Níræð tugþrautarkona með 35 heimsmet Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2024 08:22 Hin níræða Flo Miller sést hér í stangarstökki en þar hefur hún margoft sett heimsmet í sínum aldursflokki. Skjámynd/ CBS Sunday Morning Florence Meiler er engin venjuleg íþróttakona því hún er enn á fullu í keppnisíþróttum þegar flestir á hennar aldri láta sér nægja létta göngutúra, stólinn og rúmið. Flo er nefnilega níræð og enn á fullu að keppa í íþróttum en hún er fyrir löngu orðin langamma. Þessi lífsglaða og orkumikla langamma lætur sér heldur ekki eina grein frjálsra íþrótta nægja því hún er tugþrautarkona. Tíu ólíkar greinar sem reyna á allan skrokkinn eins og hann leggur sig. Vinkonan plataði hana af stað Það er þó ekki eins og Meiler sé gömul íþróttakempa frá yngri árum sem hefur haldið áfram að keppa á efri árum. Hún byrjaði á þessu þegar hún var sextug. Flo sannar það því að það er aldrei of seint að byrja. „Vinkona mín, Barbara Jordan, grátbað mig um að koma með sér í öldungalið í frjálsum til að keppa á móti með henni. Ég bjóst aldrei við því að sú hugmynd hennar myndi breyta lífi mínu,“ segir Meiler. Flo Miller er mikil keppniskona og lætur sér ekki eina grein nægja.Skjámynd/ CBS Sunday Morning Meiler hefur síðan sett 35 heimsmet og keppir í fjölbreyttum greinum eins og 50, 100 og 400 metra hlaupum, 110 metra grindahlaupi, 1500 metra hlaupi, langstökki, hástökki, þrístökki, kúluvarpi, kringlukasti, spjótkasti og stangarstökki. Vill fá tugþrautina inn á ÓL Tugþrautin er aðeins fyrir karlmenn á Ólympíuleikum en konurnar keppa í sjöþraut. Hin níræða Flo segist vera að vinna í því að breyta því. Hún hefur athyglisvert mottó í lífinu. „Innblástur kemur þér af stað en vaninn heldur þér gangandi,“ segir Meiler. CBS fjallaði sérstaklega um Flo í Sunday Morning þætti sínum enda hafa tilþrif hennar vakið mikla athygli. Þátturinn var sýndur í tengslum við Ólympíuleikana í París og má nálgast hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=h2LowCfaGUo">watch on YouTube</a> Frjálsar íþróttir Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira
Flo er nefnilega níræð og enn á fullu að keppa í íþróttum en hún er fyrir löngu orðin langamma. Þessi lífsglaða og orkumikla langamma lætur sér heldur ekki eina grein frjálsra íþrótta nægja því hún er tugþrautarkona. Tíu ólíkar greinar sem reyna á allan skrokkinn eins og hann leggur sig. Vinkonan plataði hana af stað Það er þó ekki eins og Meiler sé gömul íþróttakempa frá yngri árum sem hefur haldið áfram að keppa á efri árum. Hún byrjaði á þessu þegar hún var sextug. Flo sannar það því að það er aldrei of seint að byrja. „Vinkona mín, Barbara Jordan, grátbað mig um að koma með sér í öldungalið í frjálsum til að keppa á móti með henni. Ég bjóst aldrei við því að sú hugmynd hennar myndi breyta lífi mínu,“ segir Meiler. Flo Miller er mikil keppniskona og lætur sér ekki eina grein nægja.Skjámynd/ CBS Sunday Morning Meiler hefur síðan sett 35 heimsmet og keppir í fjölbreyttum greinum eins og 50, 100 og 400 metra hlaupum, 110 metra grindahlaupi, 1500 metra hlaupi, langstökki, hástökki, þrístökki, kúluvarpi, kringlukasti, spjótkasti og stangarstökki. Vill fá tugþrautina inn á ÓL Tugþrautin er aðeins fyrir karlmenn á Ólympíuleikum en konurnar keppa í sjöþraut. Hin níræða Flo segist vera að vinna í því að breyta því. Hún hefur athyglisvert mottó í lífinu. „Innblástur kemur þér af stað en vaninn heldur þér gangandi,“ segir Meiler. CBS fjallaði sérstaklega um Flo í Sunday Morning þætti sínum enda hafa tilþrif hennar vakið mikla athygli. Þátturinn var sýndur í tengslum við Ólympíuleikana í París og má nálgast hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=h2LowCfaGUo">watch on YouTube</a>
Frjálsar íþróttir Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira