Skoðun

Raf­orku­verð: Stórnotendur og al­menningur

Ingvar Júlíus Baldursson skrifar

Eitt af þingmálunum sem liggja fyrir Alþingi nú er breyting á raforkulögum þar sem innleiða á hátternisreglur í raforkuviðskiptum. Tilgangur slíkra reglna er að koma í veg fyrir óeðlileg áhrif aðila á markaði á verðmyndun raforku

Skoðun

Hætt við að hækka ekki skatta á al­menning

Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Ríkisstjórnin ætlar að setja sveitarfélögum skilyrði: Annað hvort hækkið þið skatta á laun íbúanna ykkar í hæsta mögulega útsvar skv. lögum eða sætið skerðingum á framlögum úr Jöfnunarsjóði.

Skoðun

Skattafíkn í skjóli rétt­lætis: Tímavélin stillt á 2012

Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Sagan endurtekur sig, svo mikið er víst. Eftir eitt gott ár í sjávarútvegi og vinstri stjórnin rýkur til og vill tvöfalda veiðigjöld með þeim rökum að um „leiðréttingu“ sé að ræða. Réttlæti, sanngirni og sameiginlegar auðlindir eru frasar sem hljóma vel í ræðum, en þegar betur er að gáð virðist þetta vera nákvæmlega sama viðbragð og árið 2012: skyndileg skattahækkun í kjölfar góðrar afkomu, án tillits til þess hve sveiflukennd atvinnugreinin er.

Skoðun

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar

Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Efni frumvarpsins varðar svokallaða víxlverkun. Verði frumvarpið að lögum verður lífeyrissjóðum óheimilt að taka tillit til greiðslna frá Tryggingastofnun ríkisins við útreikning örorkulífeyris.

Skoðun

Hvers vegna berðu kross?

Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar

Ég hef vanið mig á að bera alltaf kross og eitt sinn var ég spurð:„Af hverju ertu með kross um hálsinn? Af hverju viltu minna þig á þjáningu Krists?“

Skoðun

Þannig gerum við þetta?

Ísak Ernir Kristinsson skrifar

Í nýlegri bókun meirihluta Reykjanesbæjar kemur þetta fram svart á hvítu: „Reykjanesbær sem sveitarfélag sem gætir að fjármunum skattgreiðenda sinna greiðir ekki dráttarvexti.“

Skoðun

Fall­ein­kunn skóla­kerfis?

Helga Þórisdóttir skrifar

Elsta barnið mitt, fætt 1998, lauk menntaskóla eftir fjögur ár af miklum og góðum lærdómi. Efnið var það mikið að sitja þurfti stíft við og langir voru námsdagarnir til að tryggja góðan námsárangur.

Skoðun

Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann

Margrét Reynisdóttir skrifar

Þjónusta er ekki eins og veður – hún er val, hegðun og fagmennska í framkvæmd. Þegar þjónustan stenst væntingar, myndast traust. Þegar hún fer fram úr þeim, myndast tryggð – og salan fylgir á eftir.

Skoðun

Hvar er auðlindarentan?

Birta Karen Tryggvadóttir skrifar

Stjórnarliðar, með forsætisráðherra og atvinnuvegaráðherra í fararbroddi, vísa ítrekað til svonefndrar auðlindarentu í sjávarútvegi. Á mannamáli er auðlindarenta skilgreind sem sá umframhagnaður sem myndast við nýtingu takmarkaðra auðlinda. Í þessum pistli ætlum við að reyna að finna auðlindarentu í sjávarútvegi.

Skoðun

Mið­flokkurinn – Rödd skyn­seminnar í borginni

Ómar Már Jónsson skrifar

„Þetta eru ekki ósanngjarnar kröfur. Þetta eru hóflegar, réttlátar og eðlilegar væntingar.“ Venjulegir íbúar borgarinnar hafa því miður setið á hakanum, ekki síst ungt fólk sem er að koma sér af stað í lífinu.

Skoðun

Virði barna og ung­menna

Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifa

Þegar fjallað er um niðurstöður PISA 2022 eru neikvæðir þættir gjarna dregnir fram en minna fjallað um jákvæða þætti sem þar má sannarlega einnig finna. Í skýrslunni segir að meirihluti íslenskra 15 ára nemenda upplifi almennt góða líðan í skólanum.

Skoðun

Al­þingi gleymir aftur fötluðum börnum

Lúðvík Júlíusson skrifar

Fyrir Alþingi liggur frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks(SSRF). Í greinargerð frumvarpsins er nánast ekkert fjallað um fötluð börn og einnig er því haldið fram að lögfestingin kalli ekki á aðrar lagabreytingar, veiti engin ný réttindi og að lögfestingin kosti ríkissjóð og sveitarfélög ekkert.

Skoðun

Lægri gjöld, fleiri tæki­færi

Bragi Bjarnason skrifar

Sveitarfélagið Árborg er lifandi sveitarfélag í alfaraleið. Uppbygging hefur verið veruleg á undanförnum árum og bæði íbúða- og atvinnuuppbygging hefur sett sterkan svip á bæjarbraginn. Ný íbúðahverfi hafa risið hratt og íbúum fjölgað um 53 prósent frá 2016.

Skoðun

Tölum um stóra valdaframsalsmálið

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Talað hefur verið um það að bókun 35 sé ekki nógu gott heiti þegar rætt er um frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, um að lögfestur verði forgangur innleidds regluverks frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn gagnvart íslenzkri löggjöf þó málið snúist sannarlega um umrædda bókun við samninginn.

Skoðun

Litla landið sem kennir heiminum – Ís­land og þróunar­sam­vinna í gegnum menntun GRÓ skólanna

Verena Karlsdóttir,Hreiðar Þór Valtýsson og Þór Heiðar Ásgeirsson skrifa

Þegar umræðan um þróunarsamvinnu fer af stað beinist athyglin oft að stórum tölum – fjárfestingum, mannúðaraðstoð og fjárstyrkjum sem hljóma stórt og kosta mikið. En það sem oft sést ekki er það sem hefur djúpstæðust og varanlegust áhrif: þekking, hæfni, færni og menntun sem byggir upp getu fólks til að breyta eigin samfélögum innan frá. Í þeim efnum hefur Ísland farið sína eigin leið – og hún hefur reynst áhrifarík.

Skoðun

Gott frum­varp, en hvað með verk­lagið?

Bogi Ragnarsson skrifar

Frumvarp um námsefni sem nú liggur fyrir Alþingi kveður á um aukna fjármögnun og eflingu útgáfu námsefnis. Það er vel. En ef fjármagnið á að nýtast sem skyldi, þarf umgjörðin – það er að segja verklagið, matsviðmiðin og starfsvenjur þróunarsjóðs námsgagna – að styðja við faglega nýsköpun. Annars glatast verðmæt tækifæri.

Skoðun

Augna­blikið

Magnús Jóhann Hjartarson skrifar

Lífið er fullt af litlum augnablikum sem maður reynir að grípa en svo líða þau hjá. Það er búið að vera markmið mitt árið 2025 að reyna vera meira viðstaddur dags daglega á líðandi stundu. Hefur það alls ekki verið létt en sjúklega gefandi á sama tíma.

Skoðun

List­nám er lífs­björg – opið bréf til ráð­herra mennta, fé­lags og heil­brigðis­mála, til stuðnings Söng­skóla Sigurðar Demetz

Dagbjört Andrésdóttir skrifar

Þessar línur eru ritaðar til stuðnings kennara, nemenda og starfsfólks Söngskóla Sigurðar Demetz. Ég útskrifaðist þaðan með burtfararpróf vorið 2023 og á skólinn ásamt nemendum og kennurum, því sérstakan stað í hjarta minu. Þar fékk ég nefnilega að rækta hæfileika mína og stunda söngnám á mínum forsendum, en ég glimi við lögblindu og er með hreyfihömlun. 

Skoðun

Það þarf ekki að biðjast af­sökunar á því að segja satt

Þórður Snær Júlíusson skrifar

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fór í viðtal við Kastljós í vikunni. Þar ræddi hún meðal annars málflutning stjórnarandstöðunnar í umræðu um leiðréttingu veiðigjalda og sagði meðal annars: „Ég hef upplifað það í þinginu, svo ég segi það hreint út, það hefur verið í falsfréttastíl hvernig þetta hefur verið hjá minnihlutanum. Það er verið að hræra í pottinum til þess að skapa ótta, til þess að skapa óvissu.“

Skoðun

„Þegar arki­tektinn fer á flug“ - opin­ber um­ræða á villi­götum

Eyrún Arnarsdóttir skrifar

Í opinberri umræðu undanfarið hefur borið á því að fagurfræði bygginga sé sett undir smásjá með þeim rökum að hún feli í sér óhóflegar kröfur arkitekta sem leiði til þess að gæði fari halloka eða að kostnaður fari fram úr áætlunum. Þessi nálgun byggir á misskilningi sem þarf að leiðrétta.

Skoðun

Börn eru hvorki veiðigjöld né öryggis- og varnar­mál

Grímur Atlason skrifar

Barnaverndarstofa sendi í gær frá sér skýrslu um fjölda barnaverndartilkynninga á árunum 2022 til 2024. Skýrslur og annað sem kemur út á vegum stjórnvalda á tímabilinu 15. júní til 15. ágúst, fær nær enga athygli í samfélagsumræðunni eða í þingsal vegna sumarleyfa.

Skoðun

Í vörn gegn sjálfum sér?

Ólafur Stephensen skrifar

Innlendar kjötafurðastöðvar og tengd fyrirtæki hrepptu vel rúmlega meirihluta heimilda til að flytja inn tollfrjálst nauta-, svína- og alifuglakjöt frá ríkjum Evrópusambandsins, samkvæmt niðurstöðum tollkvótaútboðs sem atvinnuvegaráðuneytið birti fyrr í vikunni. Tollkvótinn fyrir þessar kjöttegundir, samkvæmt tvíhliða samningi Íslands og ESB, er samtals 1.226 tonn á seinni helmingi ársins. Fengu afurðastöðvar og tengd fyrirtæki úthlutað tæplega 745 tonna kvóta, eða 60,8%. Afurðastöðvarnar hafa bætt duglega við sig á fimm árum, en árið 2021 komu 28,73% tollkvóta fyrir þessar kjöttegundir frá ESB í hlut þeirra.

Skoðun

Mig langar að byggja heim með frið og um­lykja með ást

Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Ég er friðarsinni og hef alltaf verið og tel að við Íslendingar ættum alltaf að tala með og stuðla að friði alls staðar, en það telst ekki fínt í dag að tala fyrir friði oftast erum við úthrópuð sem Pútínisti og eða Trumpisti og flestir leggja ekki í það skítkast sem dynur á manni ef maður lætur sér koma til hugar að tala um frið.

Skoðun

Þjóðin stendur með sjúkra­liðum

Sandra B. Franks skrifar

Í nýrri könnun Gallup, sem gerð var í júní 2025 fyrir Sjúkraliðafélag Íslands, kemur skýrt í ljós að þjóðin treystir sjúkraliðum. Yfir 96% landsmanna hafa jákvætt eða mjög jákvætt viðhorf til starfa þeirra og 98% telja þau mikilvægan hluta af heilbrigðiskerfinu. Slíkt traust er ekki gefið, það er áunnið, dag eftir dag í raunverulegu samneyti við fólk í viðkvæmri stöðu.

Skoðun

Vegið að ís­lenska líf­eyris­kerfinu

Björgvin Jón Bjarnason,Þóra Eggertsdóttir,Halldór Kristinsson,Guðmundur Svavarsson,Elsa Björk Pétursdóttir,Jón Ólafur Halldórsson og Arnar Hjaltalín skrifa

Íslenska lífeyriskerfið eins og við þekkjum það hefur byggst upp um áratugaskeið í nánu samstarfi ríkisins og aðila vinnumarkaðarins. Í grunninn er kerfið búið til í kringum þá hugmyndafræði að lífeyrissjóðir tryggi tekjur fólks á vinnumarkaði við starfslok eða þegar áföll knýja dyra, en að ríkið tryggi lágmarksframfærslu þeirra. Með þessum hætti hefur tekist að búa til eignasafn upp á um 8.500 milljarða króna, sem stendur undir stærsta hluta framfærslu íslenskra ellilífeyris- og örorkuþega. Þetta kerfi má líta á sem risavaxið innviðakerfi, þar sem launamenn tryggja eigin framfærslu með framlögum sínum.

Skoðun