Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar 29. október 2025 13:00 Á hverju ári fá um fimm hundruð Íslendinga slag – það er blóðtappa í eða blæðingu frá heilaslagæð - sjúkdóm sem getur á örfáum mínútum breytt lífi einstaklings og fjölskyldu til frambúðar. Slag er ein helsta dánar- og fötlunarorsök fullorðinna, en það er líka eitt þeirra heilsufarsvandamála sem við getum raunverulega haft áhrif á með fræðslu, forvörnum, skjótum viðbrögðum og sterkri heilbrigðisþjónustu um allt land. 29. október er alþjóðlegi slagdagurinn (World Stroke Day) sem tileinkaður er forvörnum og meðferð gegn slagi. „Saman getum við komið í veg fyrir slag” er yfirskrift dagsins. Þau orð eru metnaðarfull en eiga vel við á Íslandi. Sem vel upplýst þjóð getum við með forvörnum náð betri árangri en margar aðra þjóðir. Það sannast t.d. á því hve vel hefur gengið að draga úr reykingum og áfengisneyslu ungmenna. Í sumum tilvikum vinnur smæðin með okkur auk þess sem samstaða og samvinna eru sterk einkenni okkar þjóðar. Tíminn skiptir öllu máli Þegar slag verður, skiptir hver mínúta máli því með hverri mínútu án meðferðar tapar heilinn milljónum taugafruma. Þess vegna þarf að þekkja einkenni og bregðast strax við.Hin alþjóðlega minnisregla FAST getur hjálpað okkur að þekkja einkennin og bregðast strax við:F – Fall (lömun) í andlitiA – Aflleysi í handlegg (eða fótlegg)S – Skert talT – Tími til að hringja í 112Að hringja strax getur ráðið úrslitum um hvort viðkomandi endurheimti heilsu eða glími við varanlegar afleiðingar.Síðust ár hafa að jafnaði um 500 einstaklingar fengið slag ár hvert og er meðalaldur sjúklinga um sjötugt, þó heldur lægri hjá konum en körlum. Fjórir af hverjum fimm eru með blóðþurrðarslag (vegna blóðtappa) og einn af hverjum fimm með heilablæðingu. Framfarir og efling þjónustunnar um land allt Á Landspítala hefur verið byggð upp öflug slagþjónusta sem stenst alþjóðleg gæðaviðmið. Árið 2022 fengu tæplega einn af hverjum fimm sjúklinga enduropnunarmeðferð (segaleysandi lyf eða segabrottnám) við slagi og tíminn frá komu að meðferð var að jafnaði um hálftími. Þetta er árangur sem stenst samanburð við bestu spítala heims. Hann sýnir hvað hægt er að gera þegar skýrir verkferlar, vel þjálfað starfsfólk og skjót viðbrögð mynda eina keðju. Slag tekur ekki tillit til búsetu, og það á heilbrigðisþjónustan heldur ekki að gera. Við þurfum að halda áfram að byggja upp aðgengi fólks á landsbyggðinni að bráðaþjónustu. Þó svo að ekki sé hægt að byggja upp mjög sérhæfða þjónustu alls staðar á landinu er hægt að beita hraðri greiningu og öflugri meðferð um allt land. Forvarnir – slag er ekki óhjákvæmilegt Um 90% slaga tengjast áhættuþáttum sem við getum haft áhrif á: háþrýstingi, reykingum, sykursýki, hreyfingarleysi og óhollum lífsvenjum. Samkvæmt nýlegum gögnum er um helmingur fullorðinna Íslendinga með of háan blóðþrýsting eða á mörkum hans og stór hluti þess hóps veit ekki af vandanum. Ég vil hvetja alla, unga sem aldna, til að láta mæla hjá sér blóðþrýstinginn – hvort sem er heima, á næstu heilsugæslustöð eða í lyfjaverslun. Slíkt tekur aðeins örfáar mínútur, en er afar mikilvægt. Við getum komið í veg fyrir slag með því að huga að eigin heilsu. Við getum bjargað lífi með því að þekkja einkennin og hringja strax í 112. Og við getum eflt forvarnir og styrkt viðbragðsgetu um allt land og jafnað þannig aðstöðu fólks og aðgengi að þjónustu óháð búsetu. Við verðum að byggja upp samfélag þar sem heilsusamlegir kostir eru aðgengilegir, og þar sem heilsugæsla og samfélagsleg fræðsla ná til allra. Við getum gert betur í því að ná til einstaklinga sem hafa annað móðurmál en íslensku og þurfum að gera það til að viðhalda og bæta þann árangur sem við höfum náð. Þar er lykilatriði að halda áfram að fræða almenning um einkenni slags og mikilvægi þess að hringja strax í 112 – því með hverri mínútu sem líður minnka lífslíkur og batatími lengist. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Heilbrigðismál Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Á hverju ári fá um fimm hundruð Íslendinga slag – það er blóðtappa í eða blæðingu frá heilaslagæð - sjúkdóm sem getur á örfáum mínútum breytt lífi einstaklings og fjölskyldu til frambúðar. Slag er ein helsta dánar- og fötlunarorsök fullorðinna, en það er líka eitt þeirra heilsufarsvandamála sem við getum raunverulega haft áhrif á með fræðslu, forvörnum, skjótum viðbrögðum og sterkri heilbrigðisþjónustu um allt land. 29. október er alþjóðlegi slagdagurinn (World Stroke Day) sem tileinkaður er forvörnum og meðferð gegn slagi. „Saman getum við komið í veg fyrir slag” er yfirskrift dagsins. Þau orð eru metnaðarfull en eiga vel við á Íslandi. Sem vel upplýst þjóð getum við með forvörnum náð betri árangri en margar aðra þjóðir. Það sannast t.d. á því hve vel hefur gengið að draga úr reykingum og áfengisneyslu ungmenna. Í sumum tilvikum vinnur smæðin með okkur auk þess sem samstaða og samvinna eru sterk einkenni okkar þjóðar. Tíminn skiptir öllu máli Þegar slag verður, skiptir hver mínúta máli því með hverri mínútu án meðferðar tapar heilinn milljónum taugafruma. Þess vegna þarf að þekkja einkenni og bregðast strax við.Hin alþjóðlega minnisregla FAST getur hjálpað okkur að þekkja einkennin og bregðast strax við:F – Fall (lömun) í andlitiA – Aflleysi í handlegg (eða fótlegg)S – Skert talT – Tími til að hringja í 112Að hringja strax getur ráðið úrslitum um hvort viðkomandi endurheimti heilsu eða glími við varanlegar afleiðingar.Síðust ár hafa að jafnaði um 500 einstaklingar fengið slag ár hvert og er meðalaldur sjúklinga um sjötugt, þó heldur lægri hjá konum en körlum. Fjórir af hverjum fimm eru með blóðþurrðarslag (vegna blóðtappa) og einn af hverjum fimm með heilablæðingu. Framfarir og efling þjónustunnar um land allt Á Landspítala hefur verið byggð upp öflug slagþjónusta sem stenst alþjóðleg gæðaviðmið. Árið 2022 fengu tæplega einn af hverjum fimm sjúklinga enduropnunarmeðferð (segaleysandi lyf eða segabrottnám) við slagi og tíminn frá komu að meðferð var að jafnaði um hálftími. Þetta er árangur sem stenst samanburð við bestu spítala heims. Hann sýnir hvað hægt er að gera þegar skýrir verkferlar, vel þjálfað starfsfólk og skjót viðbrögð mynda eina keðju. Slag tekur ekki tillit til búsetu, og það á heilbrigðisþjónustan heldur ekki að gera. Við þurfum að halda áfram að byggja upp aðgengi fólks á landsbyggðinni að bráðaþjónustu. Þó svo að ekki sé hægt að byggja upp mjög sérhæfða þjónustu alls staðar á landinu er hægt að beita hraðri greiningu og öflugri meðferð um allt land. Forvarnir – slag er ekki óhjákvæmilegt Um 90% slaga tengjast áhættuþáttum sem við getum haft áhrif á: háþrýstingi, reykingum, sykursýki, hreyfingarleysi og óhollum lífsvenjum. Samkvæmt nýlegum gögnum er um helmingur fullorðinna Íslendinga með of háan blóðþrýsting eða á mörkum hans og stór hluti þess hóps veit ekki af vandanum. Ég vil hvetja alla, unga sem aldna, til að láta mæla hjá sér blóðþrýstinginn – hvort sem er heima, á næstu heilsugæslustöð eða í lyfjaverslun. Slíkt tekur aðeins örfáar mínútur, en er afar mikilvægt. Við getum komið í veg fyrir slag með því að huga að eigin heilsu. Við getum bjargað lífi með því að þekkja einkennin og hringja strax í 112. Og við getum eflt forvarnir og styrkt viðbragðsgetu um allt land og jafnað þannig aðstöðu fólks og aðgengi að þjónustu óháð búsetu. Við verðum að byggja upp samfélag þar sem heilsusamlegir kostir eru aðgengilegir, og þar sem heilsugæsla og samfélagsleg fræðsla ná til allra. Við getum gert betur í því að ná til einstaklinga sem hafa annað móðurmál en íslensku og þurfum að gera það til að viðhalda og bæta þann árangur sem við höfum náð. Þar er lykilatriði að halda áfram að fræða almenning um einkenni slags og mikilvægi þess að hringja strax í 112 – því með hverri mínútu sem líður minnka lífslíkur og batatími lengist. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar