ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Arnar Skúli Atlason skrifar 25. október 2025 13:58 Breiðablik - ÍBV Besta Deild Karla Haust 2025 KA vann 4-3 sigur á ÍBV í lokaumferð Bestu deildar karla í dag. Með sigrinum tryggði KA sér Forsetabikarinn og er þetta þriðja árið í röð sem Akureyringar lyfta þeim bikar. Leikurinn var afar fjörugur og eftir markalausar fyrstu mínútur opnuðust flóðgáttir um miðjan fyrri hálfleik. Vicente Valor kom ÍBV í 1-0 á 23. mínútu, Ingimar Stöle jafnaði mínútu síðar fyrir KA og Hermann Þór Ragnarsson kom ÍBV í 2-1 mínútu eftir mark Ingimars. Hallgrímur Mar Steingrímsson jafnaði í 2-2 á 34. mínútu og staðan í hálfleik var 2-2. Strax í upphafi síðari hálfleiks kom Markús Máni Pétursson KA í 3-2 en Sigurður Arnar Magnússon jafnaði í 3-3 með glæsimarki á 70. mínútu. Eyjamenn þurftu sigur til að fara uppfyrir Akureyringa í töflunni en voru ekki sérlega líklegir til þess að komast í forystu eftir jöfnunarmarkið. Þeir settu þó marga menn í sóknina og við það opnaðist vörnin og í uppbótartíma skoraði Birnir Snær Ingason fjórða mark KA og tryggði Akureyringum sigurinn og Forsetabikarinn. Nánari umfjöllun má lesa á Vísi innan skamms. Besta deild karla ÍBV KA
KA vann 4-3 sigur á ÍBV í lokaumferð Bestu deildar karla í dag. Með sigrinum tryggði KA sér Forsetabikarinn og er þetta þriðja árið í röð sem Akureyringar lyfta þeim bikar. Leikurinn var afar fjörugur og eftir markalausar fyrstu mínútur opnuðust flóðgáttir um miðjan fyrri hálfleik. Vicente Valor kom ÍBV í 1-0 á 23. mínútu, Ingimar Stöle jafnaði mínútu síðar fyrir KA og Hermann Þór Ragnarsson kom ÍBV í 2-1 mínútu eftir mark Ingimars. Hallgrímur Mar Steingrímsson jafnaði í 2-2 á 34. mínútu og staðan í hálfleik var 2-2. Strax í upphafi síðari hálfleiks kom Markús Máni Pétursson KA í 3-2 en Sigurður Arnar Magnússon jafnaði í 3-3 með glæsimarki á 70. mínútu. Eyjamenn þurftu sigur til að fara uppfyrir Akureyringa í töflunni en voru ekki sérlega líklegir til þess að komast í forystu eftir jöfnunarmarkið. Þeir settu þó marga menn í sóknina og við það opnaðist vörnin og í uppbótartíma skoraði Birnir Snær Ingason fjórða mark KA og tryggði Akureyringum sigurinn og Forsetabikarinn. Nánari umfjöllun má lesa á Vísi innan skamms.