Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Steinunn Bragadóttir skrifa 30. október 2025 14:47 Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Af þessu tilefni höfum við hjá ASÍ og BSRB tekið höndum saman um að birta mánaðarlega tölfræði sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni beinum við sjónum okkar að tölfræði um konur í hópi innflytjenda. Skortur á opinberri tölfræði um innflytjendur Nær fimmtungur íbúa landsins eru innflytjendur eða 18%. Í þeim hópi eru 32 þúsund konur og 38 þúsund karlar. Opinber tölfræði um innflytjendur á Íslandi er þó af mjög skornum skammti. Við vitum að innflytjendur, konur og karlar, eru að jafnaði á lægri launum en innfædd, eru með mikla atvinnuþátttöku en búa við minna atvinnu- og húsnæðisöryggi og krappari kjör. Þó fullt tilefni sé til að ræða stöðu bæði kvenna og karla í hópi innflytjenda einbeitum við okkur í þessari grein að mestu að stöðu innflytjendakvenna í samanburði við innfæddar konur. Virkar á vinnumarkaði en í viðkvæmari stöðu Atvinnuþátttaka innflytjenda er mikil á Íslandi en í gögnum úr Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar er ekki hægt að greina gögnin eftir bakgrunni. Hagstofan birtir hins vegar upplýsingar úr skattframtölum og þar er hægt að nálgast tölfræði um starfandi eftir bakgrunni. Mynd 1 Hlutfall starfandi kvenna á aldrinum 16-74 ára, 2024. Hlutfallslega fleiri konur í hópi innflytjenda voru starfandi á vinnumarkaði árið 2024 en innfæddar konur. Á vef Vinnumálastofnunar er hægt að nálgast upplýsingar um atvinnuleysi eftir ríkisfangi. Í september 2025 var atvinnuleysi 3,5%, 2,1% meðal íslenskra ríkisborgara en 7,3% meðal erlendra ríkisborgara. Hlutfallstölur eftir kyni fyrir erlenda ríkisborgara eru ekki birtar en af fjöldatölum að dæma var atvinnuleysi mun meira meðal kvenna með erlendan ríkisborgararétt en íslenskan. Mynd 2 Starfandi í aðalstarfi eftir atvinnugreinum, konur 16-74 ára eftir bakgrunni, 2024 Hægri súlan á myndinni sýnir í hvaða atvinnugreinum konur í hópi innflytjenda starfa og sú vinstri konur með íslenskan bakgrunn. Yfir helmingur innfæddra kvenna starfa í heilbrigðis- og félagsþjónustu, fræðslustarfsemi og opinberri stjórnsýslu en innan við þriðjungur aðfluttra. Nokkur munur er á þeim atvinnugreinum sem rúmast innan þessa flokks en ekki er hægt að fá nánara niðurbrot á atvinnugreinar innan hans eftir bakgrunni. Þarna eru t.d. sérfræðingar í stjórnsýslunni og ófaglært starfsfólk hjúkrunarheimila, háskólaprófessorar og skólaliðar. Gera má ráð fyrir því að konur í hópi innflytjenda í opinberri stjórnsýslu séu hlutfallslega mjög fáar en mun fjölmennari í heilbrigðis- og félagsþjónustu og fræðslustarfsemi. Yfir helmingur kvenna í hópi innflytjenda starfar í ferðaþjónustu, framleiðslu og leigustarfsemi og ýmissri sérhæfðri þjónustu, eins og t.d. ræstingarstörfum þar sem aðfluttar konur eru í miklum meirihluta. Um 15% innflytjendakvenna starfa í þessum atvinnugreinum samkvæmt óbirtri greiningu Vörðu – rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins upp úr Stöðu launafólks á Íslandi 2025. Það er könnun sem Varða framkvæmir árlega meðal launafólks í aðildarfélögum ASÍ og BSRB. Lægri laun Hagstofa Íslands heldur utan um launatölfræði. Þar er ekki hægt að nálgast upplýsingar um laun eftir bakgrunni launafólks. Vorið 2021 vann stofnunin upplýsingar fyrir Kjaratölfræðinefnd sem birtust í vorskýrslu nefndarinnar það ár. Þar kom fram að stór hluti innflytjenda, eða um 80%, starfaði innan aðildarfélaga ASÍ árið 2020, en upplýsingar um laun eru ekki aðgengilegar eftir kyni. Mynd 3 Meðaltal grunnlauna innflytjenda sem hlutfall af grunnlaunum innfæddra eftir heildarsamtökum, fullvinnandi í janúar 2021, ókyngreint Myndin sýnir að meðaltal grunnlauna fyrir fullt starf er lægra hjá innflytjendum en innfæddum, í öllum hópum, og sama gildir um regluleg laun. Launamunurinn er minnstur innan stéttarfélaga verkafólks en þar eru launin einnig lægst. Hafa verður í huga að þessar upplýsingar eru tæplega fimm ára gamlar. Í áðurnefndri greiningu Vörðu fyrir árið 2025 kemur fram að um 45% kvenna í hópi innflytjenda eru með tekjur undir 499.000 krónum á mánuði fyrir skatt en 28% innlendra kvenna. Þegar litið er til heildartekna heimila fyrir skatt búa 57% kvenna í hópi innflytjenda á heimilum með innan við 750.000 krónur á mánuði en 29% innlendra kvenna. Þar kemur einnig fram að aðfluttar konur eru að jafnaði í hærra starfshlutfalli en innfæddar. Minna húsnæðisöryggi og hærri leiga Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, birti í september 2025 niðurstöður könnunar sem gerð var á húsnæðisaðstæðum aðfluttra. Könnunin byggði á spurningalistum sem sendir voru til félagsmanna stærstu stéttarfélaga landsins, þar sem hefðbundnar búsetukannanir HMS hafa náð illa til innflytjenda og þar með vanmetið hlutfall íbúa á leigumarkaði. Niðurstöðurnar eru ókyngreindar en samt afar afgerandi: um 74% erlendra ríkisborgara eru á leigumarkaði, en aðeins 17% íslenskra ríkisborgara. Þegar litið er til eigin húsnæðis snúast hlutföllin við, aðeins 12% erlendra ríkisborgara á eigið húsnæði en tæplega 80% íslenskra ríkisborgara. Aðfluttir upplifa því mun minna húsnæðisöryggi en innfæddir. Mynd 4. Staða á húsnæðismarkaði eftir ríkisfangi, 2025, ókyngreint Skýrsla Vörðu um Stöðu launafólks á Íslandi 2025 sýnir aðra mynd. Þar kemur fram að um 26% innflytjenda búi í eigin húsnæði. Ein hugsanleg skýring er sú að könnun Vörðu nái betur til fólks á landsbyggðinni, þar sem auðveldara er að komast inn á húsnæðismarkaðinn en á höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru þó getgátur. Könnun HMS sýnir einnig að erlendir ríkisborgarar á leigumarkaði eru ólíklegri en innfæddir til að fá húsnæðisbætur. Bæturnar eru líka yfirleitt lægri á hvern heimilismann þar sem heimili innflytjenda eru að jafnaði fjölmennari en innlendra. Að auki greiða erlendir ríkisborgarar að jafnaði um 16% hærri leigu en Íslendingar, og hefur sá munur vaxið jafnt og þétt frá árinu 2017, þegar hann var 7%. Bótafjárhæðir duga því fyrir um 28% leigunnar á heimilum aðfluttra en 30% af leigufjárhæð innfæddra. Andleg heilsa verri Rannsókn Berglindar Hólm Ragnarsdóttur o.fl. frá 2024, sem fjallar um konur af erlendum uppruna í íslensku velferðarsamfélagi, dregur fram svipaða mynd og aðrar rannsóknir á stöðu kvenna í hópi innflytjenda. Þær búa við ótryggari stöðu á vinnumarkaði og húsnæðismarkaði en konur af íslenskum uppruna, eru oftar í láglaunastörfum, starfa í meirihluta á almennum vinnumarkaði, búa við veikara félagslegt tengslanet og eru líklegri til að glíma við slæma andlega heilsu og alvarleg einkenni kvíða en ólíklegri að hafa leitað sér aðstoðar vegna andlegrar líðan. Greining Vörðu kannar andlega heilsu sömuleiðis en í niðurstöðum kemur fram að 40% innflytjenda kvenna lifa við slæma andlega heilsu samanborið við 29% annarra kvenna. Bætt gagnaöflun og aðgerðir gegn mismunun Opinber gögn og niðurstöður rannsókna sýna að konur í hópi innflytjenda búa við lakari kjör og ótryggari stöðu en íslenskar konur. Tvöföld mismunun, vegna kyns og uppruna, birtist í lægri launum, lengri vinnutíma, ótryggari húsnæðisstöðu og verri andlegri heilsu. OECD gerði úttekt á stöðu innflytjenda á Íslandi 2024. Stofnunin kom með fjölmargar ábendingar um hvernig bæta mætti stöðu innflytjenda og draga úr mismunun en lagði áherslu á að nauðsynlegt væri að bæta gagnasöfnun verulega til að hægt væri að móta stefnu sem tryggði velferð innflytjenda. Höfundar eru Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB, og Steinunn Bragadóttir, hagfræðingur hjá ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Innflytjendamál Kjaramál Steinunn Bragadóttir Mest lesið Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Á að banna notkun gervigreindar í háskólum? Guðmundur Björnsson Skoðun Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Af þessu tilefni höfum við hjá ASÍ og BSRB tekið höndum saman um að birta mánaðarlega tölfræði sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni beinum við sjónum okkar að tölfræði um konur í hópi innflytjenda. Skortur á opinberri tölfræði um innflytjendur Nær fimmtungur íbúa landsins eru innflytjendur eða 18%. Í þeim hópi eru 32 þúsund konur og 38 þúsund karlar. Opinber tölfræði um innflytjendur á Íslandi er þó af mjög skornum skammti. Við vitum að innflytjendur, konur og karlar, eru að jafnaði á lægri launum en innfædd, eru með mikla atvinnuþátttöku en búa við minna atvinnu- og húsnæðisöryggi og krappari kjör. Þó fullt tilefni sé til að ræða stöðu bæði kvenna og karla í hópi innflytjenda einbeitum við okkur í þessari grein að mestu að stöðu innflytjendakvenna í samanburði við innfæddar konur. Virkar á vinnumarkaði en í viðkvæmari stöðu Atvinnuþátttaka innflytjenda er mikil á Íslandi en í gögnum úr Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar er ekki hægt að greina gögnin eftir bakgrunni. Hagstofan birtir hins vegar upplýsingar úr skattframtölum og þar er hægt að nálgast tölfræði um starfandi eftir bakgrunni. Mynd 1 Hlutfall starfandi kvenna á aldrinum 16-74 ára, 2024. Hlutfallslega fleiri konur í hópi innflytjenda voru starfandi á vinnumarkaði árið 2024 en innfæddar konur. Á vef Vinnumálastofnunar er hægt að nálgast upplýsingar um atvinnuleysi eftir ríkisfangi. Í september 2025 var atvinnuleysi 3,5%, 2,1% meðal íslenskra ríkisborgara en 7,3% meðal erlendra ríkisborgara. Hlutfallstölur eftir kyni fyrir erlenda ríkisborgara eru ekki birtar en af fjöldatölum að dæma var atvinnuleysi mun meira meðal kvenna með erlendan ríkisborgararétt en íslenskan. Mynd 2 Starfandi í aðalstarfi eftir atvinnugreinum, konur 16-74 ára eftir bakgrunni, 2024 Hægri súlan á myndinni sýnir í hvaða atvinnugreinum konur í hópi innflytjenda starfa og sú vinstri konur með íslenskan bakgrunn. Yfir helmingur innfæddra kvenna starfa í heilbrigðis- og félagsþjónustu, fræðslustarfsemi og opinberri stjórnsýslu en innan við þriðjungur aðfluttra. Nokkur munur er á þeim atvinnugreinum sem rúmast innan þessa flokks en ekki er hægt að fá nánara niðurbrot á atvinnugreinar innan hans eftir bakgrunni. Þarna eru t.d. sérfræðingar í stjórnsýslunni og ófaglært starfsfólk hjúkrunarheimila, háskólaprófessorar og skólaliðar. Gera má ráð fyrir því að konur í hópi innflytjenda í opinberri stjórnsýslu séu hlutfallslega mjög fáar en mun fjölmennari í heilbrigðis- og félagsþjónustu og fræðslustarfsemi. Yfir helmingur kvenna í hópi innflytjenda starfar í ferðaþjónustu, framleiðslu og leigustarfsemi og ýmissri sérhæfðri þjónustu, eins og t.d. ræstingarstörfum þar sem aðfluttar konur eru í miklum meirihluta. Um 15% innflytjendakvenna starfa í þessum atvinnugreinum samkvæmt óbirtri greiningu Vörðu – rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins upp úr Stöðu launafólks á Íslandi 2025. Það er könnun sem Varða framkvæmir árlega meðal launafólks í aðildarfélögum ASÍ og BSRB. Lægri laun Hagstofa Íslands heldur utan um launatölfræði. Þar er ekki hægt að nálgast upplýsingar um laun eftir bakgrunni launafólks. Vorið 2021 vann stofnunin upplýsingar fyrir Kjaratölfræðinefnd sem birtust í vorskýrslu nefndarinnar það ár. Þar kom fram að stór hluti innflytjenda, eða um 80%, starfaði innan aðildarfélaga ASÍ árið 2020, en upplýsingar um laun eru ekki aðgengilegar eftir kyni. Mynd 3 Meðaltal grunnlauna innflytjenda sem hlutfall af grunnlaunum innfæddra eftir heildarsamtökum, fullvinnandi í janúar 2021, ókyngreint Myndin sýnir að meðaltal grunnlauna fyrir fullt starf er lægra hjá innflytjendum en innfæddum, í öllum hópum, og sama gildir um regluleg laun. Launamunurinn er minnstur innan stéttarfélaga verkafólks en þar eru launin einnig lægst. Hafa verður í huga að þessar upplýsingar eru tæplega fimm ára gamlar. Í áðurnefndri greiningu Vörðu fyrir árið 2025 kemur fram að um 45% kvenna í hópi innflytjenda eru með tekjur undir 499.000 krónum á mánuði fyrir skatt en 28% innlendra kvenna. Þegar litið er til heildartekna heimila fyrir skatt búa 57% kvenna í hópi innflytjenda á heimilum með innan við 750.000 krónur á mánuði en 29% innlendra kvenna. Þar kemur einnig fram að aðfluttar konur eru að jafnaði í hærra starfshlutfalli en innfæddar. Minna húsnæðisöryggi og hærri leiga Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, birti í september 2025 niðurstöður könnunar sem gerð var á húsnæðisaðstæðum aðfluttra. Könnunin byggði á spurningalistum sem sendir voru til félagsmanna stærstu stéttarfélaga landsins, þar sem hefðbundnar búsetukannanir HMS hafa náð illa til innflytjenda og þar með vanmetið hlutfall íbúa á leigumarkaði. Niðurstöðurnar eru ókyngreindar en samt afar afgerandi: um 74% erlendra ríkisborgara eru á leigumarkaði, en aðeins 17% íslenskra ríkisborgara. Þegar litið er til eigin húsnæðis snúast hlutföllin við, aðeins 12% erlendra ríkisborgara á eigið húsnæði en tæplega 80% íslenskra ríkisborgara. Aðfluttir upplifa því mun minna húsnæðisöryggi en innfæddir. Mynd 4. Staða á húsnæðismarkaði eftir ríkisfangi, 2025, ókyngreint Skýrsla Vörðu um Stöðu launafólks á Íslandi 2025 sýnir aðra mynd. Þar kemur fram að um 26% innflytjenda búi í eigin húsnæði. Ein hugsanleg skýring er sú að könnun Vörðu nái betur til fólks á landsbyggðinni, þar sem auðveldara er að komast inn á húsnæðismarkaðinn en á höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru þó getgátur. Könnun HMS sýnir einnig að erlendir ríkisborgarar á leigumarkaði eru ólíklegri en innfæddir til að fá húsnæðisbætur. Bæturnar eru líka yfirleitt lægri á hvern heimilismann þar sem heimili innflytjenda eru að jafnaði fjölmennari en innlendra. Að auki greiða erlendir ríkisborgarar að jafnaði um 16% hærri leigu en Íslendingar, og hefur sá munur vaxið jafnt og þétt frá árinu 2017, þegar hann var 7%. Bótafjárhæðir duga því fyrir um 28% leigunnar á heimilum aðfluttra en 30% af leigufjárhæð innfæddra. Andleg heilsa verri Rannsókn Berglindar Hólm Ragnarsdóttur o.fl. frá 2024, sem fjallar um konur af erlendum uppruna í íslensku velferðarsamfélagi, dregur fram svipaða mynd og aðrar rannsóknir á stöðu kvenna í hópi innflytjenda. Þær búa við ótryggari stöðu á vinnumarkaði og húsnæðismarkaði en konur af íslenskum uppruna, eru oftar í láglaunastörfum, starfa í meirihluta á almennum vinnumarkaði, búa við veikara félagslegt tengslanet og eru líklegri til að glíma við slæma andlega heilsu og alvarleg einkenni kvíða en ólíklegri að hafa leitað sér aðstoðar vegna andlegrar líðan. Greining Vörðu kannar andlega heilsu sömuleiðis en í niðurstöðum kemur fram að 40% innflytjenda kvenna lifa við slæma andlega heilsu samanborið við 29% annarra kvenna. Bætt gagnaöflun og aðgerðir gegn mismunun Opinber gögn og niðurstöður rannsókna sýna að konur í hópi innflytjenda búa við lakari kjör og ótryggari stöðu en íslenskar konur. Tvöföld mismunun, vegna kyns og uppruna, birtist í lægri launum, lengri vinnutíma, ótryggari húsnæðisstöðu og verri andlegri heilsu. OECD gerði úttekt á stöðu innflytjenda á Íslandi 2024. Stofnunin kom með fjölmargar ábendingar um hvernig bæta mætti stöðu innflytjenda og draga úr mismunun en lagði áherslu á að nauðsynlegt væri að bæta gagnasöfnun verulega til að hægt væri að móta stefnu sem tryggði velferð innflytjenda. Höfundar eru Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB, og Steinunn Bragadóttir, hagfræðingur hjá ASÍ.
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun