Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 30. október 2025 08:02 Flokkur fólksins lagði höfuðáherslu á húsnæðismálin í aðdraganda síðustu kosninga. Flokkurinn lagði sérstaka áherslu á að ryðja nýtt land til uppbyggingar í Úlfarsárdal í Reykjavík með uppbyggingu hagkvæmra íbúða á viðráðanlegu verði. Ráðherrar og þingmenn Flokks fólksins hafa fylgt þessum áherslum fast eftir í stjórnarsamstarfinu. Þetta kemur skýrt fram í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum sem kynntur var á miðvikudag. Stórfelld uppbygging í Úlfarsárdal er að raungerast í samvinnu við meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur. Áformin um uppbyggingu í Úlfarsárdal byggja á nýrri hugmyndafræði. Stofnað verður innviðafélag sem fjármagnar og hefur umsjón með uppbyggingu fyrstu fjögur þúsund íbúða af tíu þúsund í Úlfarsárdal. Þar með talið uppbyggingu innviða eins og gatnagerð, leik-og grunnskóla og fleira. Hugmyndafræðina má rekja til verkalýðshreyfingarinnar. Þar var leitað leiða til að yfirvinna hindranir í vegi sveitarfélaga til að ryðja land og byggja upp ný hverfi. Mikill innviðakostnaður hefur reynst ein erfiðasta hindrunin. Flokkur fólksins tók verkefnið upp á arma sína. Fyrst við myndun ríkisstjórnar með Samfylkingu og Viðreisn í desember og síðan við myndun nýs meirihluta í Reykjavík í byrjun árs. Aukinn kraftur var settur í þessa vinnu í febrúar síðast liðinn í góðu samstarfi Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra við verkalýðshreyfinguna og Reykjavíkurborg. Þessi vinna hefur nú skilað þeim árangri að uppbyggingu í Úlfarsárdal verður flýtt og samningar gætu legið fyrir á vormánuðum um nýja nálgun í uppbyggingu íbúðahverfa með fjölbreyttu framboði íbúða fyrir alla tekjuhópa. Félagsleg blöndun verður tryggð með ákveðnu hlutfalli óhagnaðardrifins húsnæðis í samræmi við stefnu Reykjavíkurborgar. Þetta er því ekki innantómt kosningaloforð heldur afrakstur margra mánaða vinnu, og ára þar á undan. Það er útilokað að kynna aðgerðir sem vinna gegn verðbólgu og hrikalegri stöðu á húsnæðismarkaði án þess að stórauka framboð á lóðum. Lóðum sem tryggja að byggðar verði tegundir íbúða sem raunveruleg eftirspurnin er eftir. Íbúðir sem allur almenningur hefur efni á að kaupa eða leigja. Það er því óhætt að fagna þessum tímamótaáfanga á húsnæðismarkaði. Til samanburðar fól átaksverkefnið um uppbyggingu íbúða í Breiðholti samkvæmt samkomulagi árið 1964 í sér að byggðar yrðu 1.250 íbúðir. Nú verður rutt land fyrir fjögur þúsund íbúðir í Úlfarsárdal auk þess sem aðgerðir ríkisstjórnarinnar fela í sér fjölmörg önnur úrræði í húsnæðismálum sem styðja við heilbrigðari húsnæðismarkað til framtíðar. Þessi fyrsti aðgerðarpakki stjórnvalda styður vel við markmið ríkisstjórnarinnar sem ég mun fjalla betur um síðar. Við erum rétt að byrja. Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Húsnæðismál Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins lagði höfuðáherslu á húsnæðismálin í aðdraganda síðustu kosninga. Flokkurinn lagði sérstaka áherslu á að ryðja nýtt land til uppbyggingar í Úlfarsárdal í Reykjavík með uppbyggingu hagkvæmra íbúða á viðráðanlegu verði. Ráðherrar og þingmenn Flokks fólksins hafa fylgt þessum áherslum fast eftir í stjórnarsamstarfinu. Þetta kemur skýrt fram í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum sem kynntur var á miðvikudag. Stórfelld uppbygging í Úlfarsárdal er að raungerast í samvinnu við meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur. Áformin um uppbyggingu í Úlfarsárdal byggja á nýrri hugmyndafræði. Stofnað verður innviðafélag sem fjármagnar og hefur umsjón með uppbyggingu fyrstu fjögur þúsund íbúða af tíu þúsund í Úlfarsárdal. Þar með talið uppbyggingu innviða eins og gatnagerð, leik-og grunnskóla og fleira. Hugmyndafræðina má rekja til verkalýðshreyfingarinnar. Þar var leitað leiða til að yfirvinna hindranir í vegi sveitarfélaga til að ryðja land og byggja upp ný hverfi. Mikill innviðakostnaður hefur reynst ein erfiðasta hindrunin. Flokkur fólksins tók verkefnið upp á arma sína. Fyrst við myndun ríkisstjórnar með Samfylkingu og Viðreisn í desember og síðan við myndun nýs meirihluta í Reykjavík í byrjun árs. Aukinn kraftur var settur í þessa vinnu í febrúar síðast liðinn í góðu samstarfi Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra við verkalýðshreyfinguna og Reykjavíkurborg. Þessi vinna hefur nú skilað þeim árangri að uppbyggingu í Úlfarsárdal verður flýtt og samningar gætu legið fyrir á vormánuðum um nýja nálgun í uppbyggingu íbúðahverfa með fjölbreyttu framboði íbúða fyrir alla tekjuhópa. Félagsleg blöndun verður tryggð með ákveðnu hlutfalli óhagnaðardrifins húsnæðis í samræmi við stefnu Reykjavíkurborgar. Þetta er því ekki innantómt kosningaloforð heldur afrakstur margra mánaða vinnu, og ára þar á undan. Það er útilokað að kynna aðgerðir sem vinna gegn verðbólgu og hrikalegri stöðu á húsnæðismarkaði án þess að stórauka framboð á lóðum. Lóðum sem tryggja að byggðar verði tegundir íbúða sem raunveruleg eftirspurnin er eftir. Íbúðir sem allur almenningur hefur efni á að kaupa eða leigja. Það er því óhætt að fagna þessum tímamótaáfanga á húsnæðismarkaði. Til samanburðar fól átaksverkefnið um uppbyggingu íbúða í Breiðholti samkvæmt samkomulagi árið 1964 í sér að byggðar yrðu 1.250 íbúðir. Nú verður rutt land fyrir fjögur þúsund íbúðir í Úlfarsárdal auk þess sem aðgerðir ríkisstjórnarinnar fela í sér fjölmörg önnur úrræði í húsnæðismálum sem styðja við heilbrigðari húsnæðismarkað til framtíðar. Þessi fyrsti aðgerðarpakki stjórnvalda styður vel við markmið ríkisstjórnarinnar sem ég mun fjalla betur um síðar. Við erum rétt að byrja. Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun