Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar 31. október 2025 07:03 Í fyrradag kynnti ríkisstjórnin fyrsta „húsnæðispakka“ sinn með pompi og prakt í Fram heimilinu í Úlfarsárdal. Í pakkanum kennir ýmissa grasa og má þar meðal annars finna nokkrar afbragðs hugmyndir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað fyrir en hafa hingað til ekki fengið hljómgrunn innan ríkisstjórnarflokkana, líkt og að séreignarsparnaðarleiðin sem flokkurinn hefur lengi haldið á lofti verði fest í sessi, breytingar á byggingarreglugerð og skilvirkara eftirlit og því ber að fagna. Fastir liðir eins og venjulega Þrátt fyrir þessar jákvæðu aðgerðir er sá galli á gjöf ríkisstjórnarinnar, líkt og svo oft áður, að pakkinn inniheldur einnig umtalsverðar skattahækkanir. Skattahækkanir virðast enda vera svar ríkisstjórnarinnar við öllum áskorunum. Stefnir ríkisstjórnin að því að m.a. hækka skatt á söluhagnað íbúða og auk þess heimila sveitarfélögum að leggja á aukin fasteignagjöld á auðar byggingalóðir. Verst er þó hugmyndin um að auka skattheimtu á leigutekjur um 50%, sem er stórmerkilegt plan, sérstaklega þegar yfirlýst markmið húsnæðispakkans er m.a. að bæta stöðu leigjanda. Fyrirséð er að skattahækkunin muni einfaldlega leiða til hærra leiguverðs enda viðbúið að leigusalar varpi skattahækkuninni beint yfir í leiguverðið. Ríkisstjórnin virðist fullkomlega ómeðvituð um að skattar hafa áhrif á hegðun. Afbrigðilega fólkið Í kosningabaráttunni seinasta haust lofaði Samfylkingin því að hún myndi ekki hækka skatta á „vinnandi fólk“, sem hljómaði óneitanlega fremur undarlega, enda má þá gagnálykta að skattar verði hækkaðir á atvinnulausa, öryrkja, börn og aðra þá sem ekki vinna. Eftir kosningar drógu þau hins vegar aðeins í land en ítrekuðu þó að skattar yrðu ekki hækkaðir á „venjulegt fólk“. Þau orð fengu undirritaðan til að velta fyrir sér hvaða fólk er venjulegt og hvaða fólk er óvenjulegt. Fyrir hinn almenna leikmann er ekki auðvelt að átta sig á því en með því að fylgjast með skattahækkunum ríkisstjórnarinnar má í það minnsta beita útilokunaraðferðinni og álykta um þá sem koma til greina sem venjulegt fólk. Nú þegar hafa verið boðaðar skattahækkanir á þá sem leigja út íbúðarhúsnæði eins og áður segir, en einnig einstaklinga í sjálfstæðum atvinnurekstri (áform um að loka meintu „ehf. gati“), hjón (afnám samsköttunar), eigendur ökutækja (ýmsar skattahækkanir á ökutæki og eldsneyti), þá sem neyta nikótíns (aukin skattheimta á nikótínvörur) og alla þá sem heimsækja náttúruperlur landsins (innviðagjald á ferðamannastaði). Sem sagt, það er svo gott sem eina leiðin til þess að teljast til „venjulega“ fólksins að vera einstæðingur sem ekki á bíl eða fasteign, neytir ekki nikótíns, starfar ekki sjálfstætt og fer helst ekki út fyrir borgarmörkin. Þeir sem eru svo óheppnir að tikka í eitthvað af ofangreindum boxum falla hins vegar í flokk óvenjulegra Íslendinga sem mega eiga von á frekari skattahækkunum á næstu misserum. Þó grunar mig að þeir hinir sömu hafi ekki áttað sig á því hversu afbrigðilegir þeir voru þegar gengið var að kjörkössunum í fyrra, og jafnvel talið sig tilheyra venjulega fólkinu. Annað hefur hins vegar komið á daginn. Höfundur er óvenjulegur lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Brynjarsson Sjálfstæðisflokkurinn Húsnæðismál Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrradag kynnti ríkisstjórnin fyrsta „húsnæðispakka“ sinn með pompi og prakt í Fram heimilinu í Úlfarsárdal. Í pakkanum kennir ýmissa grasa og má þar meðal annars finna nokkrar afbragðs hugmyndir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað fyrir en hafa hingað til ekki fengið hljómgrunn innan ríkisstjórnarflokkana, líkt og að séreignarsparnaðarleiðin sem flokkurinn hefur lengi haldið á lofti verði fest í sessi, breytingar á byggingarreglugerð og skilvirkara eftirlit og því ber að fagna. Fastir liðir eins og venjulega Þrátt fyrir þessar jákvæðu aðgerðir er sá galli á gjöf ríkisstjórnarinnar, líkt og svo oft áður, að pakkinn inniheldur einnig umtalsverðar skattahækkanir. Skattahækkanir virðast enda vera svar ríkisstjórnarinnar við öllum áskorunum. Stefnir ríkisstjórnin að því að m.a. hækka skatt á söluhagnað íbúða og auk þess heimila sveitarfélögum að leggja á aukin fasteignagjöld á auðar byggingalóðir. Verst er þó hugmyndin um að auka skattheimtu á leigutekjur um 50%, sem er stórmerkilegt plan, sérstaklega þegar yfirlýst markmið húsnæðispakkans er m.a. að bæta stöðu leigjanda. Fyrirséð er að skattahækkunin muni einfaldlega leiða til hærra leiguverðs enda viðbúið að leigusalar varpi skattahækkuninni beint yfir í leiguverðið. Ríkisstjórnin virðist fullkomlega ómeðvituð um að skattar hafa áhrif á hegðun. Afbrigðilega fólkið Í kosningabaráttunni seinasta haust lofaði Samfylkingin því að hún myndi ekki hækka skatta á „vinnandi fólk“, sem hljómaði óneitanlega fremur undarlega, enda má þá gagnálykta að skattar verði hækkaðir á atvinnulausa, öryrkja, börn og aðra þá sem ekki vinna. Eftir kosningar drógu þau hins vegar aðeins í land en ítrekuðu þó að skattar yrðu ekki hækkaðir á „venjulegt fólk“. Þau orð fengu undirritaðan til að velta fyrir sér hvaða fólk er venjulegt og hvaða fólk er óvenjulegt. Fyrir hinn almenna leikmann er ekki auðvelt að átta sig á því en með því að fylgjast með skattahækkunum ríkisstjórnarinnar má í það minnsta beita útilokunaraðferðinni og álykta um þá sem koma til greina sem venjulegt fólk. Nú þegar hafa verið boðaðar skattahækkanir á þá sem leigja út íbúðarhúsnæði eins og áður segir, en einnig einstaklinga í sjálfstæðum atvinnurekstri (áform um að loka meintu „ehf. gati“), hjón (afnám samsköttunar), eigendur ökutækja (ýmsar skattahækkanir á ökutæki og eldsneyti), þá sem neyta nikótíns (aukin skattheimta á nikótínvörur) og alla þá sem heimsækja náttúruperlur landsins (innviðagjald á ferðamannastaði). Sem sagt, það er svo gott sem eina leiðin til þess að teljast til „venjulega“ fólksins að vera einstæðingur sem ekki á bíl eða fasteign, neytir ekki nikótíns, starfar ekki sjálfstætt og fer helst ekki út fyrir borgarmörkin. Þeir sem eru svo óheppnir að tikka í eitthvað af ofangreindum boxum falla hins vegar í flokk óvenjulegra Íslendinga sem mega eiga von á frekari skattahækkunum á næstu misserum. Þó grunar mig að þeir hinir sömu hafi ekki áttað sig á því hversu afbrigðilegir þeir voru þegar gengið var að kjörkössunum í fyrra, og jafnvel talið sig tilheyra venjulega fólkinu. Annað hefur hins vegar komið á daginn. Höfundur er óvenjulegur lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun