Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar 30. október 2025 07:00 „Útúr skápnum og áfram Ísland!“ Það sem átti að vera málefnaleg umræða um stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu hefur breyst í persónulegt orðaskak. Magnús Árni Skjöld Magnússon, formaður Evrópuhreyfingarnar og prófessor við Háskólann á Bifröst, skrifaði skoðanagrein á Vísi nýlega þar sem hann svarar Daða Kristjánssyni, framkvæmdastjóra Visku Digital Assets. Daði hafði fjallað um efnahagsvanda Evrópu í greininni sinni í ViðskiptaMogganum og notað líkinguna um brennandi hús. Í stað þess að takast á við rök Daða velur Magnús að beina athyglinni að persónum og heldur því fram að Evrópusinnar séu „enn í skápnum“ og hræddir við menn eins og Davíð Oddsson: fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, forsætisráðherra, utanríkisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins. Það er skrýtin nálgun. Davíð hefur ekki tekið þátt í stjórnmálum í tvo áratugi, fyrir utan að ritstýra Morgunblaðinu. Að draga hann fram sem tákn ótta í pólitískri umræðu árið 2025 segir meira um þá sem gera það en hann sjálfan. Greinin virðist skrifuð í örvæntingu, ekki til að leiðrétta staðreyndir, heldur til að slá ryki í augu lesenda og beina athyglinni frá kjarna málsins. Það vekur einnig athygli að þessi orð koma frá manni sem bæði er formaður hagsmunasamtaka um Evrópumál og prófessor við íslenskan háskóla. Stefna Háskólans á Bifröst byggir á gildum líkt og þeim sem koma fram í Magna Charta Universitatum og samkvæmt þeim ber fræðimönnum að gæta hlutleysis og forðast að nota stöðu sína í pólitískum tilgangi. Fræðimenn njóta trausts samfélagsins vegna þess að almenningur treystir þeim til að rökstyðja mál sitt af fagmennsku. Þegar prófessor í opinberu hlutverki tekur svo einarða afstöðu í pólitískri deilu, án þess að sýna fræðilega fjarlægð eða varfærni, grefur það undan því trausti. Það er þó eitt sem vert er að hafa í huga. Það var ekki Daði Kristjánsson sem fyrst talaði um að „við göngum ekki inn í brennandi hús“ Evrópusambandsins, heldur Jón Baldvin Hannibalsson (RÚV, 7. mars 2016). Jón Baldvin var utanríkisráðherra fyrir Alþýðuflokkinn þegar Ísland samdi um aðild að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og var ásamt Davíð lykilmaður í því að tryggja að Ísland hefði aðgang að innri markaði Evrópu án þess að afsala sér fullveldi. Síðar hefur hann gagnrýnt þá hugmynd að ganga lengra og gerast aðili að Evrópusambandinu, og bent á að slík aðild fæli í sér verulega pólitíska og efnahagslega áhættu. Hann þekkir bæði forsendurnar og afleiðingarnar. Það er athyglisvert að Magnús skuli sniðganga það algjörlega. Grein Daða Kristjánssonar fjallaði um raunveruleg efnahagsvandamál Evrópu: skuldafen Frakka, orkukreppu Þýskalands og stöðnun í framleiðni sem grefur undan evrópskum iðnaði. Um þetta segir Magnús ekki orð. Í staðinn grípur hann til óljósra frasa og tilfinningalegra útspila, eins og umræðan snúist frekar um tiltrú en stefnu. Þögn virðist stundum metin hærra en skoðanaskipti í íslenskri stjórnsýslu. En lýðræði byggist á því að menn þori að tala skýrt, líka þegar það er óþægilegt. Evrópusambandið stendur frammi fyrir djúpum vanda. Að ganga þar inn núna væri ekki skref til framtíðar heldur inn í brennandi hús. Ísland á betra skilið. Við eigum að standa fyrir utan Evrópusambandið og hugsa sjálfstætt. Kannski er það líka góð áminning í svona umræðu að spyrja sig einfaldlega: hvaðan koma peningarnir? Höfundur er verkfræðingur og í stjórn hverfafélags Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Sjá meira
„Útúr skápnum og áfram Ísland!“ Það sem átti að vera málefnaleg umræða um stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu hefur breyst í persónulegt orðaskak. Magnús Árni Skjöld Magnússon, formaður Evrópuhreyfingarnar og prófessor við Háskólann á Bifröst, skrifaði skoðanagrein á Vísi nýlega þar sem hann svarar Daða Kristjánssyni, framkvæmdastjóra Visku Digital Assets. Daði hafði fjallað um efnahagsvanda Evrópu í greininni sinni í ViðskiptaMogganum og notað líkinguna um brennandi hús. Í stað þess að takast á við rök Daða velur Magnús að beina athyglinni að persónum og heldur því fram að Evrópusinnar séu „enn í skápnum“ og hræddir við menn eins og Davíð Oddsson: fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, forsætisráðherra, utanríkisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins. Það er skrýtin nálgun. Davíð hefur ekki tekið þátt í stjórnmálum í tvo áratugi, fyrir utan að ritstýra Morgunblaðinu. Að draga hann fram sem tákn ótta í pólitískri umræðu árið 2025 segir meira um þá sem gera það en hann sjálfan. Greinin virðist skrifuð í örvæntingu, ekki til að leiðrétta staðreyndir, heldur til að slá ryki í augu lesenda og beina athyglinni frá kjarna málsins. Það vekur einnig athygli að þessi orð koma frá manni sem bæði er formaður hagsmunasamtaka um Evrópumál og prófessor við íslenskan háskóla. Stefna Háskólans á Bifröst byggir á gildum líkt og þeim sem koma fram í Magna Charta Universitatum og samkvæmt þeim ber fræðimönnum að gæta hlutleysis og forðast að nota stöðu sína í pólitískum tilgangi. Fræðimenn njóta trausts samfélagsins vegna þess að almenningur treystir þeim til að rökstyðja mál sitt af fagmennsku. Þegar prófessor í opinberu hlutverki tekur svo einarða afstöðu í pólitískri deilu, án þess að sýna fræðilega fjarlægð eða varfærni, grefur það undan því trausti. Það er þó eitt sem vert er að hafa í huga. Það var ekki Daði Kristjánsson sem fyrst talaði um að „við göngum ekki inn í brennandi hús“ Evrópusambandsins, heldur Jón Baldvin Hannibalsson (RÚV, 7. mars 2016). Jón Baldvin var utanríkisráðherra fyrir Alþýðuflokkinn þegar Ísland samdi um aðild að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og var ásamt Davíð lykilmaður í því að tryggja að Ísland hefði aðgang að innri markaði Evrópu án þess að afsala sér fullveldi. Síðar hefur hann gagnrýnt þá hugmynd að ganga lengra og gerast aðili að Evrópusambandinu, og bent á að slík aðild fæli í sér verulega pólitíska og efnahagslega áhættu. Hann þekkir bæði forsendurnar og afleiðingarnar. Það er athyglisvert að Magnús skuli sniðganga það algjörlega. Grein Daða Kristjánssonar fjallaði um raunveruleg efnahagsvandamál Evrópu: skuldafen Frakka, orkukreppu Þýskalands og stöðnun í framleiðni sem grefur undan evrópskum iðnaði. Um þetta segir Magnús ekki orð. Í staðinn grípur hann til óljósra frasa og tilfinningalegra útspila, eins og umræðan snúist frekar um tiltrú en stefnu. Þögn virðist stundum metin hærra en skoðanaskipti í íslenskri stjórnsýslu. En lýðræði byggist á því að menn þori að tala skýrt, líka þegar það er óþægilegt. Evrópusambandið stendur frammi fyrir djúpum vanda. Að ganga þar inn núna væri ekki skref til framtíðar heldur inn í brennandi hús. Ísland á betra skilið. Við eigum að standa fyrir utan Evrópusambandið og hugsa sjálfstætt. Kannski er það líka góð áminning í svona umræðu að spyrja sig einfaldlega: hvaðan koma peningarnir? Höfundur er verkfræðingur og í stjórn hverfafélags Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun