Daley hættur að dýfa sér í sundlaugar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. ágúst 2024 21:30 Hefur lagt sundskýluna á hilluna, allavega þegar kemur að keppni í dýfingum. Mike Egerton/Getty Images Eftir sína fimmtu Ólympíuleika, þar sem hann nældi sér í silfur, hefur Tom Daley ákveðið að hætta að stinga sér til sunds. Frá þessu er greint á vef Sky Sports. Hinn þrítugi Daley hafði lagt dýfingar í sundlaug á hilluna eftir Ólympíuleikana í Tókýó, þar sem hann vann til gullverðlauna, en sneri aftur eftir tveggja ára hlé í aðdraganda leikanna sem hafa farið fram í París undanfarnar vikur. Þar nældi hann í silfurverðlaun ásamt liðsfélaga sínum Noah Williams í samhæfðum dýfingum karla. Lance Black, eiginmaður Daley, og synir hans tveir voru meðal áhorfenda þegar kappinn vann til silfurverðlauna þann 29. júlí síðastliðinn. Segir hann það vera helstu ástæðuna fyrir endurkomu sinni. „Þetta er allt heldur súrrealískt,“ sagði Daley í viðtali við eftir að leikunum var lokið. „Ég var svo ótrúlega stressaður vitandi að þetta væru mínir síðustu Ólympíuleikar. Það var mikil pressa og háar væntingar. Ég var spenntur fyrir endinum en þegar ég gekk út og sá eiginmann, börn, vini og fjölskyldu þá mundi ég af hverju ég geri þetta.“ „Sama hvað hefði gerst í keppninni sjálfri þá hefði ég alltaf farið heim glaður,“ sagði Daley að endingu. This is an emotional watch! Tom Daley spoke to the BBC moments after announcing he will retire from diving. #BBCOlympics #Olympics #Paris2024 pic.twitter.com/hZfHABBpN0— BBC Sport (@BBCSport) August 12, 2024 Daley, sem keppti fyrst á Ólympíuleikunum í Peking 2008 aðeins 14 ára gamall, endar ferilinn með fimm Ólympíuverðlaun. Hann vann til bronsverðlauna í London 2012 og Ríó 2016 sem og í einstaklingskeppni í Tókýó ásamt gullinu sem hann vann í samhæfðum stökkvum. Sund Ólympíuleikar Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Sjá meira
Hinn þrítugi Daley hafði lagt dýfingar í sundlaug á hilluna eftir Ólympíuleikana í Tókýó, þar sem hann vann til gullverðlauna, en sneri aftur eftir tveggja ára hlé í aðdraganda leikanna sem hafa farið fram í París undanfarnar vikur. Þar nældi hann í silfurverðlaun ásamt liðsfélaga sínum Noah Williams í samhæfðum dýfingum karla. Lance Black, eiginmaður Daley, og synir hans tveir voru meðal áhorfenda þegar kappinn vann til silfurverðlauna þann 29. júlí síðastliðinn. Segir hann það vera helstu ástæðuna fyrir endurkomu sinni. „Þetta er allt heldur súrrealískt,“ sagði Daley í viðtali við eftir að leikunum var lokið. „Ég var svo ótrúlega stressaður vitandi að þetta væru mínir síðustu Ólympíuleikar. Það var mikil pressa og háar væntingar. Ég var spenntur fyrir endinum en þegar ég gekk út og sá eiginmann, börn, vini og fjölskyldu þá mundi ég af hverju ég geri þetta.“ „Sama hvað hefði gerst í keppninni sjálfri þá hefði ég alltaf farið heim glaður,“ sagði Daley að endingu. This is an emotional watch! Tom Daley spoke to the BBC moments after announcing he will retire from diving. #BBCOlympics #Olympics #Paris2024 pic.twitter.com/hZfHABBpN0— BBC Sport (@BBCSport) August 12, 2024 Daley, sem keppti fyrst á Ólympíuleikunum í Peking 2008 aðeins 14 ára gamall, endar ferilinn með fimm Ólympíuverðlaun. Hann vann til bronsverðlauna í London 2012 og Ríó 2016 sem og í einstaklingskeppni í Tókýó ásamt gullinu sem hann vann í samhæfðum stökkvum.
Sund Ólympíuleikar Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Sjá meira