Ledecky nú orðin gulldrottning Ólympíusögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2024 14:31 Katie Ledecky með níunda Ólympíugullið sem hún vann á ferlinum. Hún vann bæði 800 og 1500 metra skriðsund á þessum leikum. Getty/Adam Pretty Bandaríska sundkonan Katie Ledecky vann sín níundu gullverðlaun á Ólympíuleikum í gær þegar hún kom fyrst í mark í 800 metra skriðsundi. Þetta voru önnur gullverðlaun Ledecky á leikunum en hún vann einnig 1500 metra skriðsundið. Hún hefur alls unnið fern verðlaun á þessum leikum því við bætast eitt silfur og eitt brons. Ledecky vann eftir hörkukeppni við hina áströlsku Ariarne Titmus. Titmus vann einmitt 400 metra skriðsundið þar sem Ledecky varð þriðja en þetta voru fjórðu verðlaun Titmus á leikunum (2 gull og 2 silfur). Þessi sigur hennar Ledecky í gær var samt sögulegur á svo margan hátt. Aðeins fimm aðrir íþróttamenn í sögunni hafa náð því að vinna níu gull á Ólympíuleikum og aðeins einn þeirra fleiri en níu. Í efsta sæti með Latyninu Ledecky er líka orðin gulldrottning ÓLympíusögunnar því hún deilir nú efsta sætinu með sovésku fimleikakonunni Larisa Latynina yfir flest gullverðlaun konu frá upphafi. Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps er langefstur með 23 gull en hinir karlarnir með níu gull eru sundmaðurinn Mark Spitz, bandaríski frjálsíþróttamaðurinn Carl Lewis og finnski langhlauparinn Paavo Nurmi. Jafnaði afrek Phelps Ledecky jafnaði þó annað afrek hjá Phelps því hún var að vinna 800 metra skriðsundið á fjórðu Ólympíuleikunum í röð. Hún var aðeins fimmtán ára gömul þegar hún vann það fyrst á leikunum í London árið 2012. Phelps náði að vinna 200 metra fjórsund á fjórum leikjum í röð eða í Aþenu 2004, Peking 2008, London 2012 og Ríó 2016. Þau tvö eru einu sundmenn sögunnar til að ná þessu ótrúlega afreki að vera best í sinni grein í heiminum í tólf ár samfellt. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Sund Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sjá meira
Þetta voru önnur gullverðlaun Ledecky á leikunum en hún vann einnig 1500 metra skriðsundið. Hún hefur alls unnið fern verðlaun á þessum leikum því við bætast eitt silfur og eitt brons. Ledecky vann eftir hörkukeppni við hina áströlsku Ariarne Titmus. Titmus vann einmitt 400 metra skriðsundið þar sem Ledecky varð þriðja en þetta voru fjórðu verðlaun Titmus á leikunum (2 gull og 2 silfur). Þessi sigur hennar Ledecky í gær var samt sögulegur á svo margan hátt. Aðeins fimm aðrir íþróttamenn í sögunni hafa náð því að vinna níu gull á Ólympíuleikum og aðeins einn þeirra fleiri en níu. Í efsta sæti með Latyninu Ledecky er líka orðin gulldrottning ÓLympíusögunnar því hún deilir nú efsta sætinu með sovésku fimleikakonunni Larisa Latynina yfir flest gullverðlaun konu frá upphafi. Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps er langefstur með 23 gull en hinir karlarnir með níu gull eru sundmaðurinn Mark Spitz, bandaríski frjálsíþróttamaðurinn Carl Lewis og finnski langhlauparinn Paavo Nurmi. Jafnaði afrek Phelps Ledecky jafnaði þó annað afrek hjá Phelps því hún var að vinna 800 metra skriðsundið á fjórðu Ólympíuleikunum í röð. Hún var aðeins fimmtán ára gömul þegar hún vann það fyrst á leikunum í London árið 2012. Phelps náði að vinna 200 metra fjórsund á fjórum leikjum í röð eða í Aþenu 2004, Peking 2008, London 2012 og Ríó 2016. Þau tvö eru einu sundmenn sögunnar til að ná þessu ótrúlega afreki að vera best í sinni grein í heiminum í tólf ár samfellt. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sjá meira