Í fréttatilkynningu segir:
„Klei atelier er rými þar sem þú getur skoðað kjarna handverks. Í atelier-inu í hjarta miðbæjar Reykjavíkur á Baldursgötu 36 er þemað hin óbætanlega handverkslist þar sem hinu tímalausa er fagnað. Óður til þeirra sem móta efni með höndum sínum og lífga upp á hluti af djúpri fegurð og notagildi.
Vinnustofan er rými þar sem allir eru velkomnir. Öll námskeið eru kennd bæði á íslensku og ensku þar sem markmiðið er alltaf það sama, að deila þekkingu á leirlist og láta sköpunargáfuna skína.
Öll námskeiðin eru í höndum Huldu, stofnanda Klei atelier Hulda er með grad diplómu sem keramiker frá Myndlistaskólanum í Reykjavík. Á daginn er Klei opin verslun þar sem þú getur keypt handverk eftir Huldu ásamt fleiri vörum og á kvöldin eru leirnámskeið.
Garg bookstore opnaði í sama rými þar sem Helga Dögg hönnuður sérvelur inn bækur út um allan heim. Studio Altént opnaði í sameiginlegu rými vinnustofu þar sem listakonurnar sinna myndlist og vöruhönnun.“
Hér má sjá vel valdar myndir frá opnuninni:














