„Þetta er 150 prósent algjör skandall“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2024 21:06 Shelly-Ann Fraser-Pryce var hvergi sjáanleg og hlaupabrautin hennar tóm þegar undanúrslitahlaupið fór fram i kvöld. Getty/Hannah Peters Ekkert varð úr því að Shelly-Ann Fraser-Pryce ynni til verðlauna í 100 metra hlaupi á fimmtu Ólympíuleikunum í röð. Hún keppti ekki einu sinni í undanúrslitahlaupinu og ástæðan er furðuleg. Ein mesta goðsögnin í sögu frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna lenti nefnilega í skrautlegum kringumstæðum í aðdraganda undanúrslita 100 metra hlaups kvenna á Ólympíuleikunum í París í kvöld. Þetta varð til þess að Fraser-Pryce, sem var með annan besta tímann í undanrásunum, keppti ekki í undanúrslitahlaupinu. Ekki hleypt inn á upphitunarsvæði Ari Bragi Kárason, Íslandsmethafinn í 100 metra hlaupi, er sérfræðingur RÚV í frjálsum íþróttum á þessum Ólympíuleikum. Ari tjáði sig í kvöld um allt vesenið í kringum þetta 100 metra hlaup kvenna. Ari er í hópi þeirra sem skilja ekki hvernig það kom til að tveimur af stærstu stjörnum 100 metra hlaups kvenna var ekki hleypt inn um hlið á upphitunarsvæði. Þetta gerðist fyrir undanúrslitahlaupið. Þetta varð til þess að hin jamaíska Shelly-Ann Fraser-Pryce hætti við þátttöku og hin bandaríska Sha'Carri Richardson var ólík sjálfri sér. Hin sigurstranglega Richardson vann silfur en átti litla möguleika í Julien Alfred sem vann öruggan sigur. Hún er stórmótamanneskja „Ef hún er mætt á upphitunarsvæðið þá er hún tilbúin. Hún er þannig og hefur sýnt það að hún er stórmótamanneskja. Hún elskar ekkert meira held ég en að keppa á stóra sviðinu,“ sagði Ari Bragi í Ólympíukvöldinu í kvöld. Það voru því ekki meiðsli sem voru að trufla hana. „Hún myndi aldrei vera mætt við rangt hlið viljandi. Maður sér það að hún er greinilega í uppnámi,“ sagði Ari Bragi og vísaði þar í myndband af Fraser-Pryce að tala við rútubílstjóra fyrir framan lokaða hliðið. Ari Bragi Kárason. „Það er ekki gott að koma inn á Ólympíuupphitunarsvæði í uppnámi. Þetta hefur bara sett allt úr skorðum. Það má ekki gleyma því að hún á líka 4 x 100 metra hlaupið eftir og allir möguleikar á gulli eru því ekki farnir,“ sagði Ari. Auðvitað á að hleypa þessu fólki bara beint inn Gunnar Birgisson spurði hann þá hreint út hvort þetta mál flokkist undir skandal. „Þetta er 150 prósent algjör skandall. Auðvitað á að hleypa þessu fólki bara beint inn. Það á ekki að vera að breyta svona einföldum skipulagsreglum degi fyrir mót. Þetta er ekkert nema skandall. Þið sjáið að svona einfalt mál, eins og að breyta þessu, getur bara tekið út stærstu stjörnunnar á Ólympíuleikunum,“ sagði Ari. Gat unnið á fimmtu leikunum í röð Shelly-Ann Fraser-Pryce hafði unnið verðlaun í 100 metra hlaupinu á síðustu fjórum leikum. Hún vann gull á ÓL í Peking 2008 og gull á ÓL í London 2012, fékk brons á ÓL í Ríó 2016 og silfur á síðustu leikum í Tókýó. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjá meira
Ein mesta goðsögnin í sögu frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna lenti nefnilega í skrautlegum kringumstæðum í aðdraganda undanúrslita 100 metra hlaups kvenna á Ólympíuleikunum í París í kvöld. Þetta varð til þess að Fraser-Pryce, sem var með annan besta tímann í undanrásunum, keppti ekki í undanúrslitahlaupinu. Ekki hleypt inn á upphitunarsvæði Ari Bragi Kárason, Íslandsmethafinn í 100 metra hlaupi, er sérfræðingur RÚV í frjálsum íþróttum á þessum Ólympíuleikum. Ari tjáði sig í kvöld um allt vesenið í kringum þetta 100 metra hlaup kvenna. Ari er í hópi þeirra sem skilja ekki hvernig það kom til að tveimur af stærstu stjörnum 100 metra hlaups kvenna var ekki hleypt inn um hlið á upphitunarsvæði. Þetta gerðist fyrir undanúrslitahlaupið. Þetta varð til þess að hin jamaíska Shelly-Ann Fraser-Pryce hætti við þátttöku og hin bandaríska Sha'Carri Richardson var ólík sjálfri sér. Hin sigurstranglega Richardson vann silfur en átti litla möguleika í Julien Alfred sem vann öruggan sigur. Hún er stórmótamanneskja „Ef hún er mætt á upphitunarsvæðið þá er hún tilbúin. Hún er þannig og hefur sýnt það að hún er stórmótamanneskja. Hún elskar ekkert meira held ég en að keppa á stóra sviðinu,“ sagði Ari Bragi í Ólympíukvöldinu í kvöld. Það voru því ekki meiðsli sem voru að trufla hana. „Hún myndi aldrei vera mætt við rangt hlið viljandi. Maður sér það að hún er greinilega í uppnámi,“ sagði Ari Bragi og vísaði þar í myndband af Fraser-Pryce að tala við rútubílstjóra fyrir framan lokaða hliðið. Ari Bragi Kárason. „Það er ekki gott að koma inn á Ólympíuupphitunarsvæði í uppnámi. Þetta hefur bara sett allt úr skorðum. Það má ekki gleyma því að hún á líka 4 x 100 metra hlaupið eftir og allir möguleikar á gulli eru því ekki farnir,“ sagði Ari. Auðvitað á að hleypa þessu fólki bara beint inn Gunnar Birgisson spurði hann þá hreint út hvort þetta mál flokkist undir skandal. „Þetta er 150 prósent algjör skandall. Auðvitað á að hleypa þessu fólki bara beint inn. Það á ekki að vera að breyta svona einföldum skipulagsreglum degi fyrir mót. Þetta er ekkert nema skandall. Þið sjáið að svona einfalt mál, eins og að breyta þessu, getur bara tekið út stærstu stjörnunnar á Ólympíuleikunum,“ sagði Ari. Gat unnið á fimmtu leikunum í röð Shelly-Ann Fraser-Pryce hafði unnið verðlaun í 100 metra hlaupinu á síðustu fjórum leikum. Hún vann gull á ÓL í Peking 2008 og gull á ÓL í London 2012, fékk brons á ÓL í Ríó 2016 og silfur á síðustu leikum í Tókýó.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjá meira