Þegar að nauðsynjar snúast um viðskipti Davíð Routley skrifar 6. nóvember 2024 09:00 Vatn, húsaskjól, matur snýst allt um viðskipti, en allt eru þetta grunnþarfir samkvæmt Maslow pýramídanum. Hvers konar heim erum við að byggja þegar farið er með grunnþarfir fólks sem vörur háðar gróða? Það ýtir okkur í örvætningafylgni eftir peningum og ýtir undir óöryggi sem er önnur grunnþörf að mati Maslows. Lagalega séð sést að það eru augljós tengsl milli þess að alast upp án þessara skilyrða og á ofbeldishegðun og að fremja strætisglæpi sem gerir líkurnar á að brjóta lög með þessum hætti verulegar. Heilsulega séð getur það valdið gífurlegum skaða heima fyrir ef að foreldrar upplifa óöryggi þar sem börnin þeirra eru einnig líkleg til þess að upplifa óöryggi. Einstaklingar sem upplifa óöryggi eru einnig líklegri til þess að neyta ofur unnar matvörur, eigast við fíkn, geðræn og líkamlega lífstílstengda sjúkdóma. Heimurinn sem ég er að lýsa endurspeglar svolítið okkar veruleika þar sem nauðsynlegar mannlegar þarfir eins og vatn, matur, húsnæði og öryggi - eru vörumerktar og seldar í hagnaðarskyni í staðinn fyrir að þetta séu almenn réttindi fyrir alla. Þetta kerfi sem er knúið áfram af markaðsöflum, hefur tilhneigingu til að forgangsraða þá sem hafa efni á að borga uppsett verð án þess að fá hnút í magann. Á meðan margir sem ekki geta staðið undir þessum kostnaði standa berskjaldaðir. Hugmyndin um að meðhöndla nauðsynjar sem viðskiptavörur getur leitt til mjög djúpstæð misrétti, þar sem aðgangur að lífsnauðsynjum verður forréttindi frekar en trygging. Sem er tap fyrir allt samfélagið. Þessi kaldi veruleiki hefur veruleg siðferðileg og félagsleg áhrif. Það vekur upp spurningar um hvers konar samfélag við viljum skapa. Viljum við samfélag sem er knúið áfram af hagnaði eða byggt á sameiginlegri mannúð og velferð allra? Þegar farið er með grunnþarfir manna sem hagnaðardrifin öfl, er hætta á að skapa vandamál sem við höfum séð í Íslensku samfélagi og annarsstaðar í heiminum, þar sem auðvaldið ræður aðgangi að auðlindum sem eru mikilvægar til þess að lifa af. Í grunninn getur þetta grafið undan félagslegri samheldni og kynt undir ójöfnuð, sem að lokum leiðir okkur í samfélagslegan óstöðugleika. Mannkynið stendur á tímamótum við að ákvarða hvort hagvöxtur og gróði eigi að hafa forgang fram yfir sanngjarnan aðgang að lífsnauðsynjum, eða hvort það eigi að leggja meiri áherslu á sanngirni, sjálfbærni og sameiginlega ábyrgð á velferð hvers annars. Höfundur er einkaþjálfari og yoga kennari sem rekur instagram síðuna wholehealth_wisdom. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Aron Routley Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Vatn, húsaskjól, matur snýst allt um viðskipti, en allt eru þetta grunnþarfir samkvæmt Maslow pýramídanum. Hvers konar heim erum við að byggja þegar farið er með grunnþarfir fólks sem vörur háðar gróða? Það ýtir okkur í örvætningafylgni eftir peningum og ýtir undir óöryggi sem er önnur grunnþörf að mati Maslows. Lagalega séð sést að það eru augljós tengsl milli þess að alast upp án þessara skilyrða og á ofbeldishegðun og að fremja strætisglæpi sem gerir líkurnar á að brjóta lög með þessum hætti verulegar. Heilsulega séð getur það valdið gífurlegum skaða heima fyrir ef að foreldrar upplifa óöryggi þar sem börnin þeirra eru einnig líkleg til þess að upplifa óöryggi. Einstaklingar sem upplifa óöryggi eru einnig líklegri til þess að neyta ofur unnar matvörur, eigast við fíkn, geðræn og líkamlega lífstílstengda sjúkdóma. Heimurinn sem ég er að lýsa endurspeglar svolítið okkar veruleika þar sem nauðsynlegar mannlegar þarfir eins og vatn, matur, húsnæði og öryggi - eru vörumerktar og seldar í hagnaðarskyni í staðinn fyrir að þetta séu almenn réttindi fyrir alla. Þetta kerfi sem er knúið áfram af markaðsöflum, hefur tilhneigingu til að forgangsraða þá sem hafa efni á að borga uppsett verð án þess að fá hnút í magann. Á meðan margir sem ekki geta staðið undir þessum kostnaði standa berskjaldaðir. Hugmyndin um að meðhöndla nauðsynjar sem viðskiptavörur getur leitt til mjög djúpstæð misrétti, þar sem aðgangur að lífsnauðsynjum verður forréttindi frekar en trygging. Sem er tap fyrir allt samfélagið. Þessi kaldi veruleiki hefur veruleg siðferðileg og félagsleg áhrif. Það vekur upp spurningar um hvers konar samfélag við viljum skapa. Viljum við samfélag sem er knúið áfram af hagnaði eða byggt á sameiginlegri mannúð og velferð allra? Þegar farið er með grunnþarfir manna sem hagnaðardrifin öfl, er hætta á að skapa vandamál sem við höfum séð í Íslensku samfélagi og annarsstaðar í heiminum, þar sem auðvaldið ræður aðgangi að auðlindum sem eru mikilvægar til þess að lifa af. Í grunninn getur þetta grafið undan félagslegri samheldni og kynt undir ójöfnuð, sem að lokum leiðir okkur í samfélagslegan óstöðugleika. Mannkynið stendur á tímamótum við að ákvarða hvort hagvöxtur og gróði eigi að hafa forgang fram yfir sanngjarnan aðgang að lífsnauðsynjum, eða hvort það eigi að leggja meiri áherslu á sanngirni, sjálfbærni og sameiginlega ábyrgð á velferð hvers annars. Höfundur er einkaþjálfari og yoga kennari sem rekur instagram síðuna wholehealth_wisdom.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar