Skoðun

Kar­töflurnar eru of dýrar til að kasta í veiði­þjófa

Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

„Um eitt erum vér Íslendingar allir sammála, en það er nauðsyn þjóðarinnar á rúmgóðri landhelgi. Það er lífsskilyrði framtíðar og farsældar og vor náttúrlegi réttur, sem ríður [brýtur] hvorki í bág við alþjóðalög né samþykktir er sett hafa verið.“ Svo mælti Ásgeir Ásgeirsson forseti Íslands í áramótaræðu sinni árið 1959.

Skoðun

Þögnin í há­skólanum

Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Af hverju talar enginn?Af hverju erum við öll svona varkár, eins og við göngum á eggjaskurnum, gætum þess að rekast ekki í eitthvað ósýnilegt — orð, skoðun, viðhorf sem gæti meitt einhvern?

Skoðun

Neyðar­kall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað

Nú er rykið að setjast á Gaza. Við blasir gríðarleg eyðilegging sem tvö ár af vopnuðum átökum hafa skilið eftir sig. Og í henni miðri eru örmagna almennir borgarar sem hafa upplifað ólýsanlegar þjáningar og missi og búið við stöðugan ótta undir þyt orrustuþota, dróna og sprengjuregns.

Skoðun

Tími til að endur­hugsa hag­vöxt!

Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir og Elva Rakel Jónsdóttir skrifa

Í áratugi höfum við metið árangur þjóða út frá hagvexti, mældum í vergri þjóðarframleiðslu (VÞF eða GDP). En við höfum sjaldan spurt: Hvað kostar þessi vöxtur? Hvernig hefur hann áhrif á heilsu og velsæld fólks, félagslegt réttlæti og auðlindir náttúrunnar sem líf okkar byggir á?

Skoðun

Hvíti stafur menningarinnar

Sigþór U. Hallfreðsson skrifar

Dagur Hvíta stafsins, alþjóðlegur baráttu- og vitundardagur blindra og sjónskertra, er haldinn 15. október ár hvert. Tilgangur dagsins er að vekja athygli á mikilvægi hvíta stafsins sem hjálpartækis og að beina athyglinni að hagsmunamálum blindra og sjónskertra, sérstaklega í tengslum við aðgengi, sjálfstæði og virka samfélagslega þátttöku.

Skoðun

Hafnar­fjörður er leiðandi í jafn­réttis­málum

Valdimar Víðisson skrifar

Hafnarfjörður hefur lengi verið í fararbroddi þegar kemur að jafnréttismálum. Frá árinu 2017 hefur Hafnarfjörður verið með jafnlaunavottun og vorum við fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að hljóta slíka viðurkenningu. Markmið okkar með innleiðingu á formlegu jafnlaunakerfi er skýrt en það er að tryggja að sömu laun séu greidd fyrir sömu eða jafn verðmæt störf, óháð kyni.

Skoðun

Að­ferðar­fræði til að auka áfallaþol þjóða

Böðvar Tómasson skrifar

Aukin stríðsátök í Evrópu og náttúruvá á Reykjanesi hafa áþreifanlega sýnt fram á það hversu brothætt samfélög geta verið. Þessar ógnir hafa afhjúpað takmarkanir hefðbundinna öryggisvarna og áhættumats þjóða, sem oft byggir á því að meta líkur á þekktum ógnum. Þegar óvissan er mikil dugar slík nálgun ekki lengur. 

Skoðun

Mótum fram­tíðina saman

Magnús Þór Jónsson skrifar

Skólamál hafa á undanförnum vikum, mánuðum og árum verið umfangsmikil í samfélagsumræðunni hér á landi. Það er vel, enda er menntun fjárfesting í framtíðinni. Menntun er lykillinn að tækifærum, grunnur að velferð og forsenda þess að Ísland verði áfram samfélag þar sem hver og einn fær að vaxa og dafna.

Skoðun

Hvernig borgar­full­trúar verðmeta tímann þinn

Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar

Allt má kaupa nema tímann segir máltækið en þó kostar hver klukkustund. Fyrir fyrirtæki er tími beinlínis rekstrarkostnaður. Því lengri tíma sem verkefnin taka, því hærra verð á vörunni eða þjónustunni. Fyrir okkur sjálf er tíminn það dýrmætasta sem við eigum.

Skoðun

Lífs­björg okkar er í veði

Hanna Katrín Friðriksson skrifar

Svona komst Geir Hallgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, að orði í ávarpi til þjóðarinnar í Morgunblaðinu þann 15. október 1975. Tilefnið var að á miðnætti hafði reglugerð um 200 sjómílna fiskveiðilögsögu Íslands tekið gildi en Matthías Bjarnason, þáverandi sjávarútvegsráðherra, undirritaði reglugerðina þá um sumarið.

Skoðun

Að henda bókum í börn

Hildur Ýr Ísberg skrifar

Þessa dagana hefur starf mitt verið á dagskrá á kaffistofum og í heitum pottum þessa lands. Ég er nefnilega íslenskukennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð, einum af þeim fjórum skólum sem skylda nemendur sína til þess að lesa Sjálfstætt fólk eftir nóbelskáldið Halldór Laxness. Það er mér því ljúft og skylt að útskýra af hverju mér finnst að við eigum að kenna einmitt þessa bók eftir einmitt þennan mann.

Skoðun

Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu?

Trausti Hjálmarsson skrifar

Allir vilja bændum vel, ef marka má almenna umræðu um landbúnaðarmál og önnur hagsmunamál bænda. Ekki skiptir máli hver á í hlut, eða fyrir hvaða málstað viðkomandi talar; ef málið snertir á hagsmunum bænda þá vill svo skemmtilega til að hans lausn er líka akkúrat sú sem hentar bændum best.

Skoðun

Ein stærð passar ekki fyrir öll

Sigrún Birgisdóttir og Þóra Leósdóttir skrifa

Það er vel þekkt að fólk á einhverfurófi, með eða án greininga hrökklast úr þjónustu eða kemur að lokuðum dyrum á hinum ýmsu stigum heilbrigðis- og félagsþjónustu hér á landi. Þótt vitund um einhverfu hafi aukist síðustu árin þá skortir enn töluvert á að lögbundin þjónusta mæti þörfum þessa hóps.

Skoðun

Ömmur án landa­mæra

Signý Jóhannesdóttir skrifar

Gömul sögn segir að þegar himnafaðirinn sá að hann gat ekki sinnt öllum erindum sem til hans bárust, þá hafi hann skapað ömmur. Ég hef reyndar ekki mikla trú á þessum svokallaða himnaföður en ég veit fyrir víst að ömmur eru ómissandi.

Skoðun

Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Vel­komin í nýja heims­mynd Trumps

Helen Ólafsdóttir skrifar

Ræða Donalds Trump í ísraelska þinginu þann 13. október var ógeðsleg. Þetta var ekkert annað en sjálfsupphafning og opinberun á spillingu í beinni útsendingu. Trump nýtti tækifærið til að þakka Miriam Adelson ísraelsk-amerískum milljarðamæringi fyrir 100 milljón Bandaríkjadala í framlög til kosningabaráttu sinnar og leyndist engum að framlag Miriam átti stóran þátt í að tryggja stuðning Trumps við herrekstur Ísraels.

Skoðun

Ís­land fyrst svo…hvað?

Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Ungir miðflokksmenn komu með nýjar derhúfur á landsþinginu sínu þar sem á stóð Ísland fyrst svo allt hitt. Slagorðið gefur til kynna að Miðflokkurinn sé að kalla eftir einangrunarstefnu. Á einföldu máli er verið að kalla eftir því að hlúa þurfi að hinu gamla góða íslenska samfélagi og stöðva alla alþjóðlega aðstoð.

Skoðun

Hræði­legar að­stæður geta breytt manni til hins betra!

Kristján Hafþórsson skrifar

Við verðum að tala meira saman. Ég þekki það manna best að tala ekki nóg. Ég missti föður minn úr sjálfsvígi þegar ég var 15 ára gamall árið 2007 og er það mitt stærsta áfall. Ég er almennt talinn mjög jákvæður og hress að eðlisfari og er ég ánægður með það.

Skoðun

Hin­segin ung­menni í Hafnar­firði mæta af­gangi

Óskar Steinn Ómarsson skrifar

Um árabil hefur Hafnarfjarðarbær rekið HHH - Hinsegin hitting í Hafnarfirði, fyrir ungmenni á mið- og unglingastigi grunnskóla. Um félagsmiðstöð er að ræða með opnunartíma eitt kvöld í viku og er hún sérstaklega sniðin að þörfum hinsegin ungmenna.

Skoðun

Fram­tíð Fram­sóknar byrjar í gras­rótinni

Jónína Brynjólfsdóttir skrifar

Grasrótin er hjartað í Framsókn. Framsóknarflokkurinn var stofnaður árið 1916 og er uppruni flokksins er einstakur þar sem hann varð til úr grasrótinni. Hann spratt upp úr kaupfélögunum, úr bændastéttinni, úr sveitarfélögunum, úr lífi og starfi venjulegs fólks sem vildi byggja réttlátara samfélag og sá það gat gert meira saman en í sitthvoru lagi.

Skoðun

Af hverju eru Ís­lendingar svona feitir?

Einar Baldvin Árnason skrifar

Í bók sinni Tákn Mannsins frá sjöunda áratug síðustu aldar(e. Man and His Symbols) fjallaði geðlæknirinn Carl Jung m.a um trú meðal frumstæðra ættbálka á svokallaða runnasál. Slík sál er talin fylgjusál mannsins og hún holdgerist yfirleitt í villtu dýri eða plöntu. 

Skoðun

Ís­lenskur Pútínismi

Diana Burkot og Nadya Tolokonnikova skrifa

Hér hefur verið framið ólýsanlegt hermdarverk, svo ómannúðlegt að það á sér enga málsvörn. Ekki einhvers staðar langt í burtu, ekki í Rússlandi, heldur hér á Íslandi. Vestrænir miðlar spyrja okkur gjarnan sömu spurningarinnar: „Af hverju tala svo fáir Rússar gegn Pútín?”

Skoðun

Skemmti­legri borg

Skúli Helgason skrifar

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er ein af fjölskylduperlum Laugardalsins ásamt Laugardalslaug, Grasagarði og íþróttamannvirkjum þar sem öflug félög eins og Þróttur, Ármann, TBR og Skautafélag Reykjavíkur halda uppi fjölbreyttri starfsemi við börn og fjölskyldur.

Skoðun

Þú hengir ekki bakara fyrir smið

Davíð Bergmann skrifar

Nú þegar mesta fréttastorminn hefur lægt er kominn tími á yfirvegaða umræðu. Sannleikurinn er sá að í mörg ár hafa stjórnvöld og samfélagið brugðist ungmennum í vanda og fjölskyldum þeirra með skelfilegum afleiðingum.

Skoðun

Hvaða mennta­kerfi kæri þing­maður?

Hermann Austmar skrifar

Í síðustu viku skrifaði þingmaður í stjórnarmeirihluta grein um íslenska menntakerfið. Menntakerfi í fremstu röð. Hann vildi meina að menntakerfið væri framúrskarandi.

Skoðun

Nýtt Reykja­víkur­módel í leik­skóla­málum

Andri Reyr Haraldsson og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifa

Reykjavíkurborg kynnti nýlega hugmyndir um svokallað „nýtt Reykjavíkurmódel“ í leikskólamálum. Síðan þá hefur mikið verið rætt og ritað um málið – og ekki að ástæðulausu.

Skoðun