Rýnt í kannanirnar: Hnífjafnt hjá Harris og Trump Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2024 15:17 Kamala Harris og Donald Trump fara hnífjöfn inn í fyrstu kappræður þeirra annað kvöld. AP Frá því Kamala Harris tók við tilnefningu Demókrataflokksins til forsetakosninganna í nóvember hafa orðið töluverðar breytingar á fylgi frambjóðanda. Joe Biden, núverandi forseti og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, var ekki í góðri stöðu gegn Trump en myndin hefur breyst. Ef marka má skoðanakannanir vestanhafs eru þó Harris og Trump mjög jöfn þegar kemur að kjósendum á landsvísu. Starfsmenn tölfræðimiðilsins Fivethirtyeight halda utan um kerfi þar sem sýnt er meðaltal skoðanakannana í Bandaríkjunum. Þar er Harris með 2,8 prósentustiga forskot á Trump. Harris er með 47,1 prósent og Trump með 44,3 prósent. Svipaða sögu er að segja af nýrri könnun New York Times. Sú könnun var gerð á landsvísu og í aðdraganda þess að Harris og Trump mætast í kappræðum annað kvöld. Könnunin var gerð af New York Times og Siena skólanum en samkvæmt henni mælist Trump með 48 prósenta fylgi á landsvísu og Harris með 47 prósent. Skekkjumörkin eru þó þrjú prósentustig. Þá eru niðurstöður könnunarinnar mjög líkar niðurstöðum könnunar sem gerð var í lok júlí, skömmu eftir að Biden steig til hliðar. Vegna þess hvernig forsetakosningar í Bandaríkjunum fara fram, segir fylgi á landsvísu oft einungis hálfa söguna. Fimm forsetar með færri atkvæði Forsetakosningar í Bandaríkjunum fylgja svokölluðu kjörmannakerfi, þar sem forsetaframbjóðandi fær úthlutaða ákveðinn fjölda kjörmanna fyrir hvert ríki þar sem hann sigrar í kosningunum, í mjög einföldu máli sagt. Í rauninni velja kjósendur sér kjörmenn og er þeirra hlutverk að kjósa forseta og varaforseta Bandaríkjanna. Hvert ríki fær eins marga kjörmenn og það hefur þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og þar að auki tvo kjörmenn fyrir öldungadeildarþingmenn. Hvert ríki fær tvo öldungadeildarþingmenn, sama hversu margir íbúar eru þar. Í heildina eru kjörmenn 538 talsins en sjá má hversu margir þeir eru í hverju ríki fyrir sig hér. Í sögu Bandaríkjanna hafa forsetakosningar fimm sinnum farið á þann veg að frambjóðandi sem fékk færri atkvæði á landsvísu vann og settist að í Hvíta húsinu. Þetta var árið 2016, þegar Trump varð forseti, Árið 2000, þegar George Bush yngri varð forseti, og þrisvar sinnum á nítjándu öld. Það hefur einnig gerst tvisvar sinnum að hvorugur forsetaframbjóðanda fékk meirihluta kjörmanna og fellur það þá í skaut fulltrúadeildarinnar að velja forseta. Fyrst gerðist það árið 1800, þegar þingið valdi Thomas Jefferson og svo árið 1824, þegar þingið valdi John Quincy Adams. Sjö ríki sem skipta mestu máli Vegna þessa kjörmannakerfis og þess að kjósendur flestra ríkja Bandaríkjanna virðast sjaldan breyta af vananum varðandi frambjóðendur hvaða flokka þeir kjósa, eru það oftar en ekki einungis nokkur ríki af fimmtíu sem skipta í raun máli. Það eru Arizona, Georgía, Michigan, Nevada, Norður Karólína, Pennsylvanía og Wisconsin. Talnasérfræðingar Washington vakta þessi ríki sérstaklega og halda úti meðaltali kannana þar. Það meðaltal gefur til kynna að Harris og Trump séu hnífjöfn. Í Arizona eru Trump einu prósentustigi yfir Harris, þó hún hafi sótt á um 4,2 prósentustig eftir að hún tók við keflinu af Biden. Í Georgíu mælist Trump með tveggja prósentustiga forskot en Harris hefur sótt á þar um 4,5 prósentustig. Í Michigan er Harris með eins prósentustigs forskot en hún hefur hækkað um 4,6 prósentustig þar, samanborið við Biden. Kannanir gefa til kynna að þau Harris og Trump séu hnífjöfn í Nevada. Þar hefur Harris bætt við sig sléttum fimm prósentustigum. Í Norður-Karólínu mælist Trump með tæplega eins prósentustigs forskot. Harris hefur bætt við sig 4,2 prósentustigum frá því Biden steig til hliðar. Í Pennsylvaníu mælist Harris með tveggja prósentustiga forskot, eftir að hafa bætt við sig 3,4 prósentustigum. Í Wisconsin er Harris með þriggja prósentustiga forskot en þar hefur hún bætt við sig 3,5 prósentustigum. Vert er að taka fram að skekkjumörkin eru talin 3,5 prósentustig og eru kannanir í öllum ríkjunum sjö því innan þeirra skekkjumarka. Demókratar: 0 Repúblikanar: 0 Spá 24. sept Sveifluríkin Úrslit 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og repúblikani, ætlar að greiða Kamölu Harris, frambjóðanda demókrata, atkvæði sitt í forsetakosningunum í nóvember. Hann segir að aldrei megi fela Donald Trump völd aftur. 6. september 2024 23:12 Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur en það er ekkert sjálfsagt að þetta gangi allt í gegn,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, um Project 2025 í þættinum Baráttan um Bandaríkin á miðvikudag. 6. september 2024 07:50 Mest lesið „Ef hann hefði verið einn þá hefði þetta getað farið miklu verr“ Innlent Íslensk flugáhöfn horfði á ljónaárás rétt við hótelið Innlent Af hverju er barnið mitt alltaf að segja Skibidi toilet? Innlent Handtekinn eftir hliðarkeyrslu á talsverðum hraða Innlent „Þegar hægrið fær að ráða ferðinni óheft og án alls taumhalds fer illa“ Innlent Sneri aftur á vettvang banatilræðisins Erlent Mótmælendur hindruðu för lögreglubíls í forgangsakstri Innlent Fannst hann þvingaður til að afsala sér hundinum Innlent Fagna löngu tímabærri breytingu Innlent Nýr formaður VG, seðlabankastjóri og ástandið á Gaza Innlent Fleiri fréttir „Ein versta nóttin“ í Beirút frá upphafi átaka Sneri aftur á vettvang banatilræðisins Engum verði vísað út við myndbirtingu Minnst sextán látnir í aurskriðum í Bosníu og Hersegóvínu Einn af leiðtogum Hamas lést í loftárás á Líbanon Minnst sjötíu í valnum eftir árás glæpamanna Versnandi ástand í Pokrovsk Trump sagði Pence að hann yrði fyrirlitinn og talinn heimskur Gerðu árás á landamærastöð þar sem tugir þúsunda hafa flúið Obama leggur land undir fót fyrir Harris í næstu viku Sýknaðir af alvarlegustu ákærunum vegna dauða Nichols Hvaldímír drapst af völdum bakteríusýkingar 21 árs konu bjargað á Gasa tíu árum eftir að henni var rænt Arftaki Nasrallah sagður drepinn í árás Ísraela Vita um tvo Íslendinga í Líbanon Segja íbúum tuttugu og fimm þorpa að flýja Hringmyrkvi sýnilegur yfir syðsta oddi Suður-Ameríku Fyrsta heimsókn Rutte til Úkraínu Íhuga árásir á olíuvinnslur og kjarnorkustöðvar í Íran Nýnasisti sagðist ekki hafa stungið börn vegna rasisma Rússar reyndu að skjóta niður ísraelskar stýriflaugar Slökkva á tækjum næstvíðförlasta geimfarsins til að lengja líf þess Lét sér fátt um finnast að Pence væri í hættu Forsetinn neitar að undirrita lög gegn hinsegin fólki Tekur einarða afstöðu með þungunarrofi og sjálfræði kvenna Læknir játar sök í tengslum við dauða Matthew Perry Starfsfólk farið að þjást af „laxaastma“ Fimm látnir í Beirút eftir loftárás á heilsugæslu Maðurinn á bak við Tripp Trapp-stólinn látinn Verulegar líkur á að stórt stríð brjótist út í Miðausturlöndum Sjá meira
Ef marka má skoðanakannanir vestanhafs eru þó Harris og Trump mjög jöfn þegar kemur að kjósendum á landsvísu. Starfsmenn tölfræðimiðilsins Fivethirtyeight halda utan um kerfi þar sem sýnt er meðaltal skoðanakannana í Bandaríkjunum. Þar er Harris með 2,8 prósentustiga forskot á Trump. Harris er með 47,1 prósent og Trump með 44,3 prósent. Svipaða sögu er að segja af nýrri könnun New York Times. Sú könnun var gerð á landsvísu og í aðdraganda þess að Harris og Trump mætast í kappræðum annað kvöld. Könnunin var gerð af New York Times og Siena skólanum en samkvæmt henni mælist Trump með 48 prósenta fylgi á landsvísu og Harris með 47 prósent. Skekkjumörkin eru þó þrjú prósentustig. Þá eru niðurstöður könnunarinnar mjög líkar niðurstöðum könnunar sem gerð var í lok júlí, skömmu eftir að Biden steig til hliðar. Vegna þess hvernig forsetakosningar í Bandaríkjunum fara fram, segir fylgi á landsvísu oft einungis hálfa söguna. Fimm forsetar með færri atkvæði Forsetakosningar í Bandaríkjunum fylgja svokölluðu kjörmannakerfi, þar sem forsetaframbjóðandi fær úthlutaða ákveðinn fjölda kjörmanna fyrir hvert ríki þar sem hann sigrar í kosningunum, í mjög einföldu máli sagt. Í rauninni velja kjósendur sér kjörmenn og er þeirra hlutverk að kjósa forseta og varaforseta Bandaríkjanna. Hvert ríki fær eins marga kjörmenn og það hefur þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og þar að auki tvo kjörmenn fyrir öldungadeildarþingmenn. Hvert ríki fær tvo öldungadeildarþingmenn, sama hversu margir íbúar eru þar. Í heildina eru kjörmenn 538 talsins en sjá má hversu margir þeir eru í hverju ríki fyrir sig hér. Í sögu Bandaríkjanna hafa forsetakosningar fimm sinnum farið á þann veg að frambjóðandi sem fékk færri atkvæði á landsvísu vann og settist að í Hvíta húsinu. Þetta var árið 2016, þegar Trump varð forseti, Árið 2000, þegar George Bush yngri varð forseti, og þrisvar sinnum á nítjándu öld. Það hefur einnig gerst tvisvar sinnum að hvorugur forsetaframbjóðanda fékk meirihluta kjörmanna og fellur það þá í skaut fulltrúadeildarinnar að velja forseta. Fyrst gerðist það árið 1800, þegar þingið valdi Thomas Jefferson og svo árið 1824, þegar þingið valdi John Quincy Adams. Sjö ríki sem skipta mestu máli Vegna þessa kjörmannakerfis og þess að kjósendur flestra ríkja Bandaríkjanna virðast sjaldan breyta af vananum varðandi frambjóðendur hvaða flokka þeir kjósa, eru það oftar en ekki einungis nokkur ríki af fimmtíu sem skipta í raun máli. Það eru Arizona, Georgía, Michigan, Nevada, Norður Karólína, Pennsylvanía og Wisconsin. Talnasérfræðingar Washington vakta þessi ríki sérstaklega og halda úti meðaltali kannana þar. Það meðaltal gefur til kynna að Harris og Trump séu hnífjöfn. Í Arizona eru Trump einu prósentustigi yfir Harris, þó hún hafi sótt á um 4,2 prósentustig eftir að hún tók við keflinu af Biden. Í Georgíu mælist Trump með tveggja prósentustiga forskot en Harris hefur sótt á þar um 4,5 prósentustig. Í Michigan er Harris með eins prósentustigs forskot en hún hefur hækkað um 4,6 prósentustig þar, samanborið við Biden. Kannanir gefa til kynna að þau Harris og Trump séu hnífjöfn í Nevada. Þar hefur Harris bætt við sig sléttum fimm prósentustigum. Í Norður-Karólínu mælist Trump með tæplega eins prósentustigs forskot. Harris hefur bætt við sig 4,2 prósentustigum frá því Biden steig til hliðar. Í Pennsylvaníu mælist Harris með tveggja prósentustiga forskot, eftir að hafa bætt við sig 3,4 prósentustigum. Í Wisconsin er Harris með þriggja prósentustiga forskot en þar hefur hún bætt við sig 3,5 prósentustigum. Vert er að taka fram að skekkjumörkin eru talin 3,5 prósentustig og eru kannanir í öllum ríkjunum sjö því innan þeirra skekkjumarka. Demókratar: 0 Repúblikanar: 0 Spá 24. sept Sveifluríkin Úrslit 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og repúblikani, ætlar að greiða Kamölu Harris, frambjóðanda demókrata, atkvæði sitt í forsetakosningunum í nóvember. Hann segir að aldrei megi fela Donald Trump völd aftur. 6. september 2024 23:12 Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur en það er ekkert sjálfsagt að þetta gangi allt í gegn,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, um Project 2025 í þættinum Baráttan um Bandaríkin á miðvikudag. 6. september 2024 07:50 Mest lesið „Ef hann hefði verið einn þá hefði þetta getað farið miklu verr“ Innlent Íslensk flugáhöfn horfði á ljónaárás rétt við hótelið Innlent Af hverju er barnið mitt alltaf að segja Skibidi toilet? Innlent Handtekinn eftir hliðarkeyrslu á talsverðum hraða Innlent „Þegar hægrið fær að ráða ferðinni óheft og án alls taumhalds fer illa“ Innlent Sneri aftur á vettvang banatilræðisins Erlent Mótmælendur hindruðu för lögreglubíls í forgangsakstri Innlent Fannst hann þvingaður til að afsala sér hundinum Innlent Fagna löngu tímabærri breytingu Innlent Nýr formaður VG, seðlabankastjóri og ástandið á Gaza Innlent Fleiri fréttir „Ein versta nóttin“ í Beirút frá upphafi átaka Sneri aftur á vettvang banatilræðisins Engum verði vísað út við myndbirtingu Minnst sextán látnir í aurskriðum í Bosníu og Hersegóvínu Einn af leiðtogum Hamas lést í loftárás á Líbanon Minnst sjötíu í valnum eftir árás glæpamanna Versnandi ástand í Pokrovsk Trump sagði Pence að hann yrði fyrirlitinn og talinn heimskur Gerðu árás á landamærastöð þar sem tugir þúsunda hafa flúið Obama leggur land undir fót fyrir Harris í næstu viku Sýknaðir af alvarlegustu ákærunum vegna dauða Nichols Hvaldímír drapst af völdum bakteríusýkingar 21 árs konu bjargað á Gasa tíu árum eftir að henni var rænt Arftaki Nasrallah sagður drepinn í árás Ísraela Vita um tvo Íslendinga í Líbanon Segja íbúum tuttugu og fimm þorpa að flýja Hringmyrkvi sýnilegur yfir syðsta oddi Suður-Ameríku Fyrsta heimsókn Rutte til Úkraínu Íhuga árásir á olíuvinnslur og kjarnorkustöðvar í Íran Nýnasisti sagðist ekki hafa stungið börn vegna rasisma Rússar reyndu að skjóta niður ísraelskar stýriflaugar Slökkva á tækjum næstvíðförlasta geimfarsins til að lengja líf þess Lét sér fátt um finnast að Pence væri í hættu Forsetinn neitar að undirrita lög gegn hinsegin fólki Tekur einarða afstöðu með þungunarrofi og sjálfræði kvenna Læknir játar sök í tengslum við dauða Matthew Perry Starfsfólk farið að þjást af „laxaastma“ Fimm látnir í Beirút eftir loftárás á heilsugæslu Maðurinn á bak við Tripp Trapp-stólinn látinn Verulegar líkur á að stórt stríð brjótist út í Miðausturlöndum Sjá meira
Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og repúblikani, ætlar að greiða Kamölu Harris, frambjóðanda demókrata, atkvæði sitt í forsetakosningunum í nóvember. Hann segir að aldrei megi fela Donald Trump völd aftur. 6. september 2024 23:12
Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur en það er ekkert sjálfsagt að þetta gangi allt í gegn,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, um Project 2025 í þættinum Baráttan um Bandaríkin á miðvikudag. 6. september 2024 07:50