Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar 29. október 2025 11:00 Sagan af Bartleby skrifara eftir Herman Melville er ein sú þekktasta sem gerir að viðfangsefni sínu eitraða vinnustaðamenningu. Hún hefur meðal annars hlotið náð fyrir augum ritstjórnar stórblaðsins The Economist, þar sem fastur dálkur blaðsins um vinnustaðamenningu heitir eftir Bartleby þessum. Sagan fjallar í stuttu máli um ritarann Bartleby sem ræður sig til vinnu á virðulegri lögfræðistofu í New York. Í upphafi er Bartleby iðinn og sinnir þeim störfum sem honum eru ætluð en einn daginn þegar hann er beðinn um að prófarkalesa skjal segir hann einfaldlega: „ég kýs það síður.“ Það kemur á yfirmann hans sem virðir það við Bartleby fyrst um sinn en gamanið kárnar þegar Bartleby tekur að svara þessu til í hvert skipti sem hann er beðinn um að inna af hendi eitthvert verkefni. Úr verður kafkaískur söguþráður þar sem yfirmaðurinn fær sig ekki til að reka Bartleby og lesandinn er skilinn eftir í einhverskonar hárreitingarástandi því upp frá þeim degi vinnur skrifarinn ekki handtak. Eina lausnin sem lögfræðingnum hugkvæmist er að flytja fyrirtækið í heild sinni á nýjan stað en Bartleby verður eftir á gamla staðnum. En blessunarlega er þetta bara skáldskapur. Eða hvað? Það er jú margt í sögunni af Bartleby sem rímar ágætlega við raunheima, og þá sérstaklega þegar kemur að opinberum vinnumarkaði. Þar er búið að skapa svo flókið net af réttindum og formkröfum að stjórnendur veigra sér við að láta fólk sem sannarlega eitrar vinnustaðamenninguna fara. Reglulega heyrast innan úr ráðuneytum og stofnunum sögur af einstaka starfsmönnum sem komast upp með að sinna ekki verkefnum eða koma þeim yfir á samstarfsfólk sitt. Það er hérumbil orðið fréttnæmt ef opinberu starfsfólki er sagt upp störfum. Þó að meginþorri opinberra starfsmanna hafi sannarlega metnað til að sinna starfi sínu vel fyrir land og þjóð, vitum við að oft þarf ekki nema einn til að eitra starfsumhverfið. Enda kemur nú í ljós að mun fleiri opinberir starfsmenn eru fylgjandi því að afnema áminningarskyldu ríkisstarfsmanna en ekki - 48% opinberra starfsmanna eru því fylgjandi en 32% eru andvígir. Vel virkandi opinber þjónusta snýst ekki eingöngu um fólkið sem veitir þjónustuna heldur líka þá sem hana þiggja. Það skiptir atvinnulífið og almenna borgara auðvitað máli að hið opinbera virki sem best, að eftirlit sé skilvirkt, erindum sé svarað og lagasetning sé vönduð svo dæmi séu nefnd. Það kemur því ekki mjög á óvart að samkvæmt nýrri könnun Maskínu er meirihluti landsmanna hlynntur afnámi áminningarskyldunnar. Við hjá Samtökum atvinnulífsins höfum stutt áform stjórnvalda um að afnema áminningarskyldu starfsmanna ríkisins, bæði vegna þess að við teljum það geta aukið gæði opinberrar þjónustu en ekki síður vegna þess að við teljum að jafnræði þurfi að ríkja þegar kemur að réttindum starfsmanna á almenna og opinbera vinnumarkaðinum. Þó er ljóst að afnám áminningarskyldu er aðeins fyrsta skrefið í áttina að því að samræma réttindi á milli markaða. Áfram munu ákvæði stjórnsýslulaga gilda um uppsagnir opinberra starfsmanna sem veldur því að áhrif af afnámi áminningarskyldunnar í óbreyttu formi verða minni en margir gera ráð fyrir. Ef vel á að vera þyrfti að taka á hvoru tveggja þannig að sambærilegar reglur myndu gilda og á hinum almenna vinnumarkaði. Það má hrósa stjórnvöldum fyrir að hefja vegferðina til að leiðrétta hið kafkaíska umhverfi opinbers vinnumarkaðar, en það er okkar von að þau fari alla leið. Höfundur er forstöðumaður málefnasviðs Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísak Einar Rúnarsson Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Sagan af Bartleby skrifara eftir Herman Melville er ein sú þekktasta sem gerir að viðfangsefni sínu eitraða vinnustaðamenningu. Hún hefur meðal annars hlotið náð fyrir augum ritstjórnar stórblaðsins The Economist, þar sem fastur dálkur blaðsins um vinnustaðamenningu heitir eftir Bartleby þessum. Sagan fjallar í stuttu máli um ritarann Bartleby sem ræður sig til vinnu á virðulegri lögfræðistofu í New York. Í upphafi er Bartleby iðinn og sinnir þeim störfum sem honum eru ætluð en einn daginn þegar hann er beðinn um að prófarkalesa skjal segir hann einfaldlega: „ég kýs það síður.“ Það kemur á yfirmann hans sem virðir það við Bartleby fyrst um sinn en gamanið kárnar þegar Bartleby tekur að svara þessu til í hvert skipti sem hann er beðinn um að inna af hendi eitthvert verkefni. Úr verður kafkaískur söguþráður þar sem yfirmaðurinn fær sig ekki til að reka Bartleby og lesandinn er skilinn eftir í einhverskonar hárreitingarástandi því upp frá þeim degi vinnur skrifarinn ekki handtak. Eina lausnin sem lögfræðingnum hugkvæmist er að flytja fyrirtækið í heild sinni á nýjan stað en Bartleby verður eftir á gamla staðnum. En blessunarlega er þetta bara skáldskapur. Eða hvað? Það er jú margt í sögunni af Bartleby sem rímar ágætlega við raunheima, og þá sérstaklega þegar kemur að opinberum vinnumarkaði. Þar er búið að skapa svo flókið net af réttindum og formkröfum að stjórnendur veigra sér við að láta fólk sem sannarlega eitrar vinnustaðamenninguna fara. Reglulega heyrast innan úr ráðuneytum og stofnunum sögur af einstaka starfsmönnum sem komast upp með að sinna ekki verkefnum eða koma þeim yfir á samstarfsfólk sitt. Það er hérumbil orðið fréttnæmt ef opinberu starfsfólki er sagt upp störfum. Þó að meginþorri opinberra starfsmanna hafi sannarlega metnað til að sinna starfi sínu vel fyrir land og þjóð, vitum við að oft þarf ekki nema einn til að eitra starfsumhverfið. Enda kemur nú í ljós að mun fleiri opinberir starfsmenn eru fylgjandi því að afnema áminningarskyldu ríkisstarfsmanna en ekki - 48% opinberra starfsmanna eru því fylgjandi en 32% eru andvígir. Vel virkandi opinber þjónusta snýst ekki eingöngu um fólkið sem veitir þjónustuna heldur líka þá sem hana þiggja. Það skiptir atvinnulífið og almenna borgara auðvitað máli að hið opinbera virki sem best, að eftirlit sé skilvirkt, erindum sé svarað og lagasetning sé vönduð svo dæmi séu nefnd. Það kemur því ekki mjög á óvart að samkvæmt nýrri könnun Maskínu er meirihluti landsmanna hlynntur afnámi áminningarskyldunnar. Við hjá Samtökum atvinnulífsins höfum stutt áform stjórnvalda um að afnema áminningarskyldu starfsmanna ríkisins, bæði vegna þess að við teljum það geta aukið gæði opinberrar þjónustu en ekki síður vegna þess að við teljum að jafnræði þurfi að ríkja þegar kemur að réttindum starfsmanna á almenna og opinbera vinnumarkaðinum. Þó er ljóst að afnám áminningarskyldu er aðeins fyrsta skrefið í áttina að því að samræma réttindi á milli markaða. Áfram munu ákvæði stjórnsýslulaga gilda um uppsagnir opinberra starfsmanna sem veldur því að áhrif af afnámi áminningarskyldunnar í óbreyttu formi verða minni en margir gera ráð fyrir. Ef vel á að vera þyrfti að taka á hvoru tveggja þannig að sambærilegar reglur myndu gilda og á hinum almenna vinnumarkaði. Það má hrósa stjórnvöldum fyrir að hefja vegferðina til að leiðrétta hið kafkaíska umhverfi opinbers vinnumarkaðar, en það er okkar von að þau fari alla leið. Höfundur er forstöðumaður málefnasviðs Samtaka atvinnulífsins.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun