Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar 31. október 2025 07:03 Á þessum degi fyrir fimmtíu árum, 31. október 1975, héldu fyrstu hersveitir Marokkóhers yfir landamærin til nágrannalandsins Vestur-Sahara – sem þá nefndist raunar Spænska-Sahara. Tildrögin voru þau að Alþjóðadómstóllinn í Haag hafði fyrr í sama mánuði kveðið upp þann úrskurð að Spánverjum bæri að yfirgefa þessa síðustu nýlendu sína í Afríku og íbúar landsins, Sahrawi-þjóðin, skyldi sjálf fá að ákveða framtíð sína. Dómurinn hafnaði jafnframt landakröfum grannríkjanna Marokkó og Máritaníu. Marokkóstjórn ákvað þegar að hafa þennan úrskurð að engu. Hermenn voru sendir á vettvang og viku síðar skipulagði konungsstjórnin í Marokkó gríðarfjölmenna aðgerð sem kölluð var „Græna gangan“, þar sem hundruð þúsunda Marokkómanna héldu inn í Vestur-Sahara. Gangan varð til þess að herforingjastjórnin á Spáni, sem riðaði til falls þar sem Franco foringi hennar lá á banabeði, dró sig í skyndi frá landinu. Við tók blóðug styrjöld milli herja Marokkó, Máritaníu og sjálfstæðishreyfingar Sahrawi-þjóðarinnar, Polisario. Niðurstaða styrjaldarinnar var nánast fullnaðarsigur Marokkó sem sölsaði undir sig mestallt landið, þar með talið nær allar náttúruauðlindir. Til að nýta þessi stolnu landgæði voru þegar hafnir stórfelldir flutningar Marokkóbúa til Vestur-Sahara. Sahrawi-þjóðin var klofin í tvennt. Hluti hennar hefur mátt sætta sig við að vera annars flokks þegnar í eigin landi, en hinn hlutinn hefst við á þunnri landræmu í eyðimörkinni, sem er girt af með lengsta aðskilnaðarmúr í heimi og aragrúa jarðsprengja eða býr í flóttamannabúðum í grannríkinu Alsír. Þar hafa nú heilu kynslóðirnar alist upp við hörmulegar aðstæður og með litla von um betri framtíð. Hernám og arðrán Marokkóstjórnar í Vestur-Sahara er eitt grímulausasta brot samtímans á alþjóðalögum og gegn sjálfsákvörðunarrétti smáþjóða. Pólitísk hentistefna ríkja á borð við Frakka og í seinni tíð ríkisstjórnar Donalds Trump hefur gert stjórninni í Rabat kleift að fótum troða mannréttindi og gefa alþjóðasamfélaginu langt nef. Fyrir smáríki eins og Ísland, ættu örlög Sahrawi-fólksins, fiskveiðiþjóðar við Atlantshaf með álíka íbúafjölda og okkar, að vera sérstakt áhugaefni. Alþingi samþykkti þingsályktun vorið 2014 þar sem stuðningurinn við sjálfsákvörðunarrétt íbúa Vestur-Sahara var áréttaður og utanríkisráðherra falið að halda þeim sjónarmiðum á lofti á alþjóðavettvangi. Í kjölfarið ræddi þáverandi utanríkisráðherra um málefni Vestur-Sahara í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og fulltrúar Íslands saumuðu að kollegum sínum frá Marokkó á vettvangi Mannréttindaráðsins. Full ástæða er til að hvetja núverandi utanríkisráðherra Íslands til að halda þessari baráttu áfram. Höfundur er sagnfræðingur og vinur Vestur-Sahara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Marokkó Vestur-Sahara Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Á þessum degi fyrir fimmtíu árum, 31. október 1975, héldu fyrstu hersveitir Marokkóhers yfir landamærin til nágrannalandsins Vestur-Sahara – sem þá nefndist raunar Spænska-Sahara. Tildrögin voru þau að Alþjóðadómstóllinn í Haag hafði fyrr í sama mánuði kveðið upp þann úrskurð að Spánverjum bæri að yfirgefa þessa síðustu nýlendu sína í Afríku og íbúar landsins, Sahrawi-þjóðin, skyldi sjálf fá að ákveða framtíð sína. Dómurinn hafnaði jafnframt landakröfum grannríkjanna Marokkó og Máritaníu. Marokkóstjórn ákvað þegar að hafa þennan úrskurð að engu. Hermenn voru sendir á vettvang og viku síðar skipulagði konungsstjórnin í Marokkó gríðarfjölmenna aðgerð sem kölluð var „Græna gangan“, þar sem hundruð þúsunda Marokkómanna héldu inn í Vestur-Sahara. Gangan varð til þess að herforingjastjórnin á Spáni, sem riðaði til falls þar sem Franco foringi hennar lá á banabeði, dró sig í skyndi frá landinu. Við tók blóðug styrjöld milli herja Marokkó, Máritaníu og sjálfstæðishreyfingar Sahrawi-þjóðarinnar, Polisario. Niðurstaða styrjaldarinnar var nánast fullnaðarsigur Marokkó sem sölsaði undir sig mestallt landið, þar með talið nær allar náttúruauðlindir. Til að nýta þessi stolnu landgæði voru þegar hafnir stórfelldir flutningar Marokkóbúa til Vestur-Sahara. Sahrawi-þjóðin var klofin í tvennt. Hluti hennar hefur mátt sætta sig við að vera annars flokks þegnar í eigin landi, en hinn hlutinn hefst við á þunnri landræmu í eyðimörkinni, sem er girt af með lengsta aðskilnaðarmúr í heimi og aragrúa jarðsprengja eða býr í flóttamannabúðum í grannríkinu Alsír. Þar hafa nú heilu kynslóðirnar alist upp við hörmulegar aðstæður og með litla von um betri framtíð. Hernám og arðrán Marokkóstjórnar í Vestur-Sahara er eitt grímulausasta brot samtímans á alþjóðalögum og gegn sjálfsákvörðunarrétti smáþjóða. Pólitísk hentistefna ríkja á borð við Frakka og í seinni tíð ríkisstjórnar Donalds Trump hefur gert stjórninni í Rabat kleift að fótum troða mannréttindi og gefa alþjóðasamfélaginu langt nef. Fyrir smáríki eins og Ísland, ættu örlög Sahrawi-fólksins, fiskveiðiþjóðar við Atlantshaf með álíka íbúafjölda og okkar, að vera sérstakt áhugaefni. Alþingi samþykkti þingsályktun vorið 2014 þar sem stuðningurinn við sjálfsákvörðunarrétt íbúa Vestur-Sahara var áréttaður og utanríkisráðherra falið að halda þeim sjónarmiðum á lofti á alþjóðavettvangi. Í kjölfarið ræddi þáverandi utanríkisráðherra um málefni Vestur-Sahara í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og fulltrúar Íslands saumuðu að kollegum sínum frá Marokkó á vettvangi Mannréttindaráðsins. Full ástæða er til að hvetja núverandi utanríkisráðherra Íslands til að halda þessari baráttu áfram. Höfundur er sagnfræðingur og vinur Vestur-Sahara.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun