Krefjandi golfvöllur í óvenjulegri náttúrufegurð Golfvöllur vikunnar 21. ágúst 2024 09:21 Haukadalsvöllur við Geysi er 9 holu völlur sem opnaði sumarið 2006. Hann hefur þá sérstöðu að vera staðsettur nærri hverasvæðinu í Haukadal og má stundum sjá Strokk og Geysir blása úr sér á meðan spili stendur. Haukadalsvöllur er golfvöllur vikunnar á Vísi. Haukadalsvöllur hefur þá sérstöðu að vera staðsettur nærri hverasvæðinu í Haukadal og má stundum sjá Strokk og Geysir blása úr sér á meðan spili stendur. Völlurinn, sem er 9 holu völlur, var opnaður sumarið 2006 og ber hver hola nafn einhvers af þeim hverum sem finnast á hverasvæðinu. Í sumar ætlum við að kynnast nokkrum af þeim fjölda spennandi golfvalla sem hægt er að finna víða um land og gaman væri að prófa í sumarfríinu en hægt er að leika golf á yfir 60 völlum hér á landi. Haukadalsvöllur við Geysi er golfvöllur vikunnar á Vísi. „Haukadalsvöllur er, eins og margir golfvellir hér á landi, einstakur á sinn hátt. Kylfingar heillast þó sennilega flestir af náttúrufegurð vallarins, nálægðinni við árnar Almenningsá og Beiná sem renna í gegnum völlinn og nálægðinni við Geysi í Haukadal,“ segir Einar Tryggvason, einn eigenda Haukadalsvallar. Tekið tillit til náttúrunnar við hönnun vallarins Einar segir að þegar staðið er á fyrsta teig, þá láti völlurinn lítið yfir sér en kylfingar ættu ekki að láta það plata sig. „Fallegt umhverfið kemur strax í ljós á annarri holu og þegar komið er að annarri flöt þá opnast glæsilegt svæði þar sem Almenningsá spilar stórt hlutverk í golfleiknum. Edwin Roald Rögnvaldsson er hönnuður vallarins en við hönnun hans var tekið tillit til náttúrunnar og umhverfisins og er lega vallarins eins líkust umhverfinu og það var áður en framkvæmdir hófust.“ Hann segir völlinn vera mjög krefjandi, ekki aðeins vegna ánna, heldur einnig vegna lynggróðurs og birkikjarrs sem einkennir svæðið. „Það má síðan deila um hvaða brautir standi upp úr, en báðar par 3 holurnar þykja einstakar sem og önnur holan, þar sem innáhöggið inn á flöt er yfir Almenningsá sem rennur í flatarkantinum. Þar reynir á kylfinginn, eins og reyndar víðar á vellinum, sem flestir kunna að meta. Á Haukadalsvelli kemst kylfingurinn nefnilega ekki upp með annað en góðan golfleik frá upphafi til enda.“ Völlurinn er 5.694 m á gulum teigum, 4.706 m af rauðum teigum, par 72. Fjölbreytt þjónusta í boði Einar segir kylfinga koma víða að og margir geri sér ferð á Geysi til að spila golf. „En flestir eiga sennilega sammerkt að vera á ferð í nágrenninu, erlendir ferðamenn, Íslendingar í sumarhúsum eða á tjaldsvæðum, nú eða gistigestir á Hótelunum hér á Geysi, Hótel Geysir og Hótel Litli-Geysir.“ Ýmis þjónusta er í boði við golfvöllinn og á svæðinu kringum Geysi. „Eins og einhver orðaði það, á Geysi er allt á sama blettinum í innan við golfhöggs færi.“ Púttflötin er við fyrstu teiga og þar er hægt að vippa og æfa stutta spilið. Í klúbbhúsinu, Litli Geysir hótel, stendur valið um drykki og léttar veitingar og auðvitað allt það helsta sem þarf til golfleiksins, t.d. golfboltar, tí, flatargaflar, hanskar, leigusett og kerrur, ásamt ýmsum vörum sem eru merktar golfvellinum. „Klúbbhúsið er síðan staðsett við hliðina á einu glæsilegasta hóteli landsins, Hótel Geysir, með sinn rómaða veitingastað og frábæru gistingu og enn fleiri veitingastaðir eru í Geysir Center ásamt fata-og minjagripaverslun. Þá er enn ótalið tjaldsvæðið á Geysi, Hverasvæðið, Haukadalsskógur og ýmislegt fleira.“ Hægt er að bóka rástíma í gegnum vefinn hotelgeysir.is og eins á golfboxinu. Vefur golfvallarins, geysirgolf.is verður svo kominn í gagnið fyrir næsta vor. Golf Golfvellir Mest lesið Eins og þruma úr heiðskíru lofti Lífið Covidsmitaður Al Pacino var nær dauða en lífi Lífið „Það er önnur hver gella með í vörunum“ Lífið Myndaveisla: Eliza Reid og Ásdís Spanó létu sig ekki vanta í Núllið Lífið Með húsaflutninga á heilanum Lífið „Ég var heppinn. En ekki hann“ Lífið Dolly gefur 135 milljónir vegna Helenu Lífið Sigmundur og hvolpurinn gleðjast yfir fylgi Miðflokksins Lífið „Það braut ísinn að við hefðum deitað sama gaurinn“ Lífið Skrúfaði titrarann í sundur til að forða nágrönnum frá ónæði Lífið Fleiri fréttir Ný vetrarlína Moomin væntanleg í takmörkuðu upplagi „Bio-Kult er eitt af því sem er alltaf til á okkar heimili“ Bragi Páll og Bergþóra með hryllilega fyndnar hrekkjavökusögur Ný eldhúslína sem sækir innblástur í náttúruna Sprite Zero Klan gefur út SS pylsulagið í fullri lengd Tilkoma Neubria leikbreytir að sögn Bergsveins Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Um 12.000 manns hafa séð sýninguna Orð gegn orði í Þjóðleikhúsinu MZ Skin – Lúxus húðvörur sem byggja á vísindum og fagurfræði Þetta þurfum við í útihlaupin í vetur Osteostrong á erindi við alla aldurshópa Sprenghlægilegur gamanleikur frumsýndur í október í Þjóðleikhúsinu Fólk öðlast frelsi og hugarró og sumir jafnvel nýtt líf Heitustu haust- og vetrartrendin 2024 Inga Lilý hlaut aðalvinninginn í ár Hefur tekið Nutrilenk í 20 ár og gæti ekki án þess verið Getur hundur hjálpað mér að reima? - Ráðstefna um dýr í starfi með fólki Fallegur golfvöllur á sögulegum slóðum Aldrei haft jafn þykkt hár Eva Ruza skipuleggur húðrútínu sína með L´Oréal Paris Skemmtilegur golfvöllur umkringdur stórkostlegri náttúru Sjá meira
Í sumar ætlum við að kynnast nokkrum af þeim fjölda spennandi golfvalla sem hægt er að finna víða um land og gaman væri að prófa í sumarfríinu en hægt er að leika golf á yfir 60 völlum hér á landi. Haukadalsvöllur við Geysi er golfvöllur vikunnar á Vísi. „Haukadalsvöllur er, eins og margir golfvellir hér á landi, einstakur á sinn hátt. Kylfingar heillast þó sennilega flestir af náttúrufegurð vallarins, nálægðinni við árnar Almenningsá og Beiná sem renna í gegnum völlinn og nálægðinni við Geysi í Haukadal,“ segir Einar Tryggvason, einn eigenda Haukadalsvallar. Tekið tillit til náttúrunnar við hönnun vallarins Einar segir að þegar staðið er á fyrsta teig, þá láti völlurinn lítið yfir sér en kylfingar ættu ekki að láta það plata sig. „Fallegt umhverfið kemur strax í ljós á annarri holu og þegar komið er að annarri flöt þá opnast glæsilegt svæði þar sem Almenningsá spilar stórt hlutverk í golfleiknum. Edwin Roald Rögnvaldsson er hönnuður vallarins en við hönnun hans var tekið tillit til náttúrunnar og umhverfisins og er lega vallarins eins líkust umhverfinu og það var áður en framkvæmdir hófust.“ Hann segir völlinn vera mjög krefjandi, ekki aðeins vegna ánna, heldur einnig vegna lynggróðurs og birkikjarrs sem einkennir svæðið. „Það má síðan deila um hvaða brautir standi upp úr, en báðar par 3 holurnar þykja einstakar sem og önnur holan, þar sem innáhöggið inn á flöt er yfir Almenningsá sem rennur í flatarkantinum. Þar reynir á kylfinginn, eins og reyndar víðar á vellinum, sem flestir kunna að meta. Á Haukadalsvelli kemst kylfingurinn nefnilega ekki upp með annað en góðan golfleik frá upphafi til enda.“ Völlurinn er 5.694 m á gulum teigum, 4.706 m af rauðum teigum, par 72. Fjölbreytt þjónusta í boði Einar segir kylfinga koma víða að og margir geri sér ferð á Geysi til að spila golf. „En flestir eiga sennilega sammerkt að vera á ferð í nágrenninu, erlendir ferðamenn, Íslendingar í sumarhúsum eða á tjaldsvæðum, nú eða gistigestir á Hótelunum hér á Geysi, Hótel Geysir og Hótel Litli-Geysir.“ Ýmis þjónusta er í boði við golfvöllinn og á svæðinu kringum Geysi. „Eins og einhver orðaði það, á Geysi er allt á sama blettinum í innan við golfhöggs færi.“ Púttflötin er við fyrstu teiga og þar er hægt að vippa og æfa stutta spilið. Í klúbbhúsinu, Litli Geysir hótel, stendur valið um drykki og léttar veitingar og auðvitað allt það helsta sem þarf til golfleiksins, t.d. golfboltar, tí, flatargaflar, hanskar, leigusett og kerrur, ásamt ýmsum vörum sem eru merktar golfvellinum. „Klúbbhúsið er síðan staðsett við hliðina á einu glæsilegasta hóteli landsins, Hótel Geysir, með sinn rómaða veitingastað og frábæru gistingu og enn fleiri veitingastaðir eru í Geysir Center ásamt fata-og minjagripaverslun. Þá er enn ótalið tjaldsvæðið á Geysi, Hverasvæðið, Haukadalsskógur og ýmislegt fleira.“ Hægt er að bóka rástíma í gegnum vefinn hotelgeysir.is og eins á golfboxinu. Vefur golfvallarins, geysirgolf.is verður svo kominn í gagnið fyrir næsta vor.
Golf Golfvellir Mest lesið Eins og þruma úr heiðskíru lofti Lífið Covidsmitaður Al Pacino var nær dauða en lífi Lífið „Það er önnur hver gella með í vörunum“ Lífið Myndaveisla: Eliza Reid og Ásdís Spanó létu sig ekki vanta í Núllið Lífið Með húsaflutninga á heilanum Lífið „Ég var heppinn. En ekki hann“ Lífið Dolly gefur 135 milljónir vegna Helenu Lífið Sigmundur og hvolpurinn gleðjast yfir fylgi Miðflokksins Lífið „Það braut ísinn að við hefðum deitað sama gaurinn“ Lífið Skrúfaði titrarann í sundur til að forða nágrönnum frá ónæði Lífið Fleiri fréttir Ný vetrarlína Moomin væntanleg í takmörkuðu upplagi „Bio-Kult er eitt af því sem er alltaf til á okkar heimili“ Bragi Páll og Bergþóra með hryllilega fyndnar hrekkjavökusögur Ný eldhúslína sem sækir innblástur í náttúruna Sprite Zero Klan gefur út SS pylsulagið í fullri lengd Tilkoma Neubria leikbreytir að sögn Bergsveins Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Um 12.000 manns hafa séð sýninguna Orð gegn orði í Þjóðleikhúsinu MZ Skin – Lúxus húðvörur sem byggja á vísindum og fagurfræði Þetta þurfum við í útihlaupin í vetur Osteostrong á erindi við alla aldurshópa Sprenghlægilegur gamanleikur frumsýndur í október í Þjóðleikhúsinu Fólk öðlast frelsi og hugarró og sumir jafnvel nýtt líf Heitustu haust- og vetrartrendin 2024 Inga Lilý hlaut aðalvinninginn í ár Hefur tekið Nutrilenk í 20 ár og gæti ekki án þess verið Getur hundur hjálpað mér að reima? - Ráðstefna um dýr í starfi með fólki Fallegur golfvöllur á sögulegum slóðum Aldrei haft jafn þykkt hár Eva Ruza skipuleggur húðrútínu sína með L´Oréal Paris Skemmtilegur golfvöllur umkringdur stórkostlegri náttúru Sjá meira