Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sindri Sverrisson skrifar 19. nóvember 2024 12:32 Daniel Dubois rotaði Anthony Joshua á Wembley í september og er heimsmeistari í þungavigt. Getty/Bradley Collyer Hnefaleikakappinn Daniel Dubois, heimsmeistari í þungavigt, hefur boðið Jake Paul í hringinn eftir að Paul hafði betur gegn hinum 58 ára gamla Mike Tyson á föstudaginn. Paul, sem aflaði sér vinsælda á YouTube en hóf svo boxferil sinn fyrir sex árum, birti í dag skilaboð sem hann fékk frá Dubois. Þar spurði Dubois einfaldlega hvort að Paul hefði áhuga á að berjast um „alvöru heimsmeistaratitilinn í þungavigt“, og skoraði á hann að segja já. Paul svaraði því til að Dubois þyrfti einfaldlega að fara í röð, og vill greinilega meina að mikil eftirspurn sé um að fá næsta bardaga á eftir Tyson. Paul skrifaði á Twitter: „Maðurinn er búinn að boxa í 12 ár, með yfir 100 bardaga frá áhugamennsku í atvinnumennsku og barðist í upphitunarbardaga fyrir mig… hahaha,“ en árið 2021 mætti Paul MMA-bardagakappanum Tyron Woodley og einn af fyrri bardögum þess kvölds var þegar Dubois rotaði Joe Cusumano. Man been boxing for 12 years, has over 100 fights between amateur and pro and fought on my undercard…hahahaBut fuck it…I’m going to have Nakisa talk to Frankie Warren and get you in line for the throne. Unlike Artur, at least you have a few thousand fans pic.twitter.com/J2CWIkYRZQ— Jake Paul (@jakepaul) November 19, 2024 Paul virðist hins vegar opinn fyrir því að mæta Dubois. „En fjandinn hafi það… Ég ætla að láta Nakisa [Bidarian, aðstoðarmann Pauls] tala við [Frank] Warren svo þú getir komist í röðina í átt að krúnunni. Öfugt við Artur [Beterbiev] þá ertu alla vega með nokkur þúsund aðdáendur,“ sagði Paul. Artur Beterbiev, heimsmeistari í léttþungavigt, hafði gefið til kynna á samfélagsmiðlum að hann vildi berjast við Paul. „Eftir fjögur ár þá er kominn tími á alvöru áskorun. Sá þig hvorki samþykkja né hafna. Svo hvað ætlarðu að gera?“ skrifaði Beterviev til Paul á Twitter. Box Tengdar fréttir Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Mike Tyson mátti sætta sig við tap í bardaga gegn YouTube-stjörnunni Jake Paul á aðfaranótt laugardags. Tyson segir í færslu á X að hann hafi verið nálægt því að deyja í júní. 17. nóvember 2024 09:01 Vildi ekki rota og meiða Tyson Jake Paul segist ekki hafa viljað rota Mike Tyson í bardaga þeirra í nótt. Paul vann hinn 58 ára Tyson á stigum. 16. nóvember 2024 11:17 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Paul, sem aflaði sér vinsælda á YouTube en hóf svo boxferil sinn fyrir sex árum, birti í dag skilaboð sem hann fékk frá Dubois. Þar spurði Dubois einfaldlega hvort að Paul hefði áhuga á að berjast um „alvöru heimsmeistaratitilinn í þungavigt“, og skoraði á hann að segja já. Paul svaraði því til að Dubois þyrfti einfaldlega að fara í röð, og vill greinilega meina að mikil eftirspurn sé um að fá næsta bardaga á eftir Tyson. Paul skrifaði á Twitter: „Maðurinn er búinn að boxa í 12 ár, með yfir 100 bardaga frá áhugamennsku í atvinnumennsku og barðist í upphitunarbardaga fyrir mig… hahaha,“ en árið 2021 mætti Paul MMA-bardagakappanum Tyron Woodley og einn af fyrri bardögum þess kvölds var þegar Dubois rotaði Joe Cusumano. Man been boxing for 12 years, has over 100 fights between amateur and pro and fought on my undercard…hahahaBut fuck it…I’m going to have Nakisa talk to Frankie Warren and get you in line for the throne. Unlike Artur, at least you have a few thousand fans pic.twitter.com/J2CWIkYRZQ— Jake Paul (@jakepaul) November 19, 2024 Paul virðist hins vegar opinn fyrir því að mæta Dubois. „En fjandinn hafi það… Ég ætla að láta Nakisa [Bidarian, aðstoðarmann Pauls] tala við [Frank] Warren svo þú getir komist í röðina í átt að krúnunni. Öfugt við Artur [Beterbiev] þá ertu alla vega með nokkur þúsund aðdáendur,“ sagði Paul. Artur Beterbiev, heimsmeistari í léttþungavigt, hafði gefið til kynna á samfélagsmiðlum að hann vildi berjast við Paul. „Eftir fjögur ár þá er kominn tími á alvöru áskorun. Sá þig hvorki samþykkja né hafna. Svo hvað ætlarðu að gera?“ skrifaði Beterviev til Paul á Twitter.
Box Tengdar fréttir Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Mike Tyson mátti sætta sig við tap í bardaga gegn YouTube-stjörnunni Jake Paul á aðfaranótt laugardags. Tyson segir í færslu á X að hann hafi verið nálægt því að deyja í júní. 17. nóvember 2024 09:01 Vildi ekki rota og meiða Tyson Jake Paul segist ekki hafa viljað rota Mike Tyson í bardaga þeirra í nótt. Paul vann hinn 58 ára Tyson á stigum. 16. nóvember 2024 11:17 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Mike Tyson mátti sætta sig við tap í bardaga gegn YouTube-stjörnunni Jake Paul á aðfaranótt laugardags. Tyson segir í færslu á X að hann hafi verið nálægt því að deyja í júní. 17. nóvember 2024 09:01
Vildi ekki rota og meiða Tyson Jake Paul segist ekki hafa viljað rota Mike Tyson í bardaga þeirra í nótt. Paul vann hinn 58 ára Tyson á stigum. 16. nóvember 2024 11:17