Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar 29. október 2025 15:02 Það er mikið ánægjuefni og markar tímamót í sögu lands og þjóðar að samþykkt hafi verið á Alþingi að framfylgja eigi ítarlegri borgarstefnu fyrir höfuðborgina Reykjavík og svæðisborgina Akureyri. Með því er lögð áhersla á að ríkið horfi til uppbyggingar á tveimur borgarsvæðum í landinu sem verður til heilla fyrir landið allt. Nú skiptir höfuðmáli að vinna hratt og örugglega að aðgerðaáætlun í öllum helstu málaflokkum svo samþykkt þingsályktunartillaga verði ekki bara orðin tóm og marklaust plagg. Bæjarstjórn Akureyrar er reiðubúin að leggja af mörkum alla þá vinnu sem þarf svo raungera megi þá miklu uppbyggingu sem tíunduð er í borgarstefnunni. Svæðisborgin getur þannig orðið enn samkeppnishæfari við höfuðborgina sem spennandi búsetukostur og öflugt atvinnusvæði. Hún ber skyldur gagnvart íbúum sínum og nálægum byggðunum og verður miðja þjónustu og mun þá um leið renna styrkari stoðum undir samfélögin á áhrifasvæði sínu. Nefna má að styrkja þarf stöðu Sjúkrahússins á Akureyri, klára uppbyggingu þess og gera að háskólasjúkrahúsi með auknu samstarfi við Háskólann á Akureyri. Um leið er nauðsynlegt að auka námsframboð á háskólastigi með fjölgun námsgreina. Treysta þarf millilandaflugið sem grundvöll fyrir öflugri ferðaþjónustu og betri lífsgæðum fyrir íbúa. Hækka þarf framlög til menningarsamnings Akureyrarbæjar og ríkisvaldsins. Allt þetta og meira til rennir styrkum stoðum undir bætt búsetuskilyrði á svæðinu og er liður í að efla borgarhlutverk Akureyrar. Öflugt atvinnulíf er algjör forsenda þess að hægt sé að þróa öflugt borgarsvæði. Á Akureyri viljum við byggja upp grænan iðnað og hátæknifyrirtæki, metnaðarfulla og sjálfbæra ferðaþjónustu, beint flug alla daga vikunnar allan ársins hring til annarra Evrópulanda, sterkt atvinnu- og þjónustusvæði fyrir allt Norður- og Austurland. Það er mikilvægt að í boði séu fjölbreytt og spennandi störf sem laða að íbúa og að landshlutinn sé samkeppnishæfur á alþjóðavísu. Með ítarlegri aðgerðaráætlun í öllum helstu málaflokkum samhliða auknum fjárveitingum verður nýsamþykkt borgarstefna trúverðug og mikils virði til framtíðar. Við horfum ótrauð og full sjálfstrausts fram á veginn því Akureyri hefur alla möguleika til þess að vaxa og eflast enn frekar. Ég hvet alþingismenn, þvert á flokka, til að vinna með ráðum og dáð að framgangi borgarstefnunnar. Hér hefur verið stigið stórt skref sem ég er fullviss um að verður okkur öllum til góðs. Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Það er mikið ánægjuefni og markar tímamót í sögu lands og þjóðar að samþykkt hafi verið á Alþingi að framfylgja eigi ítarlegri borgarstefnu fyrir höfuðborgina Reykjavík og svæðisborgina Akureyri. Með því er lögð áhersla á að ríkið horfi til uppbyggingar á tveimur borgarsvæðum í landinu sem verður til heilla fyrir landið allt. Nú skiptir höfuðmáli að vinna hratt og örugglega að aðgerðaáætlun í öllum helstu málaflokkum svo samþykkt þingsályktunartillaga verði ekki bara orðin tóm og marklaust plagg. Bæjarstjórn Akureyrar er reiðubúin að leggja af mörkum alla þá vinnu sem þarf svo raungera megi þá miklu uppbyggingu sem tíunduð er í borgarstefnunni. Svæðisborgin getur þannig orðið enn samkeppnishæfari við höfuðborgina sem spennandi búsetukostur og öflugt atvinnusvæði. Hún ber skyldur gagnvart íbúum sínum og nálægum byggðunum og verður miðja þjónustu og mun þá um leið renna styrkari stoðum undir samfélögin á áhrifasvæði sínu. Nefna má að styrkja þarf stöðu Sjúkrahússins á Akureyri, klára uppbyggingu þess og gera að háskólasjúkrahúsi með auknu samstarfi við Háskólann á Akureyri. Um leið er nauðsynlegt að auka námsframboð á háskólastigi með fjölgun námsgreina. Treysta þarf millilandaflugið sem grundvöll fyrir öflugri ferðaþjónustu og betri lífsgæðum fyrir íbúa. Hækka þarf framlög til menningarsamnings Akureyrarbæjar og ríkisvaldsins. Allt þetta og meira til rennir styrkum stoðum undir bætt búsetuskilyrði á svæðinu og er liður í að efla borgarhlutverk Akureyrar. Öflugt atvinnulíf er algjör forsenda þess að hægt sé að þróa öflugt borgarsvæði. Á Akureyri viljum við byggja upp grænan iðnað og hátæknifyrirtæki, metnaðarfulla og sjálfbæra ferðaþjónustu, beint flug alla daga vikunnar allan ársins hring til annarra Evrópulanda, sterkt atvinnu- og þjónustusvæði fyrir allt Norður- og Austurland. Það er mikilvægt að í boði séu fjölbreytt og spennandi störf sem laða að íbúa og að landshlutinn sé samkeppnishæfur á alþjóðavísu. Með ítarlegri aðgerðaráætlun í öllum helstu málaflokkum samhliða auknum fjárveitingum verður nýsamþykkt borgarstefna trúverðug og mikils virði til framtíðar. Við horfum ótrauð og full sjálfstrausts fram á veginn því Akureyri hefur alla möguleika til þess að vaxa og eflast enn frekar. Ég hvet alþingismenn, þvert á flokka, til að vinna með ráðum og dáð að framgangi borgarstefnunnar. Hér hefur verið stigið stórt skref sem ég er fullviss um að verður okkur öllum til góðs. Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun