Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. október 2024 11:21 Asifa Majid handhafi Vigdísarverðlaunanna 2024. Asifa Majid, sálfræðingur, málfræðingur og prófessor í hugrænum vísindum við Oxford-háskóla, er handhafi Vigdísarverðlaunanna 2024. Rektor Háskóla Íslands og fulltrúi menningar- og viðskiptaráðherra munu afhenda Majid verðlaunin við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands 22. október næstkomandi og mun Majid flytja erindi af því tilefni. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að Vigdísarverðlaunin séu árlega veitt einstaklingi sem brotið hefur blað með störfum sínum í þágu tungumála, menningar og þýðingastarfs. Íslensk stjórnvöld, Háskóli Íslands og Vigdísarstofnun – alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar, starfrækt undir merkjum Mennta-, menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), efndu til Vigdísarverðlauna í tilefni af stórafmæli Vigdísar Finnbogadóttur vorið 2020, en þá voru jafnframt liðin 40 ár frá sögulegu forsetakjöri hennar. Stuðningur Vigdísar við mikilvægi tungumála og menningar hefur öðrum þræði einkennt ævistarf hennar, en hún er velgjörðarsendiherra tungumála hjá UNESCO. Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 fyrir rannsóknir sínar á tengslum tungumáls, menningar og hugsunar. Hvaða þættir hugsunar eru sammannlegir og hvaða þættir eru háðir menningu og tungumáli? Hver eru áhrif tungumáls á hugsun? Til að leita svara við þessum spurningum hefur hún til að mynda notað aðferðir sálfræði og málvísinda og stundað vettvangsrannsóknir í fjölbreyttum menningarheimum. Majid hefur fjallað um mikilvægi þess að varðveita og rannsaka fjölbreytileika tungumála, ekki síst til að skilja betur mannshugann. Hún hefur einnig talað fyrir inngildingu og sjónarhorni minnihlutahópa á fræðasviðinu. Majid talar bæði ensku og Punjabi og lauk grunn- og doktorsnámi í sálfræði frá Háskólanum í Glasgow og meistaranámi frá Háskólanum í Edinborg. Hún hefur meðal annars starfað við Max Planck Institute for Psycholinguistics og Radboud-háskólann í Hollandi, Radcliffe Insititute for Advanced Study við Harvard-háskóla og Háskólann í York, en hún varð prófessor í hugrænum vísindum við Oxford árið 2022. Hún hefur birt fjölmargar vísindagreinar og fengið umfjöllun í fjölmiðlum á borð við BBC og Time Magazine. Majid hefur fengið ýmis verðlaun, en hún var kjörin félagi í breska vísindafélaginu British Academy í júlí 2024 og hlaut nýlega verðlaun frá Cognitive Science Society sem er virt félag vísindafólks í hugrænum vísindum. Fyrri handhafar Vigdísarverðlaunanna eru Anne Carson (2023), skáld og sérfræðingur í klassískum fræðum, Juergen Boos (2022), forstjóri Bókastefnunnar í Frankfurt, grænlenska ljóðskáldið og málvísindakonan Katti Frederiksen (2021) og færeyski málvísindamaðurinn, kennarinn og útgefandinn Jonhard Mikkelsen (2020). Í stjórn Vigdísarverðlauna hafa frá árinu 2022 setið Rósa Signý Gísladóttir, dósent í málvísindum (formaður stjórnar), tilnefnd af rektor Háskóla Íslands, Birna Bjarnadóttir, rannsóknasérfræðingur í bókmenntum, tilefnd af Vigdísarstofnun, og Sigtryggur Magnason, íslenskufræðingur og aðstoðarmaður fjármálaráðherra, tilnefndur af menningarmálaráðherra. Magnús Diðrik Baldursson, skrifstofustjóri rektorsskrifstofu Háskóla Íslands, starfar með nefndinni. Menning Vigdís Finnbogadóttir Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að Vigdísarverðlaunin séu árlega veitt einstaklingi sem brotið hefur blað með störfum sínum í þágu tungumála, menningar og þýðingastarfs. Íslensk stjórnvöld, Háskóli Íslands og Vigdísarstofnun – alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar, starfrækt undir merkjum Mennta-, menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), efndu til Vigdísarverðlauna í tilefni af stórafmæli Vigdísar Finnbogadóttur vorið 2020, en þá voru jafnframt liðin 40 ár frá sögulegu forsetakjöri hennar. Stuðningur Vigdísar við mikilvægi tungumála og menningar hefur öðrum þræði einkennt ævistarf hennar, en hún er velgjörðarsendiherra tungumála hjá UNESCO. Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 fyrir rannsóknir sínar á tengslum tungumáls, menningar og hugsunar. Hvaða þættir hugsunar eru sammannlegir og hvaða þættir eru háðir menningu og tungumáli? Hver eru áhrif tungumáls á hugsun? Til að leita svara við þessum spurningum hefur hún til að mynda notað aðferðir sálfræði og málvísinda og stundað vettvangsrannsóknir í fjölbreyttum menningarheimum. Majid hefur fjallað um mikilvægi þess að varðveita og rannsaka fjölbreytileika tungumála, ekki síst til að skilja betur mannshugann. Hún hefur einnig talað fyrir inngildingu og sjónarhorni minnihlutahópa á fræðasviðinu. Majid talar bæði ensku og Punjabi og lauk grunn- og doktorsnámi í sálfræði frá Háskólanum í Glasgow og meistaranámi frá Háskólanum í Edinborg. Hún hefur meðal annars starfað við Max Planck Institute for Psycholinguistics og Radboud-háskólann í Hollandi, Radcliffe Insititute for Advanced Study við Harvard-háskóla og Háskólann í York, en hún varð prófessor í hugrænum vísindum við Oxford árið 2022. Hún hefur birt fjölmargar vísindagreinar og fengið umfjöllun í fjölmiðlum á borð við BBC og Time Magazine. Majid hefur fengið ýmis verðlaun, en hún var kjörin félagi í breska vísindafélaginu British Academy í júlí 2024 og hlaut nýlega verðlaun frá Cognitive Science Society sem er virt félag vísindafólks í hugrænum vísindum. Fyrri handhafar Vigdísarverðlaunanna eru Anne Carson (2023), skáld og sérfræðingur í klassískum fræðum, Juergen Boos (2022), forstjóri Bókastefnunnar í Frankfurt, grænlenska ljóðskáldið og málvísindakonan Katti Frederiksen (2021) og færeyski málvísindamaðurinn, kennarinn og útgefandinn Jonhard Mikkelsen (2020). Í stjórn Vigdísarverðlauna hafa frá árinu 2022 setið Rósa Signý Gísladóttir, dósent í málvísindum (formaður stjórnar), tilnefnd af rektor Háskóla Íslands, Birna Bjarnadóttir, rannsóknasérfræðingur í bókmenntum, tilefnd af Vigdísarstofnun, og Sigtryggur Magnason, íslenskufræðingur og aðstoðarmaður fjármálaráðherra, tilnefndur af menningarmálaráðherra. Magnús Diðrik Baldursson, skrifstofustjóri rektorsskrifstofu Háskóla Íslands, starfar með nefndinni.
Menning Vigdís Finnbogadóttir Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira