Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar 29. október 2025 14:02 Hvernig umönnun og tækni mætast í þágu öryggis og tengsla Í samfélagi sem er á fleygiferð, þar sem tækni og samfélagsmiðlar hafa tekið yfirhöndina, sýna rannsóknir að einmanaleiki og félagsleg einangrun eru að aukast. Það er hliðarverkun sem við bjuggumst kannski ekki við á þessari samfélagsmiðlaöld. Við höfum aldrei verið tengdari, en á sama tíma aldrei verið jafn ein. Tæknin þarf þó ekki að vera andstæða mannlegrar nándar, heldur getur hún verið leiðin að henni ef að við notum hana rétt. Þetta snýst nefnilega ekki um tæknina sjálfa, heldur hvernig við notum hana. Þegar hún er notuð til að hlusta, sýna umhyggju og vera til staðar, þá tengir hún fólk í stað þess að fjarlægja það hvert frá öðru. Þegar ég hóf störf hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar og tók við fjarheimaþjónustu sviðsins varð ég uppnumin af því sem við gátum gert og þeim stuðningi sem við gátum veitt í gegnum skjáheimsóknir. Ég fór að tengjast fólki í gegnum endurtekin samtöl og jafnvel vingast við einstaklinga sem ég sá aðeins í gegnum skjáinn. Þetta voru alvarleg samtöl um heilsu, líðan og daglegt líf en líka spjall um samtímann og það liðna, skemmtilegar sögur og hlátursköst. Samtölin voru líka vettvangur ráðgjafar og eftirlits, að fylgjast með heilsu, veita leiðsögn og hjálpa fólki að rata í gegnum kerfið þegar þörf var á. Ég fann fljótt að þessi þjónusta skipti marga miklu máli og að hún hafði bein áhrif á daglegt líf og líðan þeirra. Mér fannst líka svo fallegt að sjá hvernig traust og tengsl gátu myndast án þess að fara inn á heimili fólks. Margir sögðu mér að þeim fyndist þetta fyrirkomulag jafnvel þægilegra en að þurfa að taka á móti fólki heima. Við skjáinn myndast ósýnileg tengsl og traust sem veita bæði öryggi, stuðning og þá dýrmætu tilfinningu að vera ekki ein. Þetta er mín eigin upplifun af þjónustunni og það sem ég trúi að fólkið sem við sinnum upplifi líka. Niðurstöður staðfesta það sem hjartað vissi „Félagslegur stuðningur dregur mig út úr holunni sem ég var búin að grafa mig í. Ég hlakka til að hitta þær á skjánum á hverjum degi.“ Frá árinu 2020 hefur Reykjavíkurborg boðið upp á skjáheimsóknir sem hluta af fjarheimaþjónustu. Þjónustan hefur vaxið jafnt og þétt og er nú orðin hluti af daglegum stuðningi við íbúa sem fá heimahjúkrun og heimastuðning. Með þessu hefur borgin verið brautryðjandi í að samþætta félagslega umönnun og velferðartækni í þágu öryggis og lífsgæða. Ég trúði frá upphafi að þjónustan hefði raunveruleg áhrif á líðan fólks og þess vegna er svo dýrmætt að fá staðfestingu á að skjáheimsóknir eru þjónusta sem veitir fólki öryggiskennd, tengingu og hefur raunveruleg áhrif á einmanaleika. Í nýjustu þjónustukönnun árið 2025 sögðust 83% notenda skjáheimsókna upplifa aukið öryggi heima fyrir og margir lýstu því hvað það skipti máli að vita að einhver hefði auga með þeim. Einn þátttakandi orðaði það á einfaldan og fallegan hátt: „Það er gott að vita að það er einhver sem hringir og tékkar á mér. Þá er maður ekki einn í heiminum.“ En það sem stendur upp úr er hversu áhrifin eru djúpstæð. Flestir sögðu að skjáheimsóknir lífguðu upp á daginn, að það væri gott að hlæja, spjalla og hlakka til næsta símtals. 79% þeirra sem finna fyrir einmanaleika upplifa að þjónustan dragi úr honum og margir sögðu að þessi reglulegu samtöl væru orðin hluti af lífinu, eins og að eiga vin á hinum endanum. Þessar niðurstöður endurspegla líka starfsfólkið okkar. Við höfum verið heppin að fá til okkar hjartahlýtt og gott starfsfólk sem er umhugað um náungann. Fólk sem sækir um starfið gerir það af kærleika og með það að markmiði að láta öðrum líða vel. Það skilar sér í hverju samtali, brosi, spjalli og í því að hlusta af alvöru. Notendur segja að það skipti miklu máli að sama starfsfólkið hringi og við það dýpki tengslin, traustið eykst og samkenndin verður sterkari. Skjáheimsóknir eru þannig ekki aðeins „þjónusta“ heldur félagsleg tenging. Þjónustan veitir líka ákveðið aðhald, til dæmis að minna á lyf, hvetja til hreyfingar eða einfaldlega að halda í gleðina í daglegu lífi. Það er þessi blanda af umhyggju, eftirfylgni og einlægum samskiptum sem gerir skjáheimsóknir svo einstakar. Nálægð án nærveru Skjáheimsóknir sýna að mannleg nánd þarf ekki endilega að byggjast á líkamlegri nærveru. Tæknin getur verið brú sem tengir fólk og styður við sjálfstætt líf á eigin heimili. Fyrir marga er það jafnvel þægilegra að geta talað við starfsfólk í ró og næði, heima hjá sér, án þess að þurfa að „bjóða heim“. En skjáheimsóknir eru ekki bara hlý og mannleg þjónusta, þær eru líka skilvirk og sveigjanleg lausn til að veita stuðning í heimahúsi. Þær gera okkur kleift að þjónusta fleiri án þess að þurfa að eyða tíma í akstur milli heimila. Við ljúkum einfaldlega samtalinu og hringjum í þann næsta. Þannig nýtist tími starfsfólks betur, sem þýðir meiri nærvera og þjónusta fyrir fleiri sem þurfa á því að halda. Þetta hefur skilað okkur miklum árangri hér í Reykjavík, en ávinningurinn gæti orðið margfaldur ef samskonar þjónusta væri í boði alls staðar á landinu og ekki síst á landsbyggðinni þar sem fjarlægðir eru meiri. Fyrir notendur er þetta jafnframt miklu sveigjanlegra og minna mál. Það eina sem þarf er að vera heima, hafa skjáinn við hendina og ýta á græna takkann til að svara. Þessi sveigjanleiki og nærvera gera skjáheimsóknir að lifandi dæmi um hvernig tækni og umhyggja geta farið saman, hvernig hægt er að gera þjónustu bæði mannlegri og markvissari, án þess að glata hlýjunni og þeirri mannlegu nánd sem gerir þjónustu í heimahúsi einstaka. Skjáheimsóknir eru því ekki eingöngu heimaþjónusta í nýju formi, þær eru samfélagsleg nýsköpun sem brúa bilið milli tækni og mannlegra samskipta. Þær eru eitt af þeim verkfærum sem við getum notað til að gera einstaklingum kleift að búa lengur á eigin heimili með auknu öryggi, en ekki síður með meiri félagslegri tengingu. Í samfélagi þar sem einmanaleiki er oft dulin áskorun geta skjáheimsóknir orðið lykill að betri líðan, auknu öryggi og meiri lífsgæðum. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri samþættrar heimaþjónustu á skrifstofu öldrunarmála Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Félagsmál Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvernig umönnun og tækni mætast í þágu öryggis og tengsla Í samfélagi sem er á fleygiferð, þar sem tækni og samfélagsmiðlar hafa tekið yfirhöndina, sýna rannsóknir að einmanaleiki og félagsleg einangrun eru að aukast. Það er hliðarverkun sem við bjuggumst kannski ekki við á þessari samfélagsmiðlaöld. Við höfum aldrei verið tengdari, en á sama tíma aldrei verið jafn ein. Tæknin þarf þó ekki að vera andstæða mannlegrar nándar, heldur getur hún verið leiðin að henni ef að við notum hana rétt. Þetta snýst nefnilega ekki um tæknina sjálfa, heldur hvernig við notum hana. Þegar hún er notuð til að hlusta, sýna umhyggju og vera til staðar, þá tengir hún fólk í stað þess að fjarlægja það hvert frá öðru. Þegar ég hóf störf hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar og tók við fjarheimaþjónustu sviðsins varð ég uppnumin af því sem við gátum gert og þeim stuðningi sem við gátum veitt í gegnum skjáheimsóknir. Ég fór að tengjast fólki í gegnum endurtekin samtöl og jafnvel vingast við einstaklinga sem ég sá aðeins í gegnum skjáinn. Þetta voru alvarleg samtöl um heilsu, líðan og daglegt líf en líka spjall um samtímann og það liðna, skemmtilegar sögur og hlátursköst. Samtölin voru líka vettvangur ráðgjafar og eftirlits, að fylgjast með heilsu, veita leiðsögn og hjálpa fólki að rata í gegnum kerfið þegar þörf var á. Ég fann fljótt að þessi þjónusta skipti marga miklu máli og að hún hafði bein áhrif á daglegt líf og líðan þeirra. Mér fannst líka svo fallegt að sjá hvernig traust og tengsl gátu myndast án þess að fara inn á heimili fólks. Margir sögðu mér að þeim fyndist þetta fyrirkomulag jafnvel þægilegra en að þurfa að taka á móti fólki heima. Við skjáinn myndast ósýnileg tengsl og traust sem veita bæði öryggi, stuðning og þá dýrmætu tilfinningu að vera ekki ein. Þetta er mín eigin upplifun af þjónustunni og það sem ég trúi að fólkið sem við sinnum upplifi líka. Niðurstöður staðfesta það sem hjartað vissi „Félagslegur stuðningur dregur mig út úr holunni sem ég var búin að grafa mig í. Ég hlakka til að hitta þær á skjánum á hverjum degi.“ Frá árinu 2020 hefur Reykjavíkurborg boðið upp á skjáheimsóknir sem hluta af fjarheimaþjónustu. Þjónustan hefur vaxið jafnt og þétt og er nú orðin hluti af daglegum stuðningi við íbúa sem fá heimahjúkrun og heimastuðning. Með þessu hefur borgin verið brautryðjandi í að samþætta félagslega umönnun og velferðartækni í þágu öryggis og lífsgæða. Ég trúði frá upphafi að þjónustan hefði raunveruleg áhrif á líðan fólks og þess vegna er svo dýrmætt að fá staðfestingu á að skjáheimsóknir eru þjónusta sem veitir fólki öryggiskennd, tengingu og hefur raunveruleg áhrif á einmanaleika. Í nýjustu þjónustukönnun árið 2025 sögðust 83% notenda skjáheimsókna upplifa aukið öryggi heima fyrir og margir lýstu því hvað það skipti máli að vita að einhver hefði auga með þeim. Einn þátttakandi orðaði það á einfaldan og fallegan hátt: „Það er gott að vita að það er einhver sem hringir og tékkar á mér. Þá er maður ekki einn í heiminum.“ En það sem stendur upp úr er hversu áhrifin eru djúpstæð. Flestir sögðu að skjáheimsóknir lífguðu upp á daginn, að það væri gott að hlæja, spjalla og hlakka til næsta símtals. 79% þeirra sem finna fyrir einmanaleika upplifa að þjónustan dragi úr honum og margir sögðu að þessi reglulegu samtöl væru orðin hluti af lífinu, eins og að eiga vin á hinum endanum. Þessar niðurstöður endurspegla líka starfsfólkið okkar. Við höfum verið heppin að fá til okkar hjartahlýtt og gott starfsfólk sem er umhugað um náungann. Fólk sem sækir um starfið gerir það af kærleika og með það að markmiði að láta öðrum líða vel. Það skilar sér í hverju samtali, brosi, spjalli og í því að hlusta af alvöru. Notendur segja að það skipti miklu máli að sama starfsfólkið hringi og við það dýpki tengslin, traustið eykst og samkenndin verður sterkari. Skjáheimsóknir eru þannig ekki aðeins „þjónusta“ heldur félagsleg tenging. Þjónustan veitir líka ákveðið aðhald, til dæmis að minna á lyf, hvetja til hreyfingar eða einfaldlega að halda í gleðina í daglegu lífi. Það er þessi blanda af umhyggju, eftirfylgni og einlægum samskiptum sem gerir skjáheimsóknir svo einstakar. Nálægð án nærveru Skjáheimsóknir sýna að mannleg nánd þarf ekki endilega að byggjast á líkamlegri nærveru. Tæknin getur verið brú sem tengir fólk og styður við sjálfstætt líf á eigin heimili. Fyrir marga er það jafnvel þægilegra að geta talað við starfsfólk í ró og næði, heima hjá sér, án þess að þurfa að „bjóða heim“. En skjáheimsóknir eru ekki bara hlý og mannleg þjónusta, þær eru líka skilvirk og sveigjanleg lausn til að veita stuðning í heimahúsi. Þær gera okkur kleift að þjónusta fleiri án þess að þurfa að eyða tíma í akstur milli heimila. Við ljúkum einfaldlega samtalinu og hringjum í þann næsta. Þannig nýtist tími starfsfólks betur, sem þýðir meiri nærvera og þjónusta fyrir fleiri sem þurfa á því að halda. Þetta hefur skilað okkur miklum árangri hér í Reykjavík, en ávinningurinn gæti orðið margfaldur ef samskonar þjónusta væri í boði alls staðar á landinu og ekki síst á landsbyggðinni þar sem fjarlægðir eru meiri. Fyrir notendur er þetta jafnframt miklu sveigjanlegra og minna mál. Það eina sem þarf er að vera heima, hafa skjáinn við hendina og ýta á græna takkann til að svara. Þessi sveigjanleiki og nærvera gera skjáheimsóknir að lifandi dæmi um hvernig tækni og umhyggja geta farið saman, hvernig hægt er að gera þjónustu bæði mannlegri og markvissari, án þess að glata hlýjunni og þeirri mannlegu nánd sem gerir þjónustu í heimahúsi einstaka. Skjáheimsóknir eru því ekki eingöngu heimaþjónusta í nýju formi, þær eru samfélagsleg nýsköpun sem brúa bilið milli tækni og mannlegra samskipta. Þær eru eitt af þeim verkfærum sem við getum notað til að gera einstaklingum kleift að búa lengur á eigin heimili með auknu öryggi, en ekki síður með meiri félagslegri tengingu. Í samfélagi þar sem einmanaleiki er oft dulin áskorun geta skjáheimsóknir orðið lykill að betri líðan, auknu öryggi og meiri lífsgæðum. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri samþættrar heimaþjónustu á skrifstofu öldrunarmála Reykjavíkurborgar.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun