru starfi sem telst meira en þriðjungur úr stöðugildi meðan þeir fá starfslaun, enda hindri það ekki listamanninn í að sinna verkefninu sem launin voru veitt til. Með öðrum orðum má Sigríður ekki vera í meira en þriðjungsstarfshlutfalli á næsta ári. „Þannig að ég verð ýmist í leyfi eða vinn undir 33% á RÚV á næsta ári, eins og ég hef gert hingað til á meðan ég er á starfslaunum. Ég er svo heppin að eiga skilningsríkan vinnuveitanda sem veitir mér svigrúm til að stilla vinnuna af þannig að ég geti skrifað,“ segir Sigríður. Launin lægri en látið sé Hún segir þó vert að hafa hugfast, þegar listamannalaunin eru annars vegar, að þær 560 þúsund krónur á mánuði sem launin eru, greiðist út í verktöku. „Við eigum eftir að greiða af þeim skatta og launatengd gjöld. Eftir standa um 380.000 krónur á mánuði, sem eru hin raunverulegu listamannalaun.“
Listamannalaun Bókmenntir Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Graham Greene er látinn Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira