Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar 30. október 2025 07:31 Hugvekja flutt á Kirkjuþingi, 28. október 2025 Mig langar að segja ykkur aðeins frá ferð okkar Guðrúnar Karls Helgudóttur biskups Íslands til Úkraínu þar sem við vorum ásamt lúterskum höfuðbiskupum Norðurlandanna og einum biskupi frá finnsku rétttrúnaðarkirkjunni. Þetta var afskaplega áhrifamikil ferð eins og þið getið ímyndað ykkur. Að fara í gegnum landamæri lands sem er í stríði, að keyra framhjá vegatálmum hermanna, að fara í loftvarnarbyrgi þegar hætta var á árás. Að heimsækja áfallamiðstöð sem verið var að reyna að þjálfa eins margt fólk og þau geta til þess að aðstoðað fólk sem glímir við áföll. Því öll úkraínska þjóðin glímir við stöðug áföll. Það var líka upplifun að heyra frá starfi kirknanna við víglínuna og á hernumdum svæðum rússneskra stjórnvalda. Það var líka áhugavert að sitja fund í úkraínska þinginu þar sem dagskráin sem gestgjafar okkar höfðu útbúið var á þá leið að eftir að forseti úkraínska þingsins hafði talað mættu norrænu biskuparnir tala í virðingarröð. Við ritararnir hlógum aðeins að þessu saman, loksins fengjum við að vita hver virðingarröð norrænu biskupana væri. Ég var ekki búin að nefnaað allir norrænu höfuðbiskuparnir eru karlar einmitt núna fyrir utan biskupinn okkar, en fyrir sænsku kirkjuna var þarna samt kona, Antje Jackelén biskup emerítus. Þegar kom að því að tala var röðin svo þessi, biskup finnsku rétttrúnaðarkirkjunnar var fyrstur, svo finnski biskupinn, svo sá norski, svo danski og allir voru þeir ávarpaðir með nafni og gjörðu svo vel, en svo þegar kom að sænska og íslenska biskupnum þá máttu þær bara ráða hvor myndi tala fyrst, ekkert nafn…bara nú megið þið. Ég deili þessu með ykkur af því að eftir þessa heimsókn er ég ekki bara þakklát fyrir að búa við frið, heldur líka fyrir það hvað við lifum í góðu samfélagi. Þetta norræna velferðarsamfélag sem einkennist af félagslegri ábyrgð, lýðræði og jöfnuði. Í fjölskylduvænu samfélagi þar sem jafnrétti kynjanna er það sjálfsagt að okkar konur gátu ákveðið að sleppa því að móðgast við þessa uppákomu í úkraínska þinginu. Ég held að þetta samfélag okkar, sé samfélag sem frjálslynd lútersk kirkja hefur átt mikinn þátt í að byggja upp. Á tímum þar sem valdaskak einstaka þjóðhöfðingja ógnar heimsfriði, er þessi dýrmæta þjóðfélagsgerð okkar síður en svo sjálfsögð. Á tímum þar sem allt í einu er í boði að tala niður minnihlutahópa, konur og mannréttindi er þessi þjóðfélagsgerð viðkvæm. Það er virkilega uppörvandi að sitja á Kirkjuþingi þjóðkirkjunnar og hlusta á fólk tala um hvað við erum stolt af því hvað við erum komin langt í jafnréttismálum. Það er líka gott að heyra vilja þingsins til þess að auka hlut ungs fólks á Kirkjuþingi. Ég er viss um að við finnum leiðir til þess. Við skulum ganga inn í þennan dag þakklát fyrir allt sem hefur áunnist og ákveðin í að halda áfram á þeirri góðu leið sem við erum á sem kirkja. Höfundur er biskupsritari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Úkraína Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Hugvekja flutt á Kirkjuþingi, 28. október 2025 Mig langar að segja ykkur aðeins frá ferð okkar Guðrúnar Karls Helgudóttur biskups Íslands til Úkraínu þar sem við vorum ásamt lúterskum höfuðbiskupum Norðurlandanna og einum biskupi frá finnsku rétttrúnaðarkirkjunni. Þetta var afskaplega áhrifamikil ferð eins og þið getið ímyndað ykkur. Að fara í gegnum landamæri lands sem er í stríði, að keyra framhjá vegatálmum hermanna, að fara í loftvarnarbyrgi þegar hætta var á árás. Að heimsækja áfallamiðstöð sem verið var að reyna að þjálfa eins margt fólk og þau geta til þess að aðstoðað fólk sem glímir við áföll. Því öll úkraínska þjóðin glímir við stöðug áföll. Það var líka upplifun að heyra frá starfi kirknanna við víglínuna og á hernumdum svæðum rússneskra stjórnvalda. Það var líka áhugavert að sitja fund í úkraínska þinginu þar sem dagskráin sem gestgjafar okkar höfðu útbúið var á þá leið að eftir að forseti úkraínska þingsins hafði talað mættu norrænu biskuparnir tala í virðingarröð. Við ritararnir hlógum aðeins að þessu saman, loksins fengjum við að vita hver virðingarröð norrænu biskupana væri. Ég var ekki búin að nefnaað allir norrænu höfuðbiskuparnir eru karlar einmitt núna fyrir utan biskupinn okkar, en fyrir sænsku kirkjuna var þarna samt kona, Antje Jackelén biskup emerítus. Þegar kom að því að tala var röðin svo þessi, biskup finnsku rétttrúnaðarkirkjunnar var fyrstur, svo finnski biskupinn, svo sá norski, svo danski og allir voru þeir ávarpaðir með nafni og gjörðu svo vel, en svo þegar kom að sænska og íslenska biskupnum þá máttu þær bara ráða hvor myndi tala fyrst, ekkert nafn…bara nú megið þið. Ég deili þessu með ykkur af því að eftir þessa heimsókn er ég ekki bara þakklát fyrir að búa við frið, heldur líka fyrir það hvað við lifum í góðu samfélagi. Þetta norræna velferðarsamfélag sem einkennist af félagslegri ábyrgð, lýðræði og jöfnuði. Í fjölskylduvænu samfélagi þar sem jafnrétti kynjanna er það sjálfsagt að okkar konur gátu ákveðið að sleppa því að móðgast við þessa uppákomu í úkraínska þinginu. Ég held að þetta samfélag okkar, sé samfélag sem frjálslynd lútersk kirkja hefur átt mikinn þátt í að byggja upp. Á tímum þar sem valdaskak einstaka þjóðhöfðingja ógnar heimsfriði, er þessi dýrmæta þjóðfélagsgerð okkar síður en svo sjálfsögð. Á tímum þar sem allt í einu er í boði að tala niður minnihlutahópa, konur og mannréttindi er þessi þjóðfélagsgerð viðkvæm. Það er virkilega uppörvandi að sitja á Kirkjuþingi þjóðkirkjunnar og hlusta á fólk tala um hvað við erum stolt af því hvað við erum komin langt í jafnréttismálum. Það er líka gott að heyra vilja þingsins til þess að auka hlut ungs fólks á Kirkjuþingi. Ég er viss um að við finnum leiðir til þess. Við skulum ganga inn í þennan dag þakklát fyrir allt sem hefur áunnist og ákveðin í að halda áfram á þeirri góðu leið sem við erum á sem kirkja. Höfundur er biskupsritari.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun