Skoðun

Von, hug­rekki og virðing við lok lífs

Ingrid Kuhlman skrifar

Við áramót er eðlilegt að líta bæði til baka og fram á veginn. Árið sem er að líða hefur, líkt og mörg undanfarin ár, minnt okkur á hversu viðkvæmt lífið er og hversu mikilvægt það er að ræða dauðann af heiðarleika, virðingu og mannúð.

Skoðun

Hverjum þjónar kerfið?

Erna Bjarnadóttir skrifar

Mótmæli bænda og fleiri starfstétta í grunnstoðum matvælakeðjunnar eru ekki bundnar við Evrópusambandið eitt og sér þó þær hafi verið mest áberandi hér á landi. Undirliggjandi spenna er miklu víðar og endurspeglar víðtækari þróun í nútíma stefnumótun, þar sem markmið eru skilgreind ofan frá, framkvæmdin flókin og dreifing byrðanna er óljós og þau sem eru aftast í virðiskeðjunni finna fyrir áhrifaleysi.

Skoðun

Vínsalarnir og vit­orðs­menn þeirra

Ögmundur Jónasson skrifar

Samkvæmt íslenskum lögum skal verslun með áfengi vera í höndum Áfengis og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR). Þetta fyrirkomulag hefur þótt stuðla best að stefnu stjórnvalda í áfengis- og vímuefnamálum enda sýnt að frekari markaðsvæðing áfengissölu myndi örva söluna umfram það sem nú gerist.

Skoðun

Við­skilnaður Breta við ESB: Sárs­auki, frelsi og veð­málið um fram­tíðina

Eggert Sigurbergsson skrifar

Eftir áratuga sambúð ákvað Bretland að segja skilið við Evrópusambandið (ESB). Þetta var ekki einungis breyting á tollasamningum heldur sögulegt veðmál um þjóðarhag. Líkingin um að Bretland hafi farið úr „ömurlegu hjónabandi“ og staðið eftir „á nærbuxunum“ lýsir vel þeirri stöðu sem landið hefur verið í undanfarin ár.

Skoðun

Áramótaannáll 2025

Þórir Garðarsson skrifar

Árið 2025 var ekki ár upplýsingaskorts. Það var ár skorts á hlustun. Í umræðunni um ferðaþjónustuna, skattheimtu og opinbera stefnumótun lágu staðreyndirnar fyrir allan tímann. Tölur voru aðgengilegar, reynslan skýr og áhrifin fyrirsjáanleg.

Skoðun

Vonin sem sneri ekki aftur

Sigurður Árni Reynisson skrifar

Ég hef verið án áfengis í langan tíma og ég tel dagana sjaldan lengur, en þeir búa í líkamanum, í viðbrögðunum og í því hvernig ég hlusta. Maður hættir ekki að vera alkahólisti þó maður hætti að drekka.

Skoðun

Ljósa­dýrð loftin gyllir

Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar

Senn nálgast áramót og þá hefur skapast sú hefð að kveðja gamla árið með ljósadýrð og hvelli. Í hugum margra eru flugeldar ómissandi hluti af áramótunum en þeir eru ekki hættulausir og mikilvægt að fara að öllu með gát svo gleðin snúist ekki í angist þegar nýtt ár gengur í garð.

Skoðun

Þegar reglu­gerðir og raun­veru­leiki rekast á

Erna Bjarnadóttir skrifar

Stefnumótun í Evrópu, Íslandi ekki undanskildu, hefur á undanförnum árum í vaxandi mæli verið markmiðadrifin. Loftslagsmarkmið, siðferðismarkmið, útlit landslags eða hvar annars staðar sem fæti er drepið niður.

Skoðun

Hug­mynda­fræði­legur horn­steinn ESB

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Markmiðið með samrunaþróuninni innan Evrópusambandsins og forvera þess frá upphafi, að til verði að lokum evrópskt sambandsríki, var Kristjáni Vigfússyni að yrkisefni í grein á Vísi í gær.

Skoðun

Hinn falski raun­veru­leiki

Kristján Fr. Friðbertsson skrifar

Það er staðreynd að meira en helmingur af öllum athugasemdum, svörum og póstum á samfélagsmiðlum í dag er sjálfvirk smíð úr höndum gervigreindarkerfa. Hátt í 3/4 af myndunum sem þú sérð og hratt vaxandi hluti myndbanda einnig.

Skoðun

Al­var­legar rang­færslur í Hitamálum

Eyþór Eðvarðsson skrifar

Bókin Hitamál eftir Frosta Sigurjónsson, fyrrverandi alþingismann, er kynnt sem gagnrýnin og fræðileg umfjöllun um loftslagsvísindi, loftslagsbreytingar og loftslagsaðgerðir. Hún hefur vakið töluverða athygli og höfundur fjallað um bókina í fjölmiðlum.

Skoðun

Verður Hval­fjörður gerður að einni stærstu rot­þró landsins?

Haraldur Eiríksson skrifar

Í Skipulagsgátt stjórnvalda liggur nú til umsagnar umhverfismatsskýrsla vegna fyrirhugaðs 28.000 tonna svokallaðs landeldis Aurora fiskeldis í Hvalfirði. Um er að ræða aðila sem hafa verið áberandi í sjókvíaeldi hér á landi, með fjármagn og rekstrarlíkan sem að stórum hluta á rætur að rekja til Noregs.

Skoðun

Fleiri á­sælast Græn­land en Trump

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fyrr á árinu samþykkti þing Evrópusambandsins skýrslu um málefni norðurslóða með miklum meirihuta atkvæða þar sem stofnanir þess voru hvattar til að beita sér fyrir því að Grænland færi undir stjórn sambandsins auk Íslands og Noregs. Þá var enn fremur lögð áherzla á mikilvægi náttúruauðlinda landanna fyrir Evrópusambandið.

Skoðun

Mót­mæli frá gras­rótinni eru orðin saga í Evrópu

Erna Bjarnadóttir skrifar

Undanfarna mánuði hafa mótmæli fólks sem starfar í grunninnviðum eins og matvælaframleiðslu og dreifingu á nauðsynjavörum orðið sífellt meira áberandi víða um Evrópu. Skýr hápunktur birtist í Brussel þann 18. desember sl. með fjölmennum mótmælum bænda frá öllum löndum sambandsins.

Skoðun

Er tíma­bili friðar að ljúka árið 2026?

Jun Þór Morikawa skrifar

Evrópa lýkur árinu 2025 í öryggisumhverfi sem er brothættara en nokkru sinni frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Veiking öryggisskuldbindinga Bandaríkjanna, stöðug útvíkkun blandaðra, rússneskra árása og óútreiknanleg stefna Washington í utanríkismálum undir stjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafa sameinast um að ýta álfunni inn í tímabil djúprar stefnumótandi óvissu.

Skoðun

Á­standið, jólavókaflóðið og druslur nú­tímans

Sæunn I. Marinósdóttir skrifar

Þær voru kallaðar föðurlandssvikarar – eða þaðan af verra, íslensku konurnar sem renndu hýru auga til erlendra hermanna hér á landi í seinni heimsstyrjöldinni. Áhyggjur yfirvalda og almennings voru svo ákafar, og uppskera siðgæðiseftirlitsins svo hneykslanleg að staðan í rómantísku lífi kvenna var að eilífu meitluð í þjóðarminnið.

Skoðun

Gerið Ást­hildi Lóu aftur að ráð­herra – taka tvö

Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar

Í framhaldi af góðri grein frá Einari Steingrímssyni í skoðunardálki Vísis langar mig að bæta við nokkrum orðum. Einar er slunginn við að skynja vilja meirihluta landsmanna í fjölmörgum málefnum, þar á meðal í sjónarspilinu mikla, sem átti sér stað við afsögn Ásthildar Lóu úr embætti barna- og menntamálaráðherra núverandi ríkisstjórnar undir forsæti Kristrúnar Frostadóttur.

Skoðun

Mikil­vægi björgunar­sveitanna

Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Við erum einstaklega lánsöm hér á landi að njóta öflugra björgunarsveita um land allt. Björgunarsveitirnar eru bornar uppi af sjálfboðaliðum og með stuðningi almennings, fyrirtækja og hins opinbera. Ég sé ekki hvernig samfélagið myndi standa að jafn öflugum neyðaraðgerðarflota og við búum yfir án þeirra.

Skoðun

Andi hins ó­komna á stjórnarheimilinu?

Jean-Rémi Chareyre skrifar

Enskar bókmenntir hafa að geyma eina þekktustu jólasögu allra tíma, Jólaævintýri eftir Charles Dickens. Þar segir frá nirflinum Ebeneser Scrooge (Skröggur), ríkum einstæðingi sem kann ekki að gleðast, bölvar jólahátíðina í sand og ösku, þrælar út skrifara sínum fyrir lúsarlaun og neitar að hjálpa þeim sem til hans leita.

Skoðun

Var ég ekki nógu mikils virði?

Kristján Friðbertsson skrifar

Ég skrifaði hér um daginn frásögn af dularfullu hvarfi („Fólkið sem hverfur...“). Komu þar við sögu morðtilraunir, diplómatar, möndlugrautur og endurskoðendur. Eins og ég lofaði, held ég áfram að uppljóstra staðreyndirnar bakvið hvarfið. Við þurfum aðeins að skoða krónur og aura.

Skoðun

Þegar jóla­sveinninn kemur ekki á hverri nóttu

Guðlaugur Kristmundsson skrifar

Við njótum nú síðustu klukkustunda aðventunnar og jólin eru yfirvofandi. Þetta er tími hefða, samveru og þess að gefa hvert öðru gaum – stundum með gjöfum, en oftar en ekki með nærveru.

Skoðun

100 lítrar á mínútu

Sigurður Friðleifsson skrifar

Ný Orkuspá Íslands 2025 - 2050, unnin í sameiningu af Landsneti, Umhverfis- og orkustofnun, og Raforkueftirlitinu var kynnt í Hörpu þann 1. desember síðastliðin. Þó að athyglin hafi mikið til beinst að þróun raforkuframleiðslu og notkunar þá gefur orkuspáin líka yfirsýn yfir þróun olíu- og jarðhitanotkunar.

Skoðun

Stöðug­leiki sem við­mið

Arnar Laxdal skrifar

Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga er eðlilegt að rætt sé um breytingar, nýjar áherslur og ólíkar leiðir í stjórn sveitarfélaga. Slík umræða er nauðsynleg. Hún verður þó að byggjast á raunverulegri reynslu af því hvernig mismunandi stjórnarhættir hafa reynst í framkvæmd. Þar getur Snæfellsbær þjónað sem gagnlegt viðmið.

Skoðun

Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert til­búin

Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar

Breytingar reynast fólki misjafnlega erfiðar, og það er ekkert skrítið. Heilinn okkar elskar rútínu, fyrirsjáanleika og það sem hann þekkir. Nýjar aðstæður krefjast orku, nýrra venja og nýs hugsunarháttar, og hið óþekkta getur virkað ógnvekjandi.

Skoðun

Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu?

Margrét Reynisdóttir skrifar

Jólin virðast svo sjálfsagður hluti af íslenskri menningu að maður gæti haldið að við hefðum alltaf haldið þau hátíðleg eins og við gerum í dag. Við tengjum þau við laufabrauð, smákökur, skammdegi, kirkjuferðir og ljós í gluggum í bæjum og þorpum um land allt.

Skoðun