„Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar 30. október 2025 09:01 Ríkisstjórnin kynnti í gærdag húsnæðispakka sem á að leysa vandann á húsnæðismarkaði. En þegar betur er að gáð blasir við að verið er að setja plástur á sár sem krefst skurðaðgerðar. Eru engin áform um niðurskurð ríkisútgjalda til að slá á þensluna, vextina? Með því að auka við hlutdeildarlán, rýmka úttekt séreignarsparnaðar og bæta við nýjum hvötum til lánveitinga, er í raun verið að bæta olíu á eldinn. Þessi úrræði hækka kaupmátt fólks til skamms tíma en þau halda verðinu uppi á markaði sem er þegar ósjálfbær. Þetta eru eftirspurnarhvatar, ekki framboðslausnir. Uppbygging um 4000 íbúða í Úlfarsárdal er ekki að mæta eftirspurninni í dag. Við vitum hvað þarf. Það þarf að byggja meira, fyrr og ódýrara. Það þarf að gera skipulagsferli einfaldara, samræma reglur og tryggja að innviðir fylgi. Það er framboð sem jafnar markaðinn, ekki fleiri óhagkvæm lán. Mun útdeiling verkefna til COWI og annarra ráðgjafa utanhúss frá sveitastjórnum virkilega einfalda ferlið? Það er einnig spurning um réttlæti milli kynslóða. Yngra fólk á að nota framtíðarsparnað sinn til að kaupa húsnæði á toppverði á meðan eldri kynslóðin hefur þegar notið áratuga verðhækkana. Þetta er ekki jafnræði, þetta er tilfærsla úr framtíðinni til fortíðar. Við þurfum ríkisstjórn sem þorir að skera niður eigin yfirbyggingu, skera báknið burt. Við þurfum húsnæðisstefnu sem byggir upp, ekki stefnu sem blæs upp. Við þurfum stefnu sem tryggir lífeyri framtíðarinnar, ekki stefnu sem eyðir honum í dag. Og við þurfum að hugsa húsnæðismál sem varanleg efnahagsmál, ekki sem skammtíma kosningamál. Höfundur er oddviti Miðflokksins í Mosfellsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti í gærdag húsnæðispakka sem á að leysa vandann á húsnæðismarkaði. En þegar betur er að gáð blasir við að verið er að setja plástur á sár sem krefst skurðaðgerðar. Eru engin áform um niðurskurð ríkisútgjalda til að slá á þensluna, vextina? Með því að auka við hlutdeildarlán, rýmka úttekt séreignarsparnaðar og bæta við nýjum hvötum til lánveitinga, er í raun verið að bæta olíu á eldinn. Þessi úrræði hækka kaupmátt fólks til skamms tíma en þau halda verðinu uppi á markaði sem er þegar ósjálfbær. Þetta eru eftirspurnarhvatar, ekki framboðslausnir. Uppbygging um 4000 íbúða í Úlfarsárdal er ekki að mæta eftirspurninni í dag. Við vitum hvað þarf. Það þarf að byggja meira, fyrr og ódýrara. Það þarf að gera skipulagsferli einfaldara, samræma reglur og tryggja að innviðir fylgi. Það er framboð sem jafnar markaðinn, ekki fleiri óhagkvæm lán. Mun útdeiling verkefna til COWI og annarra ráðgjafa utanhúss frá sveitastjórnum virkilega einfalda ferlið? Það er einnig spurning um réttlæti milli kynslóða. Yngra fólk á að nota framtíðarsparnað sinn til að kaupa húsnæði á toppverði á meðan eldri kynslóðin hefur þegar notið áratuga verðhækkana. Þetta er ekki jafnræði, þetta er tilfærsla úr framtíðinni til fortíðar. Við þurfum ríkisstjórn sem þorir að skera niður eigin yfirbyggingu, skera báknið burt. Við þurfum húsnæðisstefnu sem byggir upp, ekki stefnu sem blæs upp. Við þurfum stefnu sem tryggir lífeyri framtíðarinnar, ekki stefnu sem eyðir honum í dag. Og við þurfum að hugsa húsnæðismál sem varanleg efnahagsmál, ekki sem skammtíma kosningamál. Höfundur er oddviti Miðflokksins í Mosfellsbæ.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar