Tískugyðjur komu saman í Kaupmannahöfn Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 12. ágúst 2024 11:01 Það var hátísku líf og fjör í Kaupmannahöfn í liðinni viku. SAMSETT Það var hátísku líf og fjör í Kaupmannahöfn í síðastliðinni viku þar sem hin sívinsæla tískuvika fór fram. Vikan var stærri en nokkru sinni fyrr og sóttu stórstjörnur á borð við Pamelu Anderson sýningarnar og tóku púlsinn á norrænu tískunni. Tískugyðjur heimsins komu saman og götur Kaupmannahafnar urðu að eins konar tískupalli þar sem ekkert var gefið eftir í klæðaburði. Hin íslenska Þóra Valdimarsdóttir, meðstofandi danska tískurisans Rotate, hélt vel heppnaða sýningu og Pamela Anderson lét sig ekki vanta. Þóra Valdimarsdóttir, Pamela Anderson og Jeanette Madsen.Martin Sylvest Andersen/Getty Images for PANDORA View this post on Instagram A post shared by Jeanette (@_jeanettemadsen_) Hnésíðar stuttbuxur virðast mjög heitar um þessar mundir og sömuleiðis pils sem eru notuð sem kjólar. Danski tískurisinn Baum und Pferdgarten frumsýndi nýjan slíkan kjól á vel sóttri og gríðarstórri sýningu sinni í síðustu viku. Baum und Pfergarten sýndi nýju línu sína fyrir vor/sumar 2025.Helle Moos Instagram áhrifavaldurinn og tískudrottningin Selma Kaci sat í fremstu röð á sýningunni og klæddist þessum stutta kjól sem minnir á pils.Raimonda Kulikauskiene/Getty Images Sýningin fór fram á íþróttavelli og sótti innblástur í íþróttir á borð við fótbolta, þar sem sumar fyrirsætur gengu með steinaðar fótboltatöskur. Fótboltatöskurnar vöktu athygli á sýningu Baum und Pferdgarten.Helle Moos Sólin lét sig ekki vanta á tískuvikunni og viðraði því vel til útisýninga. Daginn eftir að tískuviku lauk fór svo að rigna, veðurguðirnir virðast vera með tískunni í liði. Kvöldsólin skein skært á sýningu Baum und Pferdgarten síðastliðið miðvikudagskvöld. Gallaefni virðist vera mjög heitt um þessar mundir.Helle Moos Íþróttir og tíska mætast hér á skemmtilegan hátt hjá Baum und Pferdgarten.Helle Moos View this post on Instagram A post shared by Copenhagen Fashion Week (@cphfw) Tískugestir klæddust skemmtilegum klæðnaði.Dóra/Vísir Danski hátískuprinsinn Henrik Vibskov sló sömuleiðis í gegn með listræna sýningu að vanda. View this post on Instagram A post shared by Copenhagen Fashion Week (@cphfw) Danmörk Tíska og hönnun Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Tískugyðjur heimsins komu saman og götur Kaupmannahafnar urðu að eins konar tískupalli þar sem ekkert var gefið eftir í klæðaburði. Hin íslenska Þóra Valdimarsdóttir, meðstofandi danska tískurisans Rotate, hélt vel heppnaða sýningu og Pamela Anderson lét sig ekki vanta. Þóra Valdimarsdóttir, Pamela Anderson og Jeanette Madsen.Martin Sylvest Andersen/Getty Images for PANDORA View this post on Instagram A post shared by Jeanette (@_jeanettemadsen_) Hnésíðar stuttbuxur virðast mjög heitar um þessar mundir og sömuleiðis pils sem eru notuð sem kjólar. Danski tískurisinn Baum und Pferdgarten frumsýndi nýjan slíkan kjól á vel sóttri og gríðarstórri sýningu sinni í síðustu viku. Baum und Pfergarten sýndi nýju línu sína fyrir vor/sumar 2025.Helle Moos Instagram áhrifavaldurinn og tískudrottningin Selma Kaci sat í fremstu röð á sýningunni og klæddist þessum stutta kjól sem minnir á pils.Raimonda Kulikauskiene/Getty Images Sýningin fór fram á íþróttavelli og sótti innblástur í íþróttir á borð við fótbolta, þar sem sumar fyrirsætur gengu með steinaðar fótboltatöskur. Fótboltatöskurnar vöktu athygli á sýningu Baum und Pferdgarten.Helle Moos Sólin lét sig ekki vanta á tískuvikunni og viðraði því vel til útisýninga. Daginn eftir að tískuviku lauk fór svo að rigna, veðurguðirnir virðast vera með tískunni í liði. Kvöldsólin skein skært á sýningu Baum und Pferdgarten síðastliðið miðvikudagskvöld. Gallaefni virðist vera mjög heitt um þessar mundir.Helle Moos Íþróttir og tíska mætast hér á skemmtilegan hátt hjá Baum und Pferdgarten.Helle Moos View this post on Instagram A post shared by Copenhagen Fashion Week (@cphfw) Tískugestir klæddust skemmtilegum klæðnaði.Dóra/Vísir Danski hátískuprinsinn Henrik Vibskov sló sömuleiðis í gegn með listræna sýningu að vanda. View this post on Instagram A post shared by Copenhagen Fashion Week (@cphfw)
Danmörk Tíska og hönnun Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira