764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar 29. október 2025 11:04 Undanfarið hafa bara verið slæmar fréttir um hin ýmsu mál á netinu. Nú seinast þessa ofbeldishópa á netinu. Nú munu koma alls konar sérfræðingar til að segja það sem hefur verið sagt oft áður. „Tala bara við börnin“. Ok, um hvað? Viti þið venjulega fólkið sem hrærist ekki í þessum tölvuleikjaheimi hverju þið eruð raunverulega að leita að? Viti þið hverju þið eruð að reyna að verjast? Hverjar hætturnar eru yfirhöfuð? Ég held að flestum komi þetta á óvart, því miður eru þetta ekki nýjar fréttir fyrir mér. Ég hef ekki persónulega reynslu af þessu ógeði en hef heyrt af því á síðustu tveimur árum eða svo. Fólk segir frá þessu, sögusagnir ganga, ein og ein frétt á okkar fréttamiðlum og svo póstar alltaf einhver „passið ykkur á svona“. Þannig er það þegar maður spilar tölvuleiki nógu mikið, þú lærir hluti sem þú satt best að segja myndir frekar ekki vilja vita. Já, ég er miðaldra kona sem spilar tölvuleiki. Nei, ekki „ó spilarðu Candy Crush og Stardew Valley?“ Ég er föst á andskotanum henni Sister Friede í Dark Souls 3 ok! Ég meina ég spila tölvuleiki „frfr“ eins og þeir yngri segja, og hef í mörg ár. Ég vil ræða þessi ljótu mál, fjárhættuspil, áhættuhegðunina og ofbeldið. Og auðvitað Roblox. Við endum alltaf á Roblox. Hvers vegna vissum við ekki? Það er fátt sem ég raunverulega hræðist á netinu fyrir mig, ég þarf þess ekki lengur. Ég er varla til þar nema sem einhver tölvuleikjaspilari sem allir gera ráð fyrir að sé miðaldra karlmaður svo ég er rosa óspennandi (afsakið miðaldra karlmenn sem spila tölvuleiki, en hey nýi HOMM lítur svaka vel út ekki samt?). En ég hef samt áhyggjur. Af ykkur, ykkur og börnunum ykkar og jafnvel já foreldrum ykkar. Það er ekkert í þessum frumskógi sem er ógn við mig lengur, en því meira sem ég tala við ykkur venjulega fólkið því meira átta ég mig á því hversu lítið þið virðist vita um þennan stafræna heim sem við verðum öll að lifa í nú í þessum nútíma. Hvernig getið þið verndað börnin þegar þið vitið ekki fyrir hverju, hvar hætturnar eru, hvað eru klár teikni um að forða sér og blokka einhvern? Mig grunar að mörgum líði dálítið mikið illa að átta sig á því að það sé heill heimur sem þeir viti ekkert um sem geti verið löngu kominn inn í herbergi barnanna. Það er gott að muna að þetta er ekki ykkur að kenna. Þú getur ekki vitað það sem þú ekki veist af. Ekki frekar en neitt af því sem kom fyrir stúlkuna í Kastljósi í gær er henni að kenna né móður hennar. Ég spilaði leiki á netinu áður en flest ykkar vissu hvað netið var og það fyrir 2000, treystið mér, þetta er eitthvað sem ég raunverulega VEIT! Þetta er ekki ykkur að kenna! Ég veit að fyrir ykkur er mikið af þessum hættum að virka gjörsamlega nýjar og margir varla vita hvernig eigi að koma á foreldrastjórnun á leikjatölvum eða leikjasíðum. Hvað þá eitthvað svona. Svo ég spyr, finnst ykkur ekki líka að við þyrftum meiri, aðgengilegri og ítarlegri fræðslu um netöryggi? Ekki bara fjárhagslegt, áherslan hefur öll verið á það. Veist þú hvar snákagryfjan er? Viti þið hvernig þið getið varist því að svikarar noti gervigreind til að hringja í ykkur með rödd barna þinna? Hvort skilaboðin frá Siggu frænku séu raunveruleg? Kom alveg frá númerið hennar, hún þarf bara 5 þús út af neyðartilfelli. Hvaða samskiptaforrit ætti barnið þitt að hafa aðgang að? Á hvaða aldri? Eru vinir barnanna þinna á netinu raunverulegir? Hvað er að því að 12 ára barn tali við gervigreind, það nennir enginn að tala um Kpop Demon Hunters í 4 klukkutíma, er ekki í lagi að barnið hafi þá gervigreindina til að tala við í staðinn? Er ekki Discord bara ógeð fyrir barnaníðinga? Það er svo margt, ég gæti gert þessa grein 10 sinnum lengri og ekki verið komin með tæmandi lista yfir það hvernig á að lifa öruggu lífi á netinu. Ekki það að neinn myndi nenna að lesa hann, ég myndi ekki nenna að skrifa hann heldur! Við verðum að hætta þessari mítu um að börnin séu innfædd í stafræna heiminum og kunni þetta allt. Þau eru börn! Þau eru berskjaldaðri en þið, þau bara kunna betur á filtera í öppum og hversu sjaldgæfur chicken jockey er. Förum í smá spurningaleik. Nú gerum við ráð fyrir því að það séu sömu foreldrar sem hafa ekkert talað við barnið sitt um netöryggi og vita ekkert um tölvuleiki en ætla að sleppa barninu lausu á netið. A eða B? Er öruggara að barnið spili: A. Minecraft eða B. Roblox? A. God of War eða B. GTA Online? A. Balatro (leikur um að spila póker) eða B. FIFA 2024? Svarið er A. Já í öllum 3. Af mismunandi ástæðum, en ef þú veist ekkert um hætturnar sem eru mismunandi milli leikjanna þá segi ég af meira en 35 ára reynslu af tölvuleikjum að barninu þínu verði betur borgið að spila ofurofbeldi God of War en GTA Online. Út af micro transactions og fjölspilun, ekki ofbeldi. Það eru ekki allar hættur eins. Hætturnar geta líka verið að normalísera fjárhættuspil, eða hvetja til hvatvíslegrar eyðslu. Athugið að ég er ekki að segja að leikir B séu slæmir og það eigi enginn að spila þá. Meina, ok, eftir að Schweine með Glukoza var tekið úr GTA IV, kannski já þann, þetta var svo frábær byrjun! En í fullri alvöru, þetta er svona „á hvaða aldri treystir þú barninu til að fara yfir Miklubraut eitt“ dæmi. Sennilega er einhver aldur sem þér finnst of lágur fyrir það og líka aldur þar sem er orðið óeðlilegt að barnið sé ekki fært um það. Og auðvitað Roblox, alltaf Roblox. Á Vísi skrifaði Kristín Magnúsdóttir grein með titli „Hjálp, barnið mitt spilar Roblox!“ þann 5. ágúst. Ég hvet fólk til að lesa þessa grein því hún hefur mikið til síns máls. Þar telur hún fram þessar 3 reglur sem alltaf skal fylgja, og ég bæti við þessari: sem er að það þarf aldrei neinn sem þú ert að spila við að vita hvers kyns þú ert eða hvers aldurs. Þetta er ein af elstu reglum netsins, aldrei raunverulegt nafn, staðsetning, kyn, eða aldur. Ef allir foreldrar hefðu hennar þekkingu þá væri þetta allt svo miklu auðveldara. En sú þekking hefur greinilega verið keypt með miklum tíma og fyrirhöfn. Roblox er í raun ekki „vondur“ leikur sem slíkur. Á sama hátt og þung umferðargata er ekki „vond“. Hún er hættulegri og þarf meiri aðgát. Hennar sonur er sennilega mjög öruggur þar vegna foreldra sinna. Hins vegar hef ég heyrt sögu af 7 ára dreng í Roblox sem var að segja hverjum sem var nálægur sitt raunverulega nafn, heimilisfang og aldur. Sem betur fer voru í því herbergi unglingsstúlkur sem voru ábyrgar (eins og margir táningar eru) og útskýrðu fyrir honum að hann mætti aldrei segja svona í leiknum. Þessi drengur var í hættu vegna þekkingarleysis. Svona er þetta mismunandi hversu öruggt barnið þitt er algjörlega út frá því hversu mikið fólkið sem barnið er í samskiptum við veit og getur kennt því. Svo er lengri og verri saga um framkomu fyrirtækisins sem á Roblox varðandi barnaníðinga - en við höfum ekki tíma í það því miður. Sviptum börn vinum sínum! Það er nefnilega svo margt sem þarf að varast. 764/O9A er með því allra versta sem þú getur lent í, versta sem ég hef heyrt um hingað til og ég hef ekkert nema samúð með þeim sem hafa lent í þeim. Þetta eru illmenni sem eru bakvið þetta. Ef einhver les þetta sem hefur verið notaður til að recruita fyrir þá, nei, ekki þú. Þeir notuðu þig, jafnvel þótt þú hafir fært þeim aðra krakka þá ert þú ekki vonda manneskjan í þessu og það er mjög mikilvægt að þú vitir það. Vitir að það er ekki vinsælt að kalla eitthvað illsku þessa dagana, það eru allir víst bara óöruggir og líður illa í sálinni... en fólkið bakvið þetta, fólkið sem eru höfuðpaurarnir er með því versta sem þú getur fundið. Þetta eru nihilistar sem eru drifnir af sadisma. Ef þú hefur aldrei hitt svona týpu sem myndi virkilega fíla sig í 764/O9A þá öfunda ég þig. Þetta er mjög sjaldgæft, langflestir sem ég hef hitt og talað við á Discord hafa verið indælt fólk. Ég er hins vegar týpa sem lætur svo illa að stjórn að ég myndi segja ráðherra upp í opið geðið hversu mikið ég hati hana (iykyk) og geri það með stolti. Það leitar enginn þannig fólk uppi til að níðast á. Hins vegar eru börn í viðkvæmri stöðu uppáhalds skotmörk svona illmenna af því þetta gætu verið einu vinirnir sem barnið hefur. Þetta gæti verið gott fólk... eða ekki. Hvernig veistu hvort er? Hegðun fyrst og fremst, góðir vinir lyfta upp og flestir vilja deila því góða sem vinir hafa sagt og gert. Ef vinirnir eru leyndarmál og virðast valda vanlíðan... ja, kannski ekki vinir í raun.. en þú þarft að fara varlega. Það er ekki auðvelt fyrir börn með ADHD, einhverfu, eða sem hefur lent í ofbeldi áður að eignast vini. Þetta er ekki svo auðvelt að þú bannar bara vinina á netinu, hendir barninu í hópíþróttir og vá! Allt leyst, krakkinn með fullt af vinum og alls ekki að lenda aftur í meira ofbeldi... afsakið, ég meinti einelti af því það er alls ekki það sama og raunverulegt ofbeldi. Það væri einfaldara, en lífið er ekki þannig. Hvað getum við gert? Það auðveldasta er að BANNA ALLT! Bara banna alla samfélagsmiðla (nema þá sem þú notar auðvitað, þú þarft þá, ólíkt öðrum sem hafa minni þarfir fyrir slíkt). Svo banna alla tölvuleiki, og banna helst allt nema að sitja í herbergi og lesa Íslendingasögurnar! Versogud! Málið leyst, samfélagið orðið fullkomið. Nei, við vitum öll að það virkar ekki. Sama hversu mikið eldri menntaelítu gaurar myndu vilja. Lærum umferðarreglur! Það þarf fræðslu. Raunverulega fræðslu byggða á raunverulegri þekkingu. Fyrir foreldra, fyrir börn og já fyrir eldri borgara. Netið er bara öruggt ef þú veist hvað þú ert að gera. Það að við kennum börnum umferðarreglur svo allir í samfélaginu viti hvernig á að haga sér og bregðast við í umferðinni en gerum ekki hið sama við netsamfélagið er eiginlega hneyksli. Það þarf raunverulega kennslu í skólum um hvað er viðeigandi á netinu, hvað þú átt aldrei að gera, hvað raunverulegur vinur mun aldrei biðja þig um að gera og hvers vegna það er mikilvægt að segja fullorðnum frá ef það gerist. Ef við getum verið með kynfræðslu sem fylgir börnunum í þroska þá hljótum við að geta gert þetta. Hins vegar leysir það ekki vandamál hinna tveggja hópanna. Það eru raunar fleiri hópar sem nauðsynlega þurfa fræðslu um netöryggi jafnvel ennþá meira eins og fatlaðir og sérstaklega fólk með taugaraskanir. En ókei, við getum víst ekki skyldað fullorðið fólk á námskeið. Svo ég spyr, af hverju getum við ekki gert þó nokkuð af fræðsluefni fyrir hina ýmsu miðla sem fullorðið fólk er á? Sjónvarp, samfélagsmiðla og um, ég veit ekki hvar þið venjulega fólkið fáið ykkar upplýsingar frá. Ekki Eurogamer eða RockPaperShotgun, ef ég skil rétt? Svo væri frábært ef það myndi einhver nenna gamla fólkinu. Fræðsla fyrir eldri borgara og á elliheimilunum. Það er í mikilli hættu á alls konar svikum og þetta er sá hópur sem er hvað auðveldast að kenna ef það er gert rétt. Mín reynsla af eldri borgurum er að upp til hópa hafi þau hvað mesta löngun til að skilja þetta allt, það bara nennir því varla neinn að taka sér tíma til þess. Ekki vera hrædd, þetta er leysanlegt Það væri svo létt fyrir mig að segja ykkur að vera skelfingu lostin. Að gera ykkur hrædd. Það er svo margt sem ég hef séð og veit af sem myndi skelfa ykkur. Leikir sem þið gætuð ekki gert ykkur í hugarlund aðgengilegir börnum nú og margt miklu verra. En ég er í grunninn tölvuleikjaspilari. Mig langar ekkert til að skelfa fólk (ók, smá lygi en ekki ykkur!). Mig langar til að leysa hluti, leysa vandamál. Það er það sem er svo skemmtilegt við leiki, að ólíkt íslenskum raunveruleika er hægt að leysa vandamál í leikjum. Þeir í grunninn snúast um það. Getum við ekki reynt að leysa þessi vandamál? Með fjárhættuspilum, aðgengi ofbeldishópa, stanslausum dysmorphiu-skilaboðum á samfélagsmiðlum, endalausu peningaplokki og tilraunir til að fá börn til að eyða peningum, og allt þetta ljóta. Getum við ekki reynt að vinna saman að því að byrgja brunna í staðinn fyrir að ætla að banna vatn? Jafnvel þótt þið gætuð neyðst til að læra eitthvað um tölvuleiki? Ég vona það. Ég vona einnig að þessar stofnanir sem hafa verið að benda á þetta reyni að setja saman eitthvað fræðsluefni. Núna þegar við vitum, verðum við, að mínu mati, að reyna að koma í veg fyrir að svona komi fyrir fleiri. Meina... börn eru ekki ásættanlegur fórnarkostnaður viljugrar fáfræði? Er það nokkuð? Höfundur spilar tölvuleiki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Netöryggi Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa bara verið slæmar fréttir um hin ýmsu mál á netinu. Nú seinast þessa ofbeldishópa á netinu. Nú munu koma alls konar sérfræðingar til að segja það sem hefur verið sagt oft áður. „Tala bara við börnin“. Ok, um hvað? Viti þið venjulega fólkið sem hrærist ekki í þessum tölvuleikjaheimi hverju þið eruð raunverulega að leita að? Viti þið hverju þið eruð að reyna að verjast? Hverjar hætturnar eru yfirhöfuð? Ég held að flestum komi þetta á óvart, því miður eru þetta ekki nýjar fréttir fyrir mér. Ég hef ekki persónulega reynslu af þessu ógeði en hef heyrt af því á síðustu tveimur árum eða svo. Fólk segir frá þessu, sögusagnir ganga, ein og ein frétt á okkar fréttamiðlum og svo póstar alltaf einhver „passið ykkur á svona“. Þannig er það þegar maður spilar tölvuleiki nógu mikið, þú lærir hluti sem þú satt best að segja myndir frekar ekki vilja vita. Já, ég er miðaldra kona sem spilar tölvuleiki. Nei, ekki „ó spilarðu Candy Crush og Stardew Valley?“ Ég er föst á andskotanum henni Sister Friede í Dark Souls 3 ok! Ég meina ég spila tölvuleiki „frfr“ eins og þeir yngri segja, og hef í mörg ár. Ég vil ræða þessi ljótu mál, fjárhættuspil, áhættuhegðunina og ofbeldið. Og auðvitað Roblox. Við endum alltaf á Roblox. Hvers vegna vissum við ekki? Það er fátt sem ég raunverulega hræðist á netinu fyrir mig, ég þarf þess ekki lengur. Ég er varla til þar nema sem einhver tölvuleikjaspilari sem allir gera ráð fyrir að sé miðaldra karlmaður svo ég er rosa óspennandi (afsakið miðaldra karlmenn sem spila tölvuleiki, en hey nýi HOMM lítur svaka vel út ekki samt?). En ég hef samt áhyggjur. Af ykkur, ykkur og börnunum ykkar og jafnvel já foreldrum ykkar. Það er ekkert í þessum frumskógi sem er ógn við mig lengur, en því meira sem ég tala við ykkur venjulega fólkið því meira átta ég mig á því hversu lítið þið virðist vita um þennan stafræna heim sem við verðum öll að lifa í nú í þessum nútíma. Hvernig getið þið verndað börnin þegar þið vitið ekki fyrir hverju, hvar hætturnar eru, hvað eru klár teikni um að forða sér og blokka einhvern? Mig grunar að mörgum líði dálítið mikið illa að átta sig á því að það sé heill heimur sem þeir viti ekkert um sem geti verið löngu kominn inn í herbergi barnanna. Það er gott að muna að þetta er ekki ykkur að kenna. Þú getur ekki vitað það sem þú ekki veist af. Ekki frekar en neitt af því sem kom fyrir stúlkuna í Kastljósi í gær er henni að kenna né móður hennar. Ég spilaði leiki á netinu áður en flest ykkar vissu hvað netið var og það fyrir 2000, treystið mér, þetta er eitthvað sem ég raunverulega VEIT! Þetta er ekki ykkur að kenna! Ég veit að fyrir ykkur er mikið af þessum hættum að virka gjörsamlega nýjar og margir varla vita hvernig eigi að koma á foreldrastjórnun á leikjatölvum eða leikjasíðum. Hvað þá eitthvað svona. Svo ég spyr, finnst ykkur ekki líka að við þyrftum meiri, aðgengilegri og ítarlegri fræðslu um netöryggi? Ekki bara fjárhagslegt, áherslan hefur öll verið á það. Veist þú hvar snákagryfjan er? Viti þið hvernig þið getið varist því að svikarar noti gervigreind til að hringja í ykkur með rödd barna þinna? Hvort skilaboðin frá Siggu frænku séu raunveruleg? Kom alveg frá númerið hennar, hún þarf bara 5 þús út af neyðartilfelli. Hvaða samskiptaforrit ætti barnið þitt að hafa aðgang að? Á hvaða aldri? Eru vinir barnanna þinna á netinu raunverulegir? Hvað er að því að 12 ára barn tali við gervigreind, það nennir enginn að tala um Kpop Demon Hunters í 4 klukkutíma, er ekki í lagi að barnið hafi þá gervigreindina til að tala við í staðinn? Er ekki Discord bara ógeð fyrir barnaníðinga? Það er svo margt, ég gæti gert þessa grein 10 sinnum lengri og ekki verið komin með tæmandi lista yfir það hvernig á að lifa öruggu lífi á netinu. Ekki það að neinn myndi nenna að lesa hann, ég myndi ekki nenna að skrifa hann heldur! Við verðum að hætta þessari mítu um að börnin séu innfædd í stafræna heiminum og kunni þetta allt. Þau eru börn! Þau eru berskjaldaðri en þið, þau bara kunna betur á filtera í öppum og hversu sjaldgæfur chicken jockey er. Förum í smá spurningaleik. Nú gerum við ráð fyrir því að það séu sömu foreldrar sem hafa ekkert talað við barnið sitt um netöryggi og vita ekkert um tölvuleiki en ætla að sleppa barninu lausu á netið. A eða B? Er öruggara að barnið spili: A. Minecraft eða B. Roblox? A. God of War eða B. GTA Online? A. Balatro (leikur um að spila póker) eða B. FIFA 2024? Svarið er A. Já í öllum 3. Af mismunandi ástæðum, en ef þú veist ekkert um hætturnar sem eru mismunandi milli leikjanna þá segi ég af meira en 35 ára reynslu af tölvuleikjum að barninu þínu verði betur borgið að spila ofurofbeldi God of War en GTA Online. Út af micro transactions og fjölspilun, ekki ofbeldi. Það eru ekki allar hættur eins. Hætturnar geta líka verið að normalísera fjárhættuspil, eða hvetja til hvatvíslegrar eyðslu. Athugið að ég er ekki að segja að leikir B séu slæmir og það eigi enginn að spila þá. Meina, ok, eftir að Schweine með Glukoza var tekið úr GTA IV, kannski já þann, þetta var svo frábær byrjun! En í fullri alvöru, þetta er svona „á hvaða aldri treystir þú barninu til að fara yfir Miklubraut eitt“ dæmi. Sennilega er einhver aldur sem þér finnst of lágur fyrir það og líka aldur þar sem er orðið óeðlilegt að barnið sé ekki fært um það. Og auðvitað Roblox, alltaf Roblox. Á Vísi skrifaði Kristín Magnúsdóttir grein með titli „Hjálp, barnið mitt spilar Roblox!“ þann 5. ágúst. Ég hvet fólk til að lesa þessa grein því hún hefur mikið til síns máls. Þar telur hún fram þessar 3 reglur sem alltaf skal fylgja, og ég bæti við þessari: sem er að það þarf aldrei neinn sem þú ert að spila við að vita hvers kyns þú ert eða hvers aldurs. Þetta er ein af elstu reglum netsins, aldrei raunverulegt nafn, staðsetning, kyn, eða aldur. Ef allir foreldrar hefðu hennar þekkingu þá væri þetta allt svo miklu auðveldara. En sú þekking hefur greinilega verið keypt með miklum tíma og fyrirhöfn. Roblox er í raun ekki „vondur“ leikur sem slíkur. Á sama hátt og þung umferðargata er ekki „vond“. Hún er hættulegri og þarf meiri aðgát. Hennar sonur er sennilega mjög öruggur þar vegna foreldra sinna. Hins vegar hef ég heyrt sögu af 7 ára dreng í Roblox sem var að segja hverjum sem var nálægur sitt raunverulega nafn, heimilisfang og aldur. Sem betur fer voru í því herbergi unglingsstúlkur sem voru ábyrgar (eins og margir táningar eru) og útskýrðu fyrir honum að hann mætti aldrei segja svona í leiknum. Þessi drengur var í hættu vegna þekkingarleysis. Svona er þetta mismunandi hversu öruggt barnið þitt er algjörlega út frá því hversu mikið fólkið sem barnið er í samskiptum við veit og getur kennt því. Svo er lengri og verri saga um framkomu fyrirtækisins sem á Roblox varðandi barnaníðinga - en við höfum ekki tíma í það því miður. Sviptum börn vinum sínum! Það er nefnilega svo margt sem þarf að varast. 764/O9A er með því allra versta sem þú getur lent í, versta sem ég hef heyrt um hingað til og ég hef ekkert nema samúð með þeim sem hafa lent í þeim. Þetta eru illmenni sem eru bakvið þetta. Ef einhver les þetta sem hefur verið notaður til að recruita fyrir þá, nei, ekki þú. Þeir notuðu þig, jafnvel þótt þú hafir fært þeim aðra krakka þá ert þú ekki vonda manneskjan í þessu og það er mjög mikilvægt að þú vitir það. Vitir að það er ekki vinsælt að kalla eitthvað illsku þessa dagana, það eru allir víst bara óöruggir og líður illa í sálinni... en fólkið bakvið þetta, fólkið sem eru höfuðpaurarnir er með því versta sem þú getur fundið. Þetta eru nihilistar sem eru drifnir af sadisma. Ef þú hefur aldrei hitt svona týpu sem myndi virkilega fíla sig í 764/O9A þá öfunda ég þig. Þetta er mjög sjaldgæft, langflestir sem ég hef hitt og talað við á Discord hafa verið indælt fólk. Ég er hins vegar týpa sem lætur svo illa að stjórn að ég myndi segja ráðherra upp í opið geðið hversu mikið ég hati hana (iykyk) og geri það með stolti. Það leitar enginn þannig fólk uppi til að níðast á. Hins vegar eru börn í viðkvæmri stöðu uppáhalds skotmörk svona illmenna af því þetta gætu verið einu vinirnir sem barnið hefur. Þetta gæti verið gott fólk... eða ekki. Hvernig veistu hvort er? Hegðun fyrst og fremst, góðir vinir lyfta upp og flestir vilja deila því góða sem vinir hafa sagt og gert. Ef vinirnir eru leyndarmál og virðast valda vanlíðan... ja, kannski ekki vinir í raun.. en þú þarft að fara varlega. Það er ekki auðvelt fyrir börn með ADHD, einhverfu, eða sem hefur lent í ofbeldi áður að eignast vini. Þetta er ekki svo auðvelt að þú bannar bara vinina á netinu, hendir barninu í hópíþróttir og vá! Allt leyst, krakkinn með fullt af vinum og alls ekki að lenda aftur í meira ofbeldi... afsakið, ég meinti einelti af því það er alls ekki það sama og raunverulegt ofbeldi. Það væri einfaldara, en lífið er ekki þannig. Hvað getum við gert? Það auðveldasta er að BANNA ALLT! Bara banna alla samfélagsmiðla (nema þá sem þú notar auðvitað, þú þarft þá, ólíkt öðrum sem hafa minni þarfir fyrir slíkt). Svo banna alla tölvuleiki, og banna helst allt nema að sitja í herbergi og lesa Íslendingasögurnar! Versogud! Málið leyst, samfélagið orðið fullkomið. Nei, við vitum öll að það virkar ekki. Sama hversu mikið eldri menntaelítu gaurar myndu vilja. Lærum umferðarreglur! Það þarf fræðslu. Raunverulega fræðslu byggða á raunverulegri þekkingu. Fyrir foreldra, fyrir börn og já fyrir eldri borgara. Netið er bara öruggt ef þú veist hvað þú ert að gera. Það að við kennum börnum umferðarreglur svo allir í samfélaginu viti hvernig á að haga sér og bregðast við í umferðinni en gerum ekki hið sama við netsamfélagið er eiginlega hneyksli. Það þarf raunverulega kennslu í skólum um hvað er viðeigandi á netinu, hvað þú átt aldrei að gera, hvað raunverulegur vinur mun aldrei biðja þig um að gera og hvers vegna það er mikilvægt að segja fullorðnum frá ef það gerist. Ef við getum verið með kynfræðslu sem fylgir börnunum í þroska þá hljótum við að geta gert þetta. Hins vegar leysir það ekki vandamál hinna tveggja hópanna. Það eru raunar fleiri hópar sem nauðsynlega þurfa fræðslu um netöryggi jafnvel ennþá meira eins og fatlaðir og sérstaklega fólk með taugaraskanir. En ókei, við getum víst ekki skyldað fullorðið fólk á námskeið. Svo ég spyr, af hverju getum við ekki gert þó nokkuð af fræðsluefni fyrir hina ýmsu miðla sem fullorðið fólk er á? Sjónvarp, samfélagsmiðla og um, ég veit ekki hvar þið venjulega fólkið fáið ykkar upplýsingar frá. Ekki Eurogamer eða RockPaperShotgun, ef ég skil rétt? Svo væri frábært ef það myndi einhver nenna gamla fólkinu. Fræðsla fyrir eldri borgara og á elliheimilunum. Það er í mikilli hættu á alls konar svikum og þetta er sá hópur sem er hvað auðveldast að kenna ef það er gert rétt. Mín reynsla af eldri borgurum er að upp til hópa hafi þau hvað mesta löngun til að skilja þetta allt, það bara nennir því varla neinn að taka sér tíma til þess. Ekki vera hrædd, þetta er leysanlegt Það væri svo létt fyrir mig að segja ykkur að vera skelfingu lostin. Að gera ykkur hrædd. Það er svo margt sem ég hef séð og veit af sem myndi skelfa ykkur. Leikir sem þið gætuð ekki gert ykkur í hugarlund aðgengilegir börnum nú og margt miklu verra. En ég er í grunninn tölvuleikjaspilari. Mig langar ekkert til að skelfa fólk (ók, smá lygi en ekki ykkur!). Mig langar til að leysa hluti, leysa vandamál. Það er það sem er svo skemmtilegt við leiki, að ólíkt íslenskum raunveruleika er hægt að leysa vandamál í leikjum. Þeir í grunninn snúast um það. Getum við ekki reynt að leysa þessi vandamál? Með fjárhættuspilum, aðgengi ofbeldishópa, stanslausum dysmorphiu-skilaboðum á samfélagsmiðlum, endalausu peningaplokki og tilraunir til að fá börn til að eyða peningum, og allt þetta ljóta. Getum við ekki reynt að vinna saman að því að byrgja brunna í staðinn fyrir að ætla að banna vatn? Jafnvel þótt þið gætuð neyðst til að læra eitthvað um tölvuleiki? Ég vona það. Ég vona einnig að þessar stofnanir sem hafa verið að benda á þetta reyni að setja saman eitthvað fræðsluefni. Núna þegar við vitum, verðum við, að mínu mati, að reyna að koma í veg fyrir að svona komi fyrir fleiri. Meina... börn eru ekki ásættanlegur fórnarkostnaður viljugrar fáfræði? Er það nokkuð? Höfundur spilar tölvuleiki.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun