Ætlar sér að vinna heimsleikana í Crossfit Stefán Árni Pálsson skrifar 27. september 2024 08:01 Breki er ótrúlegur íþróttamaður. Vísir/einar Breki Þórðarson hafnaði í öðru sæti á heimsleikum fatlaðra í Crossfit. Hann setur stefnuna á það að keppa í Crossfit ófatlaðra. Breki er nýkominn frá heimsleikunum í Texas í Bandaríkjunum þar sem hann náði þessum frábæra árangri. Hann keppir í sínum fötlunarflokki en Breki fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla og er einhentur en lætur það ekki stoppa sig að ná markmiðum sínum. „Fyrsti dagurinn byrjaði mjög sterkt og þá öðlaðist ég mikið sjálfstraust fyrir næstu dögum. Síðan gekk þetta svona upp og ofan eftir það og síðustu tvær greinarnar gekk mér ekkert allt of vel í og ég hefði viljað framkvæma betur. En ef einhver hefði sagt við mig fyrir leikana að ég myndi lenda í öðru sæti þá hefði ég tekið því. En eftir fyrsta daginn var ég farinn að sjá fyrir mér að ég gæti hafnað í fyrsta sætinu og því var þetta smá súrsætt,“ segir Breki í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Sumar æfingar of erfiðar Eins og áður segir fæddist Breki og er hann einhentur. „Sumar greinar eru þannig að ég get varla framkvæmt þær, eins og hreyfingar þar sem ég þarf að vera með tvö handlóð. Ég er aftur á móti búinn að læra að nota stöngina við upphífingar og annað. En tvö handlóð er frekar erfitt. Svo eru einhver atriði sem eru þess eðlis, að ég kannski get gert þau en það er erfiðara fyrir mig.“ Breki starfar sem verkefnastjóri hjá Eflu og getur ekki lifað á því að vera Crossfittari. „Því miður borgar þetta ekki nægilega mikið til að ég geti verið atvinnumaður. Ég fékk einhvern hundrað þúsund kall fyrir að lenda í öðru sæti. Ég vinn því fullt starf hjá Eflu og síðan kem ég hingað á kvöldin og æfi.“ Hann setur markið á það að vinna heimsleikana í Crossfit fatlaðra á næstu leikum og hefur einnig hug á því að keppa í Crossfit hér á landi í flokki ófatlaðra. CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira
Breki er nýkominn frá heimsleikunum í Texas í Bandaríkjunum þar sem hann náði þessum frábæra árangri. Hann keppir í sínum fötlunarflokki en Breki fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla og er einhentur en lætur það ekki stoppa sig að ná markmiðum sínum. „Fyrsti dagurinn byrjaði mjög sterkt og þá öðlaðist ég mikið sjálfstraust fyrir næstu dögum. Síðan gekk þetta svona upp og ofan eftir það og síðustu tvær greinarnar gekk mér ekkert allt of vel í og ég hefði viljað framkvæma betur. En ef einhver hefði sagt við mig fyrir leikana að ég myndi lenda í öðru sæti þá hefði ég tekið því. En eftir fyrsta daginn var ég farinn að sjá fyrir mér að ég gæti hafnað í fyrsta sætinu og því var þetta smá súrsætt,“ segir Breki í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Sumar æfingar of erfiðar Eins og áður segir fæddist Breki og er hann einhentur. „Sumar greinar eru þannig að ég get varla framkvæmt þær, eins og hreyfingar þar sem ég þarf að vera með tvö handlóð. Ég er aftur á móti búinn að læra að nota stöngina við upphífingar og annað. En tvö handlóð er frekar erfitt. Svo eru einhver atriði sem eru þess eðlis, að ég kannski get gert þau en það er erfiðara fyrir mig.“ Breki starfar sem verkefnastjóri hjá Eflu og getur ekki lifað á því að vera Crossfittari. „Því miður borgar þetta ekki nægilega mikið til að ég geti verið atvinnumaður. Ég fékk einhvern hundrað þúsund kall fyrir að lenda í öðru sæti. Ég vinn því fullt starf hjá Eflu og síðan kem ég hingað á kvöldin og æfi.“ Hann setur markið á það að vinna heimsleikana í Crossfit fatlaðra á næstu leikum og hefur einnig hug á því að keppa í Crossfit hér á landi í flokki ófatlaðra.
CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira