Um 12.000 manns hafa séð sýninguna Orð gegn orði í Þjóðleikhúsinu Þjóðleikhúsið 25. september 2024 08:33 Hluti hópsins fagnar 50. sýningu verksins Orð gegn Orði. F.v. eru Þóra Karítas Árnadóttir leikstjóri, Ebba Katrín Finnsdóttir leikkona, Ragnar Jónasson þýðandi og Gugusar sem er höfundur tónlistar. Það hefur ekkert lát verið á vinsældum einleiksins Orð gegn orði þar sem Ebba Katrín Finnsdóttir þykir fara á kostum í hlutverki lögfræðingsins Tessu. Nú styttist í 60. sýninguna en alls hafa um tólf þúsund leikhúsgestir upplifað þessa mögnuðu sýningu. Orð gegn orði hóf göngu sína í Kassanum en í ljósi mikillar eftirspurnar var sýningin færð á Stóra sviðið síðasta vetur og fullt hefur verið á allar sýningar síðan. Bæði Þóra Karítas Árnadóttir leikstjóri og Ebba Katrín Finnsdóttur hafa fengið mikið lof fyrir sína vinnu, sem og allir listrænir stjórnendur sýningarinnar. Orð gegn orði hefur vakið sterk viðbrögð áhorfenda sem hafa ekki sparað stóru orðin. Sýningin textuð á íslensku og ensku Þann 9. október næstkomandi, verður sýningin sýnd með íslenskum og enskum texta. Hér býðst einstakt tækifæri til að njóta þessarar mikilvægu og mögnuðu leiksýningar, m.a. fyrir fólk sem ekki talar íslensku eða er að læra hana, eða fólk sem býr við heyrnarskerðingu. Við hvetjum þig til að láta það fólk vita sem þú telur að gæti nýtt sér textunina, því aðeins verður um þessa einu sýningu að ræða. Eitthvað verður að breytast Í verkinu segir frá Tessu, ungum og metnaðarfullum lögmanni, sem hefur tekist að klífa hratt upp metorðastigann. Hún vinnur hvert málið á fætur öðru, með framúrskarandi þekkingu sinni á lagabókstafnum, ver sakborninga af fimi og prófar vitni með úthugsuðum spurningum. Skyndilega verður ófyrirsjáanlegur atburður í einkalífi hennar til þess að allt sem virtist svo borðleggjandi sýnist ekki eins einfalt og skýrt og áður, og hún neyðist til að taka hugmyndir sínar og viðhorf til gagngerrar endurskoðunar. Í verkinu er tekist á við ágengar spurningar um feðraveldið, réttarkerfið, kynferðisbrotamál, siðgæði, sekt og sönnunarbyrði. Hvaða vægi hafa tilfinningar og réttlætiskennd í flóknum málum, og hvenær er sekt nægilega sönnuð? Ebba Katrín Finnsdóttir leikur þennan magnaða verðlaunaeinleik. Suzie Miller hlaut Olivier verðlaunin fyrir leikritið árið 2023 Orð gegn orði (Prima Facie) er margverðlaunað, nýtt verk sem sló í gegn á West End og Broadway, eftir að hafa unnið til leikritunarverðlauna ástralska rithöfundasambandsins. Verkið hlaut Olivier verðlaunin árið 2023, auk þess sem sýningin hlaut fjölda tilnefninga til Olivier verðlaunanna og Tony verðlaunanna. Höfundur: Suzie Miller Leikstjórn: Þóra Karítas Árnadóttir Þýðing: Ragnar Jónasson Leikmynd og búningar: Finnur Arnar Arnarson Tónlist: Gugusar Lýsing: Jóhann Friðrik Ágústsson Myndbandshönnun: Ásta Jónína Arnardóttir Hljóðhönnun: Kristján Sigmundur Einarsson Menning Leikhús Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fleiri fréttir Með andlit sem fleiri en bara mæður þeirra geta elskað Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Stuðla að heilbrigði með lífrænum barnamat Komdu með í ævintýri til Ítalíu Viltu kynnast töfrum Taílands? Ný og endurbætt snyrtivörudeild opnuð í Hagkaup Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Fyrsta háhælahlaup Íslandssögunnar Ný hugsun í heimi brúnkuvara Fyrirtæki á Norðurlandi styðja SÁÁ Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Viltu vinna spennandi vinninga í vorleik Vísis? Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Sumarið er komið á Boozt Að eiga tæki frá Stihl er lífsstíll Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Fullkomnar sögur fyrir páskafríið Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Hollywood speglarnir slá í gegn Fullkomið tan og tryllt partý Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Sjá meira
Orð gegn orði hóf göngu sína í Kassanum en í ljósi mikillar eftirspurnar var sýningin færð á Stóra sviðið síðasta vetur og fullt hefur verið á allar sýningar síðan. Bæði Þóra Karítas Árnadóttir leikstjóri og Ebba Katrín Finnsdóttur hafa fengið mikið lof fyrir sína vinnu, sem og allir listrænir stjórnendur sýningarinnar. Orð gegn orði hefur vakið sterk viðbrögð áhorfenda sem hafa ekki sparað stóru orðin. Sýningin textuð á íslensku og ensku Þann 9. október næstkomandi, verður sýningin sýnd með íslenskum og enskum texta. Hér býðst einstakt tækifæri til að njóta þessarar mikilvægu og mögnuðu leiksýningar, m.a. fyrir fólk sem ekki talar íslensku eða er að læra hana, eða fólk sem býr við heyrnarskerðingu. Við hvetjum þig til að láta það fólk vita sem þú telur að gæti nýtt sér textunina, því aðeins verður um þessa einu sýningu að ræða. Eitthvað verður að breytast Í verkinu segir frá Tessu, ungum og metnaðarfullum lögmanni, sem hefur tekist að klífa hratt upp metorðastigann. Hún vinnur hvert málið á fætur öðru, með framúrskarandi þekkingu sinni á lagabókstafnum, ver sakborninga af fimi og prófar vitni með úthugsuðum spurningum. Skyndilega verður ófyrirsjáanlegur atburður í einkalífi hennar til þess að allt sem virtist svo borðleggjandi sýnist ekki eins einfalt og skýrt og áður, og hún neyðist til að taka hugmyndir sínar og viðhorf til gagngerrar endurskoðunar. Í verkinu er tekist á við ágengar spurningar um feðraveldið, réttarkerfið, kynferðisbrotamál, siðgæði, sekt og sönnunarbyrði. Hvaða vægi hafa tilfinningar og réttlætiskennd í flóknum málum, og hvenær er sekt nægilega sönnuð? Ebba Katrín Finnsdóttir leikur þennan magnaða verðlaunaeinleik. Suzie Miller hlaut Olivier verðlaunin fyrir leikritið árið 2023 Orð gegn orði (Prima Facie) er margverðlaunað, nýtt verk sem sló í gegn á West End og Broadway, eftir að hafa unnið til leikritunarverðlauna ástralska rithöfundasambandsins. Verkið hlaut Olivier verðlaunin árið 2023, auk þess sem sýningin hlaut fjölda tilnefninga til Olivier verðlaunanna og Tony verðlaunanna. Höfundur: Suzie Miller Leikstjórn: Þóra Karítas Árnadóttir Þýðing: Ragnar Jónasson Leikmynd og búningar: Finnur Arnar Arnarson Tónlist: Gugusar Lýsing: Jóhann Friðrik Ágústsson Myndbandshönnun: Ásta Jónína Arnardóttir Hljóðhönnun: Kristján Sigmundur Einarsson
Höfundur: Suzie Miller Leikstjórn: Þóra Karítas Árnadóttir Þýðing: Ragnar Jónasson Leikmynd og búningar: Finnur Arnar Arnarson Tónlist: Gugusar Lýsing: Jóhann Friðrik Ágústsson Myndbandshönnun: Ásta Jónína Arnardóttir Hljóðhönnun: Kristján Sigmundur Einarsson
Menning Leikhús Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fleiri fréttir Með andlit sem fleiri en bara mæður þeirra geta elskað Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Stuðla að heilbrigði með lífrænum barnamat Komdu með í ævintýri til Ítalíu Viltu kynnast töfrum Taílands? Ný og endurbætt snyrtivörudeild opnuð í Hagkaup Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Fyrsta háhælahlaup Íslandssögunnar Ný hugsun í heimi brúnkuvara Fyrirtæki á Norðurlandi styðja SÁÁ Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Viltu vinna spennandi vinninga í vorleik Vísis? Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Sumarið er komið á Boozt Að eiga tæki frá Stihl er lífsstíll Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Fullkomnar sögur fyrir páskafríið Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Hollywood speglarnir slá í gegn Fullkomið tan og tryllt partý Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Sjá meira