Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2024 06:31 Sondra og Trent Williams með son sinn sem fæddist andvana. Trent spilar með San Francisco 49ers sem hefur átt mjög erfitt ár. Getty/Cliff Welch/Twitter Eiginkona sóknarlínumannsins Trent Williams greindi frá því í gær að hún hafi fætt andvana barn. Tveir leikmenn NFL liðsins San Francisco 49ers hafa þar með misst barn á síðustu mánuðum. Þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir San Francisco 49ers, lítið sem ekkert gengið inn á vellinum og margir leikmenn liðsins hafa meiðst illa. Ofan á það eru tveir leikmenn að glíma við mikla sorg eftir að hafa misst barn. Sondra Williams, eiginkona Trent, sagði frá því á samfélagmiðlum að hún hafi eignast soninn Trenton Jr. 24. nóvember síðastliðinn en að hann hafi fæðst andvana. Missti einnig tvíburabróðurinn Hún var komin 35 vikur á leið en hún hafði einnig misst tvíburabróðir Trenton Jr. fyrr á meðgöngunni. „Ég þakka guði fyrir að við gátum tengst í þessar 35 vikur sem og að ég fæddi þig og fékk að halda á þér í örmum mínum. Mér líður betur vitandi að þú þjáðist ekki,“ skrifaði Sondra Williams. Kyle Shanahan, þjálfari San Francisco 49ers, sagði að Trent Williams hafi eytt mestum hlusta af síðustu viku í það syrgja son sinn. Hann hefur líka misst af síðustu leikjum liðsins vegna ökklameiðsla. Allir standa með honum „Þetta er eitthvað sem gerðist í síðustu viku. Hann var á sjúkrahísinu með henni og fékk að hitta hann og kveðja. Hann hefur þurft að glíma við þetta allt saman en við viljum allir styðja hann og standa með honum á þessum erfiðu tímum,“ sagði Shanahan. Fyrr í vetur hafði varnarmaðurinn Charvarius Ward sagt frá því að hann missti eins árs gamla dóttur sína, Amani Joy. Hún fæddist með hjartavandamál. Ward missti í kjölfarið af þremur leikjum liðsins. Erfitt fyrir alla Leikurinn á móti Buffalo Bills um helgina var fyrsti leikur Ward eftir að hafa gengið í gegnum þetta. „Þetta er erfitt fyrir þjálfara. Þetta er erfitt sem vinur og sem fjölskyldumeðlimur. Þetta er erfitt fyrir alla. Við eyðum miklum tíma saman og það er það góða við það að vera hluti af fótboltaliði. Í hverju sem þú lendir, góðu eða slæmu, þá förum við í gegn um það saman,“ sagði Shanahan. Tragic: Prayers up to Trent Williams, his Wife Sondra and the entire family for the loss of their New Born Son Trenton Williams Jr. 🙏❤️My deepest condolences to you @TrentW71. Trent’s wife, Sondra Williams, shared on Instagram “My heart is broken, and my arms are empty.” pic.twitter.com/Z8MKbf5QVZ— 49ers & NFL News 24/7 (@49ersSportsTalk) December 2, 2024 NFL Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Sjá meira
Þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir San Francisco 49ers, lítið sem ekkert gengið inn á vellinum og margir leikmenn liðsins hafa meiðst illa. Ofan á það eru tveir leikmenn að glíma við mikla sorg eftir að hafa misst barn. Sondra Williams, eiginkona Trent, sagði frá því á samfélagmiðlum að hún hafi eignast soninn Trenton Jr. 24. nóvember síðastliðinn en að hann hafi fæðst andvana. Missti einnig tvíburabróðurinn Hún var komin 35 vikur á leið en hún hafði einnig misst tvíburabróðir Trenton Jr. fyrr á meðgöngunni. „Ég þakka guði fyrir að við gátum tengst í þessar 35 vikur sem og að ég fæddi þig og fékk að halda á þér í örmum mínum. Mér líður betur vitandi að þú þjáðist ekki,“ skrifaði Sondra Williams. Kyle Shanahan, þjálfari San Francisco 49ers, sagði að Trent Williams hafi eytt mestum hlusta af síðustu viku í það syrgja son sinn. Hann hefur líka misst af síðustu leikjum liðsins vegna ökklameiðsla. Allir standa með honum „Þetta er eitthvað sem gerðist í síðustu viku. Hann var á sjúkrahísinu með henni og fékk að hitta hann og kveðja. Hann hefur þurft að glíma við þetta allt saman en við viljum allir styðja hann og standa með honum á þessum erfiðu tímum,“ sagði Shanahan. Fyrr í vetur hafði varnarmaðurinn Charvarius Ward sagt frá því að hann missti eins árs gamla dóttur sína, Amani Joy. Hún fæddist með hjartavandamál. Ward missti í kjölfarið af þremur leikjum liðsins. Erfitt fyrir alla Leikurinn á móti Buffalo Bills um helgina var fyrsti leikur Ward eftir að hafa gengið í gegnum þetta. „Þetta er erfitt fyrir þjálfara. Þetta er erfitt sem vinur og sem fjölskyldumeðlimur. Þetta er erfitt fyrir alla. Við eyðum miklum tíma saman og það er það góða við það að vera hluti af fótboltaliði. Í hverju sem þú lendir, góðu eða slæmu, þá förum við í gegn um það saman,“ sagði Shanahan. Tragic: Prayers up to Trent Williams, his Wife Sondra and the entire family for the loss of their New Born Son Trenton Williams Jr. 🙏❤️My deepest condolences to you @TrentW71. Trent’s wife, Sondra Williams, shared on Instagram “My heart is broken, and my arms are empty.” pic.twitter.com/Z8MKbf5QVZ— 49ers & NFL News 24/7 (@49ersSportsTalk) December 2, 2024
NFL Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum