Missti pabba sinn og kærasta en vill halda nafninu á lofti með titlum Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2024 07:01 Aryna Sabalenka smellir kossi á verðlaunagripinn, í New York á laugardaginn. Getty/Fatih Aktas Hin hvít-rússneska Aryna Sabalenka hefur nú unnið þrjá risatitla í tennis, eftir að hafa unnið Opna bandaríska mótið í fyrsta sinn um helgina. Hún vill halda nafni fjölskyldu sinnar á lofti með árangri sínum, eftir að hafa misst pabba sinn fyrir fimm árum. Sabalenka, sem er 26 ára, vann Jessicu Pegula í úrslitaleiknum í New York, 7-5 og 7-5, eftir að hafa áður unnið Opna ástralska mótið í tvígang. Faðir hennar heitinn, Sergiy, gat ekki orðið vitni að sigrunum en hann lést úr heilahimnubólgu fyrir fimm árum. „Eftir að ég missti föður minn þá hefur það alltaf verið markmiðið mitt að festa nafn fjölskyldunnar í sessi í sögubókum tennisíþróttarinnar,“ sagði þessi afar kraftmikla tenniskona á blaðamannafundi. Aryna Sabalenka is averaging the fastest forehand speed at the #USOpen... of all women 𝐚𝐧𝐝 men 💪💥 pic.twitter.com/T9o4PhlG5B— Eurosport (@eurosport) September 6, 2024 Pabbi hennar, sem var á sínum tíma íshokkíleikmaður, kynnti hana fyrir tennis þegar hún var barn, fyrir hálfgerða tilviljun: „Pabbi var bara að rúnta með mig í bílinum þegar hann sá tennisvelli. Svo hann fór með mig þangað. Ég kunni strax vel við þetta og naut þess, og þannig byrjaði þetta,“ rifjaði Sabalenka upp. Missti einnig kærasta sinn Hún hefur átt mjög erfitt ár því að kærasti hennar, Konstantin Koltsov, sem var atvinnumaður í íshokkí, svipti sig lífi í mars, 42 ára gamall. Engu að síður hefur Sabalenka átt gott ár á tennisvellinum og hún komst í átta manna úrslit á Opna franska mótinu, áður en hún vann svo í Bandaríkjunum. „Í hvert sinn sem ég sé nafnið mitt á verðlaunagripnum þá er ég svo stolt af sjálfri mér. Ég er líka stolt af fjölskyldunni minni sem gafst aldrei upp á draumnum, og fórnaði öllu til að ég gæti haldið áfram. Þetta hefur því mikla þýðingu fyrir mig,“ sagði Sabalenka. Tennis Mest lesið Sagan endalausa hjá Åge: „Þetta er frekar sjokkerandi“ Fótbolti Bellamy skammaði blaðamenn eftir leik Fótbolti Kári sagði Kolbein steinsofandi: Það versta er að þeir vissu þetta Fótbolti Pabbi Son dæmdur fyrir brot gegn börnum Enski boltinn Stefnir í stríð á milli tveggja af stærstu handboltafélögum heims Handbolti Hareide kallar Sævar Atla inn Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 28-22 | Ekkert hik á Valskonum Handbolti Æfir hjá gamla félagi föður síns Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Wales: Varamaðurinn Logi maður leiksins eftir ótrúlega innkomu Fótbolti Albert verður ekki kallaður inn í íslenska hópinn Fótbolti Fleiri fréttir Sveindís hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Sædís og Vålerenga með níu fingur á titlinum Ágúst Jóhannsson: Ég var smeykur Uppgjörið: Valur - Haukar 28-22 | Ekkert hik á Valskonum Jason lagði upp í sigri gegn liði 92-árgangsins ÍR náði í stig gegn Fram og Selfoss hrekkti Eyjakonur Ómar og Gísli frábærir í stórleiknum Hareide kallar Sævar Atla inn Guðrún nálgast fullkomnun Pabbi Son dæmdur fyrir brot gegn börnum Svekkelski Karólínu fyrir leik við liðið sem á hana Guðný lagði tvö upp í afar skrautlegum Íslendingaslag Kári sagði Kolbein steinsofandi: Það versta er að þeir vissu þetta Hareide um Orra hjá Sociedad: „Þeir eru góðir í að sjá um Skandinavana“ Saka sendur heim vegna meiðsla Myndaveisla frá tveimur gjörólíkum hálfleikjum hjá íslensku strákunum Sagan endalausa hjá Åge: „Þetta er frekar sjokkerandi“ Bellamy skammaði blaðamenn eftir leik Æfir hjá gamla félagi föður síns Stefnir í stríð á milli tveggja af stærstu handboltafélögum heims Dagskráin í dag: Nýja „Ljónagryfja“ Njarðvíkinga vígð í beinni Stefán Árni stríddi Tomma með paparassa myndbandi frá sumrinu Stefán Teitur og Jón Dagur á leið í bann Albert verður ekki kallaður inn í íslenska hópinn Logi fær ekki seinna markið skráð á sig „Við munum læra margt af þessu“ Valsmenn rufu fjörutíu marka múrinn „Við hefðum átt að skora fleiri mörk í seinni hálfleik“ Van Dijk fékk rautt spjald í kvöld Hareide: „Við gerðum skelfileg mistök“ Sjá meira
Sabalenka, sem er 26 ára, vann Jessicu Pegula í úrslitaleiknum í New York, 7-5 og 7-5, eftir að hafa áður unnið Opna ástralska mótið í tvígang. Faðir hennar heitinn, Sergiy, gat ekki orðið vitni að sigrunum en hann lést úr heilahimnubólgu fyrir fimm árum. „Eftir að ég missti föður minn þá hefur það alltaf verið markmiðið mitt að festa nafn fjölskyldunnar í sessi í sögubókum tennisíþróttarinnar,“ sagði þessi afar kraftmikla tenniskona á blaðamannafundi. Aryna Sabalenka is averaging the fastest forehand speed at the #USOpen... of all women 𝐚𝐧𝐝 men 💪💥 pic.twitter.com/T9o4PhlG5B— Eurosport (@eurosport) September 6, 2024 Pabbi hennar, sem var á sínum tíma íshokkíleikmaður, kynnti hana fyrir tennis þegar hún var barn, fyrir hálfgerða tilviljun: „Pabbi var bara að rúnta með mig í bílinum þegar hann sá tennisvelli. Svo hann fór með mig þangað. Ég kunni strax vel við þetta og naut þess, og þannig byrjaði þetta,“ rifjaði Sabalenka upp. Missti einnig kærasta sinn Hún hefur átt mjög erfitt ár því að kærasti hennar, Konstantin Koltsov, sem var atvinnumaður í íshokkí, svipti sig lífi í mars, 42 ára gamall. Engu að síður hefur Sabalenka átt gott ár á tennisvellinum og hún komst í átta manna úrslit á Opna franska mótinu, áður en hún vann svo í Bandaríkjunum. „Í hvert sinn sem ég sé nafnið mitt á verðlaunagripnum þá er ég svo stolt af sjálfri mér. Ég er líka stolt af fjölskyldunni minni sem gafst aldrei upp á draumnum, og fórnaði öllu til að ég gæti haldið áfram. Þetta hefur því mikla þýðingu fyrir mig,“ sagði Sabalenka.
Tennis Mest lesið Sagan endalausa hjá Åge: „Þetta er frekar sjokkerandi“ Fótbolti Bellamy skammaði blaðamenn eftir leik Fótbolti Kári sagði Kolbein steinsofandi: Það versta er að þeir vissu þetta Fótbolti Pabbi Son dæmdur fyrir brot gegn börnum Enski boltinn Stefnir í stríð á milli tveggja af stærstu handboltafélögum heims Handbolti Hareide kallar Sævar Atla inn Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 28-22 | Ekkert hik á Valskonum Handbolti Æfir hjá gamla félagi föður síns Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Wales: Varamaðurinn Logi maður leiksins eftir ótrúlega innkomu Fótbolti Albert verður ekki kallaður inn í íslenska hópinn Fótbolti Fleiri fréttir Sveindís hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Sædís og Vålerenga með níu fingur á titlinum Ágúst Jóhannsson: Ég var smeykur Uppgjörið: Valur - Haukar 28-22 | Ekkert hik á Valskonum Jason lagði upp í sigri gegn liði 92-árgangsins ÍR náði í stig gegn Fram og Selfoss hrekkti Eyjakonur Ómar og Gísli frábærir í stórleiknum Hareide kallar Sævar Atla inn Guðrún nálgast fullkomnun Pabbi Son dæmdur fyrir brot gegn börnum Svekkelski Karólínu fyrir leik við liðið sem á hana Guðný lagði tvö upp í afar skrautlegum Íslendingaslag Kári sagði Kolbein steinsofandi: Það versta er að þeir vissu þetta Hareide um Orra hjá Sociedad: „Þeir eru góðir í að sjá um Skandinavana“ Saka sendur heim vegna meiðsla Myndaveisla frá tveimur gjörólíkum hálfleikjum hjá íslensku strákunum Sagan endalausa hjá Åge: „Þetta er frekar sjokkerandi“ Bellamy skammaði blaðamenn eftir leik Æfir hjá gamla félagi föður síns Stefnir í stríð á milli tveggja af stærstu handboltafélögum heims Dagskráin í dag: Nýja „Ljónagryfja“ Njarðvíkinga vígð í beinni Stefán Árni stríddi Tomma með paparassa myndbandi frá sumrinu Stefán Teitur og Jón Dagur á leið í bann Albert verður ekki kallaður inn í íslenska hópinn Logi fær ekki seinna markið skráð á sig „Við munum læra margt af þessu“ Valsmenn rufu fjörutíu marka múrinn „Við hefðum átt að skora fleiri mörk í seinni hálfleik“ Van Dijk fékk rautt spjald í kvöld Hareide: „Við gerðum skelfileg mistök“ Sjá meira