Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. nóvember 2024 15:27 Margrét Valdimarsdóttir er dósent í félags- og afbrotafræði. Vísir/Arnar Dósent í afbrotafræði sér vísbendingar um aukinn vopnaburð barna og ungmenna. Mörg barnanna sem beita ofbeldi hafa orðið sjálf fyrir ofbeldi. Nálgast þarf börnin á styðjandi hátt í stað refsandi. „Vísbendingar eru um aukinn vopnaburð barna og ungmenna,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, dósent í félags- og afbrotafræði, í Bítinu á Bylgjunni. Það kemur í ljós með auknum tilkynningum til lögreglu þar sem ungmenni verða bæði fyrir og beita ofbeldi. Margrét segir yfir 7% barna á aldrinum þrettán til sautján ára á höfuðborgarsvæðinu hafa einhvern tímann borið vopn í þeim tilgangi að verja sig eða ráðast á aðra. Mjög fá enduðu á því að nota vopnið en mörg söguðust hafa notað vopnið til að hóta einhverjum. Langflest sögðust bera vopn til að verja sig. 3,4% barnanna hafa borið vopn á síðustu tólf mánuðum, langflest með hníf. Hafa sjálf orðið fyrir ofbeldi „Stór skýringarþáttur er hvort að þau sjálf hafi orðið fyrir ofbeldi“ segir Margrét. Það sé vel þekkt í afbrotafærðum að einstaklingar sem hafa orðið fyrir ofbeldi beiti ofbeldi sjálfir. Þriðjungur barna sem hafa orðið fyrir ofbeldi utan heimilisins hafa borið vopn. Margrét segir að börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi og telja það mikilvægt að hefna sín séu mun líklegri til að beita vopnum. „Það er ákveðinn hópur sem telur það mjög mikilvægt að ef það er eitthvað gert á þeirra hlut þá verði þau að hefna sín,“ segir Margrét „til að halda virðingu sinni í hópnum.“ Þá hafa nánast engin börn sem hafa ekki orðið fyrir ofbeldi borið vopn. „Sama fólkið sem verður fyrir ofbeldi heima fyrir er líklegra til að beita skólafélagana sína ofbeldi,“ segir Margrét. Börn og ungmenni sem verði fyrir ofbeldi heima fyrir læra að það séu eðlileg viðbrgöð við ágreiningi. Þurfi önnur viðbrögð Margrét bendir á að þegar börn hafa brotið af sér hefur fólk tilhneigingu til að taka á agabrotum alvarlega. Börnin fái viðbrögð sem eiga að vekja hjá þeim ótta. Hins vegar sé það ef til vill ekki rétta lausnin. „Þau eru hrædd, þau hafa orðið ofbeldi sjálf,“ segir Margrét. Hún bendir á að börnin og ungmenni þurfi frekar stuðning en refsandi viðbrögð. Margrét fjallaði um rannsókn sína á ráðstefnunni Þjóðarspegilinn. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Vopnaburður barna og ungmenna Vísindi Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
„Vísbendingar eru um aukinn vopnaburð barna og ungmenna,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, dósent í félags- og afbrotafræði, í Bítinu á Bylgjunni. Það kemur í ljós með auknum tilkynningum til lögreglu þar sem ungmenni verða bæði fyrir og beita ofbeldi. Margrét segir yfir 7% barna á aldrinum þrettán til sautján ára á höfuðborgarsvæðinu hafa einhvern tímann borið vopn í þeim tilgangi að verja sig eða ráðast á aðra. Mjög fá enduðu á því að nota vopnið en mörg söguðust hafa notað vopnið til að hóta einhverjum. Langflest sögðust bera vopn til að verja sig. 3,4% barnanna hafa borið vopn á síðustu tólf mánuðum, langflest með hníf. Hafa sjálf orðið fyrir ofbeldi „Stór skýringarþáttur er hvort að þau sjálf hafi orðið fyrir ofbeldi“ segir Margrét. Það sé vel þekkt í afbrotafærðum að einstaklingar sem hafa orðið fyrir ofbeldi beiti ofbeldi sjálfir. Þriðjungur barna sem hafa orðið fyrir ofbeldi utan heimilisins hafa borið vopn. Margrét segir að börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi og telja það mikilvægt að hefna sín séu mun líklegri til að beita vopnum. „Það er ákveðinn hópur sem telur það mjög mikilvægt að ef það er eitthvað gert á þeirra hlut þá verði þau að hefna sín,“ segir Margrét „til að halda virðingu sinni í hópnum.“ Þá hafa nánast engin börn sem hafa ekki orðið fyrir ofbeldi borið vopn. „Sama fólkið sem verður fyrir ofbeldi heima fyrir er líklegra til að beita skólafélagana sína ofbeldi,“ segir Margrét. Börn og ungmenni sem verði fyrir ofbeldi heima fyrir læra að það séu eðlileg viðbrgöð við ágreiningi. Þurfi önnur viðbrögð Margrét bendir á að þegar börn hafa brotið af sér hefur fólk tilhneigingu til að taka á agabrotum alvarlega. Börnin fái viðbrögð sem eiga að vekja hjá þeim ótta. Hins vegar sé það ef til vill ekki rétta lausnin. „Þau eru hrædd, þau hafa orðið ofbeldi sjálf,“ segir Margrét. Hún bendir á að börnin og ungmenni þurfi frekar stuðning en refsandi viðbrögð. Margrét fjallaði um rannsókn sína á ráðstefnunni Þjóðarspegilinn. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Vopnaburður barna og ungmenna Vísindi Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira