Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir og Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifa 30. október 2025 09:31 Bleiki mánuðurinn október er tileinkaður baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Algengasta krabbamein kvenna er brjóstakrabbamein en árlega greinast um þrjú hundruð konur á Íslandi með brjóstakrabbamein og nýgengi eykst ár frá ári. Sem betur fer eru horfur góður hjá flestum þessum konum en því miður ekki öllum. Í bleika mánuðinum í ár er áhersla lögð á þann stóra hóp sem lifir með ólæknandi eða langvinnt krabbamein. Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi krabbameini? Annars vegar er brjóstakrabbameinið á dreifðu stigi strax við greiningu. Það þýðir að krabbameinsfrumur upprunnar í brjósti komast í blóðrás og þaðan til annarra líffæra þar sem þær mynda ný mein, svokölluð meinvörp. Hins vegar er það þegar sjúklingar sem fengið hafa læknandi meðferð við brjóstakrabbameini greinast með meinvörp í öðrum líffærum síðar, stundum mörgum árum eftir að upphaflega krabbameinið greindist. Þetta leiðir því miður enn sem komið er til ólæknandi sjúkdóms. Þegar grunur er um brjóstakrabbamein á dreifðu stigi er greining mikilvæg, bæði til að staðfesta að um brjóstkrabbamein sé að ræða og til að greina undirtegund, sem stýrir meðferð. Gróflega er um að ræða þrjár undirtegundir sem meðhöndlaðar eru með mismunandi lyfjum. Einnig koma aðrir meðferðarmöguleikar til greina, svo sem geislameðferð, í vissum tilvikum. Undanfarna áratugi hafa orðið gríðarlegar framfarir í meðferð brjóstakrabbameina og lyfjaþróun er mjög hröð. Sjúklingar með brjóstakrabbamein á dreifðu stigi lifa því almennt lengur en áður. Hvert tilfelli er þó alltaf einstakt og sumir sjúklingar fá of stuttan tíma á meðan aðrir lifa lengur. Sífellt er leitast við einstaklingsmiða meðferð með því að kanna hvort krabbameinið sýni ákveðin merki sem spá fyrir um svörun við tiltekinni meðferð. Samhliða lífslengjandi lyfjameðferð við krabbameininu er mikilvægt að sinna einnig góðri einkennameðferð í þeirri von að viðhalda lífsgæðum og draga úr aukaverkunum lyfja. Virk hreyfing og endurhæfing er mjög mikilvæg fyrir þennan sjúklingahóp og margir sækja endurhæfingu í Ljósinu sem gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki sem eina sérhæfða endurhæfingarstöðin sem er í boði fyrir krabbameinsgreinda. Ef heilsa leyfir ná sumir að snúa aftur til vinnu, að hluta til eða að fullu, á meðan aðrir geta það ekki. Með núverandi spám um fjölgun nýrra brjóstakrabbameinstilfella og betri meðferð við sjúkdómnum mun áfram fjölga í hópi þeirra sem lifa með ólæknandi brjóstakrabbamein. Það er von okkar að með tímanum muni frekari framfarir í meðferð krabbameina skila því að fleiri sem greinast með ólæknandi krabbamein lifi enn lengur þar sem hægt verði að halda sjúkdómnum niðri með lyfjum í langan tíma, eins og hverjum öðrum langvinnum sjúkdómi. Höfundar eru krabbameinslæknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Bleiki mánuðurinn október er tileinkaður baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Algengasta krabbamein kvenna er brjóstakrabbamein en árlega greinast um þrjú hundruð konur á Íslandi með brjóstakrabbamein og nýgengi eykst ár frá ári. Sem betur fer eru horfur góður hjá flestum þessum konum en því miður ekki öllum. Í bleika mánuðinum í ár er áhersla lögð á þann stóra hóp sem lifir með ólæknandi eða langvinnt krabbamein. Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi krabbameini? Annars vegar er brjóstakrabbameinið á dreifðu stigi strax við greiningu. Það þýðir að krabbameinsfrumur upprunnar í brjósti komast í blóðrás og þaðan til annarra líffæra þar sem þær mynda ný mein, svokölluð meinvörp. Hins vegar er það þegar sjúklingar sem fengið hafa læknandi meðferð við brjóstakrabbameini greinast með meinvörp í öðrum líffærum síðar, stundum mörgum árum eftir að upphaflega krabbameinið greindist. Þetta leiðir því miður enn sem komið er til ólæknandi sjúkdóms. Þegar grunur er um brjóstakrabbamein á dreifðu stigi er greining mikilvæg, bæði til að staðfesta að um brjóstkrabbamein sé að ræða og til að greina undirtegund, sem stýrir meðferð. Gróflega er um að ræða þrjár undirtegundir sem meðhöndlaðar eru með mismunandi lyfjum. Einnig koma aðrir meðferðarmöguleikar til greina, svo sem geislameðferð, í vissum tilvikum. Undanfarna áratugi hafa orðið gríðarlegar framfarir í meðferð brjóstakrabbameina og lyfjaþróun er mjög hröð. Sjúklingar með brjóstakrabbamein á dreifðu stigi lifa því almennt lengur en áður. Hvert tilfelli er þó alltaf einstakt og sumir sjúklingar fá of stuttan tíma á meðan aðrir lifa lengur. Sífellt er leitast við einstaklingsmiða meðferð með því að kanna hvort krabbameinið sýni ákveðin merki sem spá fyrir um svörun við tiltekinni meðferð. Samhliða lífslengjandi lyfjameðferð við krabbameininu er mikilvægt að sinna einnig góðri einkennameðferð í þeirri von að viðhalda lífsgæðum og draga úr aukaverkunum lyfja. Virk hreyfing og endurhæfing er mjög mikilvæg fyrir þennan sjúklingahóp og margir sækja endurhæfingu í Ljósinu sem gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki sem eina sérhæfða endurhæfingarstöðin sem er í boði fyrir krabbameinsgreinda. Ef heilsa leyfir ná sumir að snúa aftur til vinnu, að hluta til eða að fullu, á meðan aðrir geta það ekki. Með núverandi spám um fjölgun nýrra brjóstakrabbameinstilfella og betri meðferð við sjúkdómnum mun áfram fjölga í hópi þeirra sem lifa með ólæknandi brjóstakrabbamein. Það er von okkar að með tímanum muni frekari framfarir í meðferð krabbameina skila því að fleiri sem greinast með ólæknandi krabbamein lifi enn lengur þar sem hægt verði að halda sjúkdómnum niðri með lyfjum í langan tíma, eins og hverjum öðrum langvinnum sjúkdómi. Höfundar eru krabbameinslæknar.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun