Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. nóvember 2024 15:27 Margrét Valdimarsdóttir er dósent í félags- og afbrotafræði. Vísir/Arnar Dósent í afbrotafræði sér vísbendingar um aukinn vopnaburð barna og ungmenna. Mörg barnanna sem beita ofbeldi hafa orðið sjálf fyrir ofbeldi. Nálgast þarf börnin á styðjandi hátt í stað refsandi. „Vísbendingar eru um aukinn vopnaburð barna og ungmenna,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, dósent í félags- og afbrotafræði, í Bítinu á Bylgjunni. Það kemur í ljós með auknum tilkynningum til lögreglu þar sem ungmenni verða bæði fyrir og beita ofbeldi. Margrét segir yfir 7% barna á aldrinum þrettán til sautján ára á höfuðborgarsvæðinu hafa einhvern tímann borið vopn í þeim tilgangi að verja sig eða ráðast á aðra. Mjög fá enduðu á því að nota vopnið en mörg söguðust hafa notað vopnið til að hóta einhverjum. Langflest sögðust bera vopn til að verja sig. 3,4% barnanna hafa borið vopn á síðustu tólf mánuðum, langflest með hníf. Hafa sjálf orðið fyrir ofbeldi „Stór skýringarþáttur er hvort að þau sjálf hafi orðið fyrir ofbeldi“ segir Margrét. Það sé vel þekkt í afbrotafærðum að einstaklingar sem hafa orðið fyrir ofbeldi beiti ofbeldi sjálfir. Þriðjungur barna sem hafa orðið fyrir ofbeldi utan heimilisins hafa borið vopn. Margrét segir að börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi og telja það mikilvægt að hefna sín séu mun líklegri til að beita vopnum. „Það er ákveðinn hópur sem telur það mjög mikilvægt að ef það er eitthvað gert á þeirra hlut þá verði þau að hefna sín,“ segir Margrét „til að halda virðingu sinni í hópnum.“ Þá hafa nánast engin börn sem hafa ekki orðið fyrir ofbeldi borið vopn. „Sama fólkið sem verður fyrir ofbeldi heima fyrir er líklegra til að beita skólafélagana sína ofbeldi,“ segir Margrét. Börn og ungmenni sem verði fyrir ofbeldi heima fyrir læra að það séu eðlileg viðbrgöð við ágreiningi. Þurfi önnur viðbrögð Margrét bendir á að þegar börn hafa brotið af sér hefur fólk tilhneigingu til að taka á agabrotum alvarlega. Börnin fái viðbrögð sem eiga að vekja hjá þeim ótta. Hins vegar sé það ef til vill ekki rétta lausnin. „Þau eru hrædd, þau hafa orðið ofbeldi sjálf,“ segir Margrét. Hún bendir á að börnin og ungmenni þurfi frekar stuðning en refsandi viðbrögð. Margrét fjallaði um rannsókn sína á ráðstefnunni Þjóðarspegilinn. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Vopnaburður barna og ungmenna Vísindi Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Erlent Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Erlent Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Innlent Gífurlega kröftugur jarðskjálfti undan ströndum Kaliforníu Erlent Heitir því að klára kjörtímabilið og skammast út í þingmenn Erlent Þyngri refsing fyrir hnífstungu fæli ekki endilega frá Innlent Setja stefnuna á tunglið í apríl 2026 Erlent Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Innlent Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Þyngri refsing fyrir hnífstungu fæli ekki endilega frá Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Hvalveiðar, málamiðlunarflokkur og „útför“ listamanns Engin ástæða til að bíða eftir því að annar ráðherra veiti leyfi á sama grundvelli Fresta úthlutun þingsæta Útiloka verkfall í FSu á nýju ári Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Guðrún ráðin bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Kjálkabraut mann með einu höggi „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Þessi voru oftast strikuð út í Norðausturkjördæmi Biðjast afsökunar á að hafa sært listamenn „Við erum málamiðlunarflokkur“ Starfskona í frystihúsi greiðir þrefalt hærri vexti en eigandi frystihússins Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Almennum borgurum útrýmt af ásetningi Drónaflugmenn þurfa nú að skrá sig Valkyrjur fá til sín sérfræðinga í Smiðju Halla Hrund og Karl Gauti oftast strikuð út í Suðurkjördæmi „Hefur aldrei verið neitt persónulegt“ Tveggja bíla árekstur við Holtagarða Vara við „gervistéttarfélagi“ og „svikamyllu“ Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Gular viðvaranir og varasamt ferðaveður á Austurlandi Mögulegt að dregið hafi úr óróa Sjá meira
„Vísbendingar eru um aukinn vopnaburð barna og ungmenna,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, dósent í félags- og afbrotafræði, í Bítinu á Bylgjunni. Það kemur í ljós með auknum tilkynningum til lögreglu þar sem ungmenni verða bæði fyrir og beita ofbeldi. Margrét segir yfir 7% barna á aldrinum þrettán til sautján ára á höfuðborgarsvæðinu hafa einhvern tímann borið vopn í þeim tilgangi að verja sig eða ráðast á aðra. Mjög fá enduðu á því að nota vopnið en mörg söguðust hafa notað vopnið til að hóta einhverjum. Langflest sögðust bera vopn til að verja sig. 3,4% barnanna hafa borið vopn á síðustu tólf mánuðum, langflest með hníf. Hafa sjálf orðið fyrir ofbeldi „Stór skýringarþáttur er hvort að þau sjálf hafi orðið fyrir ofbeldi“ segir Margrét. Það sé vel þekkt í afbrotafærðum að einstaklingar sem hafa orðið fyrir ofbeldi beiti ofbeldi sjálfir. Þriðjungur barna sem hafa orðið fyrir ofbeldi utan heimilisins hafa borið vopn. Margrét segir að börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi og telja það mikilvægt að hefna sín séu mun líklegri til að beita vopnum. „Það er ákveðinn hópur sem telur það mjög mikilvægt að ef það er eitthvað gert á þeirra hlut þá verði þau að hefna sín,“ segir Margrét „til að halda virðingu sinni í hópnum.“ Þá hafa nánast engin börn sem hafa ekki orðið fyrir ofbeldi borið vopn. „Sama fólkið sem verður fyrir ofbeldi heima fyrir er líklegra til að beita skólafélagana sína ofbeldi,“ segir Margrét. Börn og ungmenni sem verði fyrir ofbeldi heima fyrir læra að það séu eðlileg viðbrgöð við ágreiningi. Þurfi önnur viðbrögð Margrét bendir á að þegar börn hafa brotið af sér hefur fólk tilhneigingu til að taka á agabrotum alvarlega. Börnin fái viðbrögð sem eiga að vekja hjá þeim ótta. Hins vegar sé það ef til vill ekki rétta lausnin. „Þau eru hrædd, þau hafa orðið ofbeldi sjálf,“ segir Margrét. Hún bendir á að börnin og ungmenni þurfi frekar stuðning en refsandi viðbrögð. Margrét fjallaði um rannsókn sína á ráðstefnunni Þjóðarspegilinn. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Vopnaburður barna og ungmenna Vísindi Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Erlent Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Erlent Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Innlent Gífurlega kröftugur jarðskjálfti undan ströndum Kaliforníu Erlent Heitir því að klára kjörtímabilið og skammast út í þingmenn Erlent Þyngri refsing fyrir hnífstungu fæli ekki endilega frá Innlent Setja stefnuna á tunglið í apríl 2026 Erlent Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Innlent Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Þyngri refsing fyrir hnífstungu fæli ekki endilega frá Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Hvalveiðar, málamiðlunarflokkur og „útför“ listamanns Engin ástæða til að bíða eftir því að annar ráðherra veiti leyfi á sama grundvelli Fresta úthlutun þingsæta Útiloka verkfall í FSu á nýju ári Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Guðrún ráðin bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Kjálkabraut mann með einu höggi „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Þessi voru oftast strikuð út í Norðausturkjördæmi Biðjast afsökunar á að hafa sært listamenn „Við erum málamiðlunarflokkur“ Starfskona í frystihúsi greiðir þrefalt hærri vexti en eigandi frystihússins Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Almennum borgurum útrýmt af ásetningi Drónaflugmenn þurfa nú að skrá sig Valkyrjur fá til sín sérfræðinga í Smiðju Halla Hrund og Karl Gauti oftast strikuð út í Suðurkjördæmi „Hefur aldrei verið neitt persónulegt“ Tveggja bíla árekstur við Holtagarða Vara við „gervistéttarfélagi“ og „svikamyllu“ Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Gular viðvaranir og varasamt ferðaveður á Austurlandi Mögulegt að dregið hafi úr óróa Sjá meira