Mögulega rangar ADHD-greiningar kalli á aukið opinbert eftirlit Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. september 2024 20:31 Gyða Sigurlaug Haraldsdóttir, varaformaður ADHD-samtakanna. Vísir/Ívar Mikilvægt er að komast til botns í því hvort ADHD sé ofgreint á Íslandi segir heilbrigðisráðherra. Varaformaður ADHD-samtakanna segir varhugavert að draga ályktanir um rangar greiningar en ef rétt reynist þurfi aukið eftirlit. Hátt algengi ADHD-lyfjameðferðar bendir til þess að ADHD sé ofgreint á Íslandi samkvæmt nýrri rannsókn sem birtist í Læknablaðinu. Meðal þess sem þar kemur fram er að í fyrra notuðu hátt í fimmtán prósent barna á aldrinum sjö til sautján ára ADHD-lyf, mest í hópi drengja á aldrinum tólf til sautján ára en ríflega 20% drengja í þeim aldurshópi nota slík lyf. Gríðarleg aukning hefur verið í notkun ADHD lyfja almennt, en frá 2010 hefur notkunin aukist um 93% í tilfelli drengja og um 224% í tilfelli stúlkna. „Lyfjanotkun hér er mun meiri heldur en á Norðurlöndunum. Þannig að greiningarnar hafa verið fleiri og fjölgunin miklu meiri, tvö-, þrefalt á við Norðurlöndin,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, sem telur rannsóknina athyglisverða. Á sama tíma eru langir biðlistar eftir greiningu. Samkvæmt samantekt Umboðsmanns barna voru til að mynda yfir ellefu hundruð börn á biðlista eftir ADHD-greiningu í síðasta mánuði, og áætlaður biðtími að minnsta kosti tvö ár. „Það er ákveðin þversögn í því að við höfum í samanburði við Norðurlöndin þá hefur heilbrigðiskerfið bara verið býsna afkastamikið í greiningum,“ segir Willum. Höfundar rannsóknarinnar kalla eftir því að yfirvöld ráðist í úttekt á því hvernig ADHD greiningum er háttað hér á landi. „Það þarf að bera þetta saman. Annað hvort erum við að ofgreina eða mögulega Norðurlöndin hin að vangreina. Þetta erum við með til skoðunar, við erum með grænbókar-vinnu til skoðunar sem er á lokametrunum,“ segir Willum. Vill fara varlega í ályktanir Gyða Sigurlaug Haraldsdóttir, varaformaður ADHD-samtakanna, telur varhugavert að draga víðtækar ályktanir um hugsanlega ofgreiningu út frá aukinni lyfjanotkun. „Mér vitanlega þá liggja ekki fyrir neinar rannsóknir á Íslandi um að það sé verið að ofgreina hérna, heldur séu þetta bara ályktanir sem eru dregnar og þá útfrá fjölda þeirra sem eru að fá ávísuð lyf. En það eru engar tölur til á Íslandi um hversu margir eru greindir, og þá ekki heldur hvort að einhverjir eru ranglega greindir eða ekki,“ segir Gyða. Ef svo sé, sé það vissulega alvarlegt mál. „Það er náttúrlega þannig að ADHD lyf geta hjálpað þeim sem eru með ADHD mjög mikið. En það á enginn að fá þannig lyf nema að það hafi formleg, vönduð greining farið fram. Og ef að það er rétt að það séu svokallaðar ofgreiningar, sem hlýtur að þýða að það sé ranglega verið að greina einhvern með ADHD sem ekki er með það, þá er það náttúrlega ekki gott. Vandinn fari versnandi með löngum biðlistum Þá hefur Gyða einnig áhyggjur af stöðu biðlista eftir greiningu, einkum í tilfelli barna. „Það náttúrlega er rosalegt þegar börn eru að bíða ár eða jafnvel meira en ár eftir því að fá greiningu á sínum vanda. Og á meðan þau bíða þá eru líkur á því að vandinn versni frekar en hitt og það náttúrlega er bara mjög slæmt. Hún bendir jafnframt á að biðlistarnir séu hjá greiningarteymum á vegum hins opinbera. „Þar sem ég þykist nú geta fullyrt að engar ofgreiningar fari fram, að það sé unnið eftir klínískum leiðbeiningum,“ segir Gyða. „Mér finnst að það þurfi þá að sýna fram á það, að það eru ofgreiningar, eða það sem ég kalla rangar greiningar, hverjir eru þá að gera þær greiningar? Ef að það er rétt þá finnst mér bara að heilbrigðisyfirvöld hljóti að þurfi að vera með eftirlit með þessu. Það eru klínískar leiðbeiningar um hvernig á að vinna ADHD greiningar og ef að fagfólk er ekki að vinna eftir þeim þá eru þeir ekki að vinna vinnuna sína á réttan hátt,“ segir Gyða. Sé þetta raunin þurfi viðeigandi stofnun, hvort sem það er Landlæknisembættið, Sjúkratryggingar Íslands eða Heilbrigðisráðuneytið, að sinna eftirliti með því og komast að því hvort slíkt sé í gangi. Heilbrigðismál ADHD Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Hátt algengi ADHD-lyfjameðferðar bendir til þess að ADHD sé ofgreint á Íslandi samkvæmt nýrri rannsókn sem birtist í Læknablaðinu. Meðal þess sem þar kemur fram er að í fyrra notuðu hátt í fimmtán prósent barna á aldrinum sjö til sautján ára ADHD-lyf, mest í hópi drengja á aldrinum tólf til sautján ára en ríflega 20% drengja í þeim aldurshópi nota slík lyf. Gríðarleg aukning hefur verið í notkun ADHD lyfja almennt, en frá 2010 hefur notkunin aukist um 93% í tilfelli drengja og um 224% í tilfelli stúlkna. „Lyfjanotkun hér er mun meiri heldur en á Norðurlöndunum. Þannig að greiningarnar hafa verið fleiri og fjölgunin miklu meiri, tvö-, þrefalt á við Norðurlöndin,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, sem telur rannsóknina athyglisverða. Á sama tíma eru langir biðlistar eftir greiningu. Samkvæmt samantekt Umboðsmanns barna voru til að mynda yfir ellefu hundruð börn á biðlista eftir ADHD-greiningu í síðasta mánuði, og áætlaður biðtími að minnsta kosti tvö ár. „Það er ákveðin þversögn í því að við höfum í samanburði við Norðurlöndin þá hefur heilbrigðiskerfið bara verið býsna afkastamikið í greiningum,“ segir Willum. Höfundar rannsóknarinnar kalla eftir því að yfirvöld ráðist í úttekt á því hvernig ADHD greiningum er háttað hér á landi. „Það þarf að bera þetta saman. Annað hvort erum við að ofgreina eða mögulega Norðurlöndin hin að vangreina. Þetta erum við með til skoðunar, við erum með grænbókar-vinnu til skoðunar sem er á lokametrunum,“ segir Willum. Vill fara varlega í ályktanir Gyða Sigurlaug Haraldsdóttir, varaformaður ADHD-samtakanna, telur varhugavert að draga víðtækar ályktanir um hugsanlega ofgreiningu út frá aukinni lyfjanotkun. „Mér vitanlega þá liggja ekki fyrir neinar rannsóknir á Íslandi um að það sé verið að ofgreina hérna, heldur séu þetta bara ályktanir sem eru dregnar og þá útfrá fjölda þeirra sem eru að fá ávísuð lyf. En það eru engar tölur til á Íslandi um hversu margir eru greindir, og þá ekki heldur hvort að einhverjir eru ranglega greindir eða ekki,“ segir Gyða. Ef svo sé, sé það vissulega alvarlegt mál. „Það er náttúrlega þannig að ADHD lyf geta hjálpað þeim sem eru með ADHD mjög mikið. En það á enginn að fá þannig lyf nema að það hafi formleg, vönduð greining farið fram. Og ef að það er rétt að það séu svokallaðar ofgreiningar, sem hlýtur að þýða að það sé ranglega verið að greina einhvern með ADHD sem ekki er með það, þá er það náttúrlega ekki gott. Vandinn fari versnandi með löngum biðlistum Þá hefur Gyða einnig áhyggjur af stöðu biðlista eftir greiningu, einkum í tilfelli barna. „Það náttúrlega er rosalegt þegar börn eru að bíða ár eða jafnvel meira en ár eftir því að fá greiningu á sínum vanda. Og á meðan þau bíða þá eru líkur á því að vandinn versni frekar en hitt og það náttúrlega er bara mjög slæmt. Hún bendir jafnframt á að biðlistarnir séu hjá greiningarteymum á vegum hins opinbera. „Þar sem ég þykist nú geta fullyrt að engar ofgreiningar fari fram, að það sé unnið eftir klínískum leiðbeiningum,“ segir Gyða. „Mér finnst að það þurfi þá að sýna fram á það, að það eru ofgreiningar, eða það sem ég kalla rangar greiningar, hverjir eru þá að gera þær greiningar? Ef að það er rétt þá finnst mér bara að heilbrigðisyfirvöld hljóti að þurfi að vera með eftirlit með þessu. Það eru klínískar leiðbeiningar um hvernig á að vinna ADHD greiningar og ef að fagfólk er ekki að vinna eftir þeim þá eru þeir ekki að vinna vinnuna sína á réttan hátt,“ segir Gyða. Sé þetta raunin þurfi viðeigandi stofnun, hvort sem það er Landlæknisembættið, Sjúkratryggingar Íslands eða Heilbrigðisráðuneytið, að sinna eftirliti með því og komast að því hvort slíkt sé í gangi.
Heilbrigðismál ADHD Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira