Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson og Rósa Líf Darradóttir skrifa 29. október 2025 12:16 Blóðtaka úr fylfullum hryssum og framleiðsla á PMSG hormóninu var haustið 2023 felld undir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, 460/2017. Það var gert í kjölfar þess að íslensk stjórnvöld fengu formlegt áminningarbréf og ítarlega álitsgerð frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) um framkvæmd blóðtöku á Íslandi. Niðurstaða álitsins var sú að tilskipun um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, Directive on the protection of animals used for scientific purposes 2010/63, ætti að gilda um starfsemina. Jafnframt að starfsemin væri ekki í samræmi við tilskipunina og að með blóðtökunni væru reglur um meðferð tilraunadýra þverbrotnar. Hér á landi gildir ofangreind reglugerð nr. 460/2017 í samræmi við þessa tilskipun. Árið 2020 hlífði MAST, líftæknifyrirtækinu Ísteka, þeim skilyrðum sem reglugerð um notkun dýra í vísindaskyni felur í sér með því að flokka starfsemina ranglega sem hefðbundinn landbúnað. Þannig sviptu stjórnvöld hryssurnar þeirri vernd sem þeim bar að njóta samkvæmt lögum. Ísteka hefur haft gilt starfsleyfi á grunni reglugerðar 900/2022 sem er fallin úr gildi ásamt leyfinu sem rann út í byrjun október 2025. En nú njóta hryssurnar meiri verndar í skjóli reglugerðar 460/2017. Það mun hafa afleiðingar fyrir starfsemi Ísteka. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa mótmælt harðlega því að dýrin njóti þeirrar auknu verndar sem reglugerð 460/2017 skapar þeim og standa nú í málaferlum við íslenska ríkið vegna þessa. Þeir halda því fram að starfsemin sé landbúnaður og eigi að hlíta sömu reglum og gildi um hann. Í áliti sínu rökstuddi ESA rækilega afstöðu sína til þess að blóðmeraiðnaður falli utan hefðbundins landbúnaðar og að blóðtaka úr fylfullum hryssum teljist inngrip í vísindaskyni. Starfsemin tengist framleiðslu lyfja (PMSG) þar sem notuð er líftækni sem byggir á vísindalegum og tæknilegum grunni. Rakið er að reglur um tilraunadýr beri ekki eingöngu að ná utan um þröngt skilgreindar dýratilraunir. Heldur nái einnig utan um starfsemi sem byggir á vísindalegum aðferðum. Þrenns konar inngrip á dýri falla undir reglur um tilraunadýr: Inngrip sem tengist tilraunum í vísindaskyni Inngrip sem tengjast öðru vísindastarfi Inngrip sem tengjast menntun Ef inngrip á dýri uppfyllir eitt af ofangreindum skilyrðum og veldur dýrinu sársauka, þjáningu, streitu eða varanlegum skaða sem er jafnmikill eða meiri en það sem stunga með nál framkvæmd með færni dýralæknis gerir. Þá eiga tilskipanir og reglur um tilraunir á dýrum í vísindaskyni að gilda og dýrin að njóta verndar í samræmi við þær. Blóðtaka úr fylfullum hryssum fellur undir inngrip 2) og veldur dýrunum sársauka, ofsahræðslu og er þeim hættuleg. Í álitinu er bent á að eingöngu dýralæknir megi framkvæma blóðtöku úr hryssunum. Um inngrip í hjarta og æðakerfi dýrsins sé að ræða, með tilheyrandi áhrifum á lífeðlisfræðilega starfsemi þess og er ekki í lækningaskyni.Blóð er lífsnauðsynlegur vessi í hjarta og æðakerfi spendýra. Hraðar breytingar á rúmmáli þess eru lífshættulegar og blóðtakan er hryssunum hættuleg þar sem afar mikið blóð er tekið í hvert sinn. Notuð er svo gróf nál við blóðtökuna að þörf er á staðdeyfingu húðar fyrir inngripið. Í áliti ESA er sérstaklega tekið fram að staðdeyfing eigi ekki að hafa áhrif á mat sársauka við inngripið og þannig komast hjá því að heyra undir reglur og tilskipanir um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Að því sögðu er ljóst að blóðtaka úr fylfullum hryssum fellur með réttu undir reglugerð 460/2017,um vernd dýra sem eru notuð í vísindaskyni. Það eru fjárhagslegir hagsmunir í húfi fyrir Ísteka sem reynir enn og aftur að komast hjá því að reglugerð 460/2017 gildi um starfsemi þeirra. Nú í formi málaferla við íslenska ríkið eins og áður segir. Það er afar mikilvægt að stjórnvöld skýri afstöðu sína og standi vörð um markmið tilskipunarinnar um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, Directive on the protection of animals used for scientific purposes 2010/63. Það er einboðið að Íslandi verði stefnt ákveði það að fara ekki eftir skýrum reglum um tilraunadýr og það er nokkuð ljóst hvernig það mál mun fara fyrir dómstólum. Blóðmerahald heyrir sögunni til. Höfundar eru Rósa Líf Darradóttir, læknir og formaður Samtaka um dýravelferð, og Guðrún Scheving Thorsteinsson læknir og meðlimur Samtaka um dýravelferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Líf Darradóttir Blóðmerahald Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Blóðtaka úr fylfullum hryssum og framleiðsla á PMSG hormóninu var haustið 2023 felld undir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, 460/2017. Það var gert í kjölfar þess að íslensk stjórnvöld fengu formlegt áminningarbréf og ítarlega álitsgerð frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) um framkvæmd blóðtöku á Íslandi. Niðurstaða álitsins var sú að tilskipun um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, Directive on the protection of animals used for scientific purposes 2010/63, ætti að gilda um starfsemina. Jafnframt að starfsemin væri ekki í samræmi við tilskipunina og að með blóðtökunni væru reglur um meðferð tilraunadýra þverbrotnar. Hér á landi gildir ofangreind reglugerð nr. 460/2017 í samræmi við þessa tilskipun. Árið 2020 hlífði MAST, líftæknifyrirtækinu Ísteka, þeim skilyrðum sem reglugerð um notkun dýra í vísindaskyni felur í sér með því að flokka starfsemina ranglega sem hefðbundinn landbúnað. Þannig sviptu stjórnvöld hryssurnar þeirri vernd sem þeim bar að njóta samkvæmt lögum. Ísteka hefur haft gilt starfsleyfi á grunni reglugerðar 900/2022 sem er fallin úr gildi ásamt leyfinu sem rann út í byrjun október 2025. En nú njóta hryssurnar meiri verndar í skjóli reglugerðar 460/2017. Það mun hafa afleiðingar fyrir starfsemi Ísteka. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa mótmælt harðlega því að dýrin njóti þeirrar auknu verndar sem reglugerð 460/2017 skapar þeim og standa nú í málaferlum við íslenska ríkið vegna þessa. Þeir halda því fram að starfsemin sé landbúnaður og eigi að hlíta sömu reglum og gildi um hann. Í áliti sínu rökstuddi ESA rækilega afstöðu sína til þess að blóðmeraiðnaður falli utan hefðbundins landbúnaðar og að blóðtaka úr fylfullum hryssum teljist inngrip í vísindaskyni. Starfsemin tengist framleiðslu lyfja (PMSG) þar sem notuð er líftækni sem byggir á vísindalegum og tæknilegum grunni. Rakið er að reglur um tilraunadýr beri ekki eingöngu að ná utan um þröngt skilgreindar dýratilraunir. Heldur nái einnig utan um starfsemi sem byggir á vísindalegum aðferðum. Þrenns konar inngrip á dýri falla undir reglur um tilraunadýr: Inngrip sem tengist tilraunum í vísindaskyni Inngrip sem tengjast öðru vísindastarfi Inngrip sem tengjast menntun Ef inngrip á dýri uppfyllir eitt af ofangreindum skilyrðum og veldur dýrinu sársauka, þjáningu, streitu eða varanlegum skaða sem er jafnmikill eða meiri en það sem stunga með nál framkvæmd með færni dýralæknis gerir. Þá eiga tilskipanir og reglur um tilraunir á dýrum í vísindaskyni að gilda og dýrin að njóta verndar í samræmi við þær. Blóðtaka úr fylfullum hryssum fellur undir inngrip 2) og veldur dýrunum sársauka, ofsahræðslu og er þeim hættuleg. Í álitinu er bent á að eingöngu dýralæknir megi framkvæma blóðtöku úr hryssunum. Um inngrip í hjarta og æðakerfi dýrsins sé að ræða, með tilheyrandi áhrifum á lífeðlisfræðilega starfsemi þess og er ekki í lækningaskyni.Blóð er lífsnauðsynlegur vessi í hjarta og æðakerfi spendýra. Hraðar breytingar á rúmmáli þess eru lífshættulegar og blóðtakan er hryssunum hættuleg þar sem afar mikið blóð er tekið í hvert sinn. Notuð er svo gróf nál við blóðtökuna að þörf er á staðdeyfingu húðar fyrir inngripið. Í áliti ESA er sérstaklega tekið fram að staðdeyfing eigi ekki að hafa áhrif á mat sársauka við inngripið og þannig komast hjá því að heyra undir reglur og tilskipanir um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Að því sögðu er ljóst að blóðtaka úr fylfullum hryssum fellur með réttu undir reglugerð 460/2017,um vernd dýra sem eru notuð í vísindaskyni. Það eru fjárhagslegir hagsmunir í húfi fyrir Ísteka sem reynir enn og aftur að komast hjá því að reglugerð 460/2017 gildi um starfsemi þeirra. Nú í formi málaferla við íslenska ríkið eins og áður segir. Það er afar mikilvægt að stjórnvöld skýri afstöðu sína og standi vörð um markmið tilskipunarinnar um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, Directive on the protection of animals used for scientific purposes 2010/63. Það er einboðið að Íslandi verði stefnt ákveði það að fara ekki eftir skýrum reglum um tilraunadýr og það er nokkuð ljóst hvernig það mál mun fara fyrir dómstólum. Blóðmerahald heyrir sögunni til. Höfundar eru Rósa Líf Darradóttir, læknir og formaður Samtaka um dýravelferð, og Guðrún Scheving Thorsteinsson læknir og meðlimur Samtaka um dýravelferð.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun